Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 28

Fréttablaðið - 21.08.2019, Síða 28
A4 veitir faglega og persónu­lega ráðgjöf þegar kemur að því að leita að gjöfum til starfsmanna og viðskiptavina, svo sem jólagjöfum eða öðrum tækifærisgjöfum. „Við bjóðum líka breitt úrval af fallegum gjafa­ umbúðum fyrir einstök tækifæri,“ segir Bylgja Bára Bragadóttir, sölustjóri fyrirtækjaþjónustu A4. „Eitt af því sem hefur verið vin­ sælt hjá okkur ár eftir ár eru hinar geysivinsælu ferðatöskur frá hinu heimsþekkta merki Samsonite. Ferðataska er ekki bara gjöf sem þú notar einu sinni heldur er það gjöf sem getur enst alla ævi og allir hafa not fyrir. Til dæmis hafa fyrirtæki gefið eina stærð af tösku eitt árið og svo næstu stærð árið á eftir, þannig getur fólk eignast sitt ferðatöskusett.“ Gerðu kröfu um góða þjónustu A4 þjónustar fyrirtæki og stofn­ anir af öllum stærðum og gerðum. Mikill metnaður er lagður í að veita góða þjónustu. Þarfir við­ skiptavina eru ólíkar og lögð er áhersla á að finna hagkvæmar lausnir fyrir hvern og einn. A4 hvetur fyrirtæki til að fá söluráð­ gjafa fyrirtækjaþjónustunnar í heimsókn sem aðstoðar þau við að ná fram hagræðingu í inn­ kaupum á rekstrarvörum, greina þarfir þeirra og ráðleggja þeim hversu oft fylla þarf á vörubirgðir eða taka niður pantanir. „Við leggjum áherslu á að eiga gott samband við okkar viðskiptavini, þekkja þarfir þeirra og finna leiðir til að mæta þeim á sem hagkvæmastan hátt. Við erum til dæmis með söluráðgjafa menntastofnana sem sérhæfir sig alfarið í að sinna grunnskólum, framhaldsskólum og háskólum og annan sem sinnir leikskólum og frístundaheimilum. Með því að þekkja viðskiptavini okkar getum við aðlagað vörufram­ boðið í takt við þarfir þeirra. Þetta samband og traust er svo mikil­ vægt,“ segir Bylgja. Hlustum á viðskiptavininn Hún bætir við að hjá A4 starfi kraftmikill og samhentur hópur starfsmanna sem leggur áherslu á að veita viðskiptavinum góða þjónustu og hafa gaman í vinnunni. Lögð er áhersla á að við­ skiptavinir geti nálgast fyrirtækja­ þjónustuna með fjölbreyttum hætti, hvort sem er í gegnum sölu­ menn, verslun, síma eða vef. „Við trúum því að með því að hafa hæft og ánægt starfsfólk séum við að veita okkar viðskiptavinum betri þjónustu. Við hlustum á við­ skiptavininn, greinum þarfir hans og finnum þær lausnir sem henta best,“ segir Bylgja. Fyrirtækjaþjónustan er opin alla virka daga frá 8­17, en vef­ verslunin a4.is er alltaf opin. „Vef­ verslunin auðveldar viðskipta­ vinum að ná fram skilvirkari innkaupum á rekstrarvörum. Þeir safna í körfuna jafnóðum, vista og senda inn pöntun þegar hentar. Þú sérð þín verð í körfunni og getur auðveldlega séð síðustu pöntun og pantað það sama og síðast . Við sendum frítt ef verslað er fyrir meira en 20.000 krónur og sætur glaðningur fylgir með,“ segir Bylgja að lokum. Gerðu kröfur A4 er framsækið fyrirtæki sem selur fjölbreyttar vörur fyrir skrifstofur, skóla og heimili. Fyrirtækið býður upp á vandaðar gjafir til starfsmanna og viðskiptavina og fal- legar gjafaumbúðir fyrir einstök tækifæri. A4 býður úrval jólagjafa til starfsfólks. Ferðataska er gjöf sem hægt er að nota oft. Við leggjum áherslu á að eiga gott samband við okkar viðskiptavini, þekkja þarfir þeirra og finna leiðir til að mæta þeim á sem hagkvæmastan hátt. www.a4.is / sími 580 0000 / panta@a4.is FÁÐU RÁÐGJÖF Hjá okkur færðu faglega og persónulega ráðgjöf Nýttu þér kosti þess að versla á a4.is Sendum samdægurs alla virka daga þegar pantað er fyrir klukkan 10. Góð yfirsýn yfir síðustu pöntun og einfalt að panta það sama og síðast. KYNNINGARBLAÐ 5 M I ÐV I KU DAG U R 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 1 9 FYRIRTÆKJAÞJÓNUSTA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.