Fréttablaðið - 21.08.2019, Qupperneq 40
Ég lýsi fram-
kvæmdum í
borginni oft
sem einum
stórum athygl-
isbresti. Það
er byrjað á of
mörgu í einu.
Svavar Örn
Svavarsson,
hárgreiðslumaður
Svavar Örn Svavarsson er hárgreiðslumaður og á og rekur hárgreiðslustofuna Senter á Tryggvagötu. Senter hefur verið starfrækt í 14 ár, en Svavar hefur
starfað á stofum í miðborg frá aldamótum. Hann segist
fagna þeirri gagnrýni sem fram hefur komið undanfarið
á framkvæmdir á Hverfisgötu. „Á öllum mínum árum hafa
allar framkvæmdir og lokanir á götum komið mér í opna
skjöldu. Ég lýsi framkvæmdum í borginni oft sem einum
stórum athyglisbresti. Það er byrjað á of mörgu í einu, fáir
að vinna í hverju verki á hverjum tíma og framkvæmdirnar
taka alltof langan tíma. Síðan 2000 hafa framkvæmdir elt
mig frá Skólavörðustíg og niður á Tryggvagötu og ég held
að ég geti fullyrt að fullt aðgengi hafi ekki verið að mínum
stofum nema í örfá ár af þessum nítján. Mér finnst dásam-
legt að reka fyrirtæki í borginni, en mín heitasta ósk er sú
að borgin færist ekki of mikið í fang í einu, einbeiti sér að
einu verkefni í einu og skilji ekki eftir mannlausar holur úti
um alla miðborg,“ segir Svavar.
Hafnartorgið dásamlegt
Hann segir þó dásamlegt að sjá Hafnartorgið rísa og að
miðborgin sé sífellt að verða betri. „En vandinn er ekki síst
sá að það er illa staðið að upplýsingaflæði og lausnum, til
dæmis hvað varðar bílastæði og aðgengi, á meðan á fram-
kvæmdum stendur. Ég er himinlifandi með bílakjallarann
sem nú hefur verið opnaður undir Hafnartorgi og skil ekki
af hverju borgin auglýsir ekki þennan fjölda bílastæða sem
nú er aðgengilegur öllum. Það á að auglýsa þetta í öllum
blöðum! Það eru f leiri stæði í miðborginni en í f lestum
öðrum borgarhlutum. Þessu og því sem hefur heppnast
vel í uppbyggingunni þarf að koma betur á framfæri. Það
er verkefni borgarinnar.“
Samráðsleysi við borgina hefur Svavar fundið á eigin
skinni. „Ég get nefnt sem dæmi þegar á einni nóttu var
komið rútustæði fyrir ferðamenn fyrir utan stofuna hjá
mér,“ útskýrir Svavar, en stofan er á Tryggvagötu. „Ég
hringdi margoft í borgina og stakk upp á að slíkt stæði
yrði sett upp hinum megin við götuna, fyrir framan eignir
borgarinnar í götunni. Ég óskaði eftir því að mengunar-
mælingar væru framkvæmdar, því rúturnar gengu látlaust í
lausagangi meðan beðið var eftir ferðamönnum, við gátum
ekki opnað glugga á stofunni. Ónæðið af þessu var gríðar-
legt, því það var engin aðstaða fyrir ferðamennina sem
biðu eftir rútunum, hvorki salerni né skjól fyrir vindi og
veðrum. Þetta var framkvæmt í hugsunarleysi. Ekkert var
að gert fyrr en framkvæmdir hófust af krafti við Hafnar-
torg og aðgengi að götunni var orðið það slæmt að rúturnar
komust hreinlega ekki um götuna.“
Svavar segir vanta upp á að borgin skilji að fyrirtækjaeig-
endur eigi f lestir allt sitt undir sínum rekstri. „Allt mitt lífs-
viðurværi er undir þessum hundrað fermetrum á Tryggva-
götu komið. Við fyrirtækjaeigendur á framkvæmdasvæðum
segi ég: „Hugur minn er hjá ykkur. Vonandi þraukið þið
því miðborgin er jú dásamleg. Staða mín í dag er sú að mig
vantar frekar fólk í vinnu en öfugt, en ég hef upplifað erfiða
tíma í rekstrinum, ekki síst vegna uppgrafinna gatna sem
koma okkur sem rekum fyrirtækin í opna skjöldu.“
Mannlausar
holur um
alla borg
Björn Árnason er einn eigenda
öldurhússins Skúla Craft Bar við
Fógetatorg. „Fyrir tveimur árum
komu starfsmenn borgarinnar til
okkar og sögðu að þau ætluðu að
breyta Fógetagarðinum í matar-
vagnatorg. Við vorum hvött til
að taka þátt í því. Við keyptum
matarvagn og vorum glöð með
að fá aðra vagna á torgið til að
gæða það meira lífi og draga fleira
fólk að. Þau sem keyptu af hinum
vögnunum gátu svo setið inni á
Skúla ef það var vont veður eða
um vetur án þess að vera skyldug
að versla við okkur. Í fyrra veitti
borgin okkur styrk til að kaupa
bekki svo fleiri gætu setið úti,
hvort sem þau væru að kaupa af
okkar vagni eða annarra,“ segir
Björn.
Síðasta vetur var eigendum
hins vegar tilkynnt að leyfið fyrir
vagninum yrði ekki framlengt og
það myndi renna út um miðjan
maí. „Engar útskýringar voru
gefnar. Eftir mikla pressu um að
fá svör fengum við loksins að
heyra núna fyrir um viku síðan að
þetta væri vegna framkvæmda
við torgið og að Minjavernd væri
búin að friða það. Við sitjum uppi
með matarvagn sem nýtist okkur
ekki. Aðgengi að staðnum hefur
verið takmarkað verulega en sund
sem er á milli hússins sem Skúli
er í og gamla Landssímahússins
er lokað, þrátt fyrir að okkur væri
sagt annað í upphafi. Raunin varð
önnur og veggur reistur í kringum
framkvæmdasvæðið,“ útskýrir
Björn og kvartar yfir samskipta-
leysinu þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir til að ná tali af forsvars-
mönnum.
„Okkur finnst fáránlegt að
borgin geti hvatt fólk út í rekstur,
veitt styrki í tengslum við hann og
svo allt í einu bannað reksturinn
án þess að gefa ástæðu fyrir. Með
matarvögnunum myndaðist góð
stemning á torgi sem var nánast
líflaust fyrir utan þá gesti sem
heimsækja barinn okkur og Te &
Kaffi. Fjölskyldufólk, ferðamenn
og aðrir komu og nutu veitinga
þar.“
Sitja uppi með dýran matarvagn en ekkert leyfi
Okkur finnst
fáránlegt að borgin
geti hvatt fólk út í rekstur,
veitt styrki í tengslum við
hann og svo allt í einu
bannað rekstur-
inn.
Björn Árnason,
einn eigandi
Skúla Craft Bar
Framhald á síðu 8
MARKAÐURINN 7M I Ð V I K U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9