Fréttablaðið - 21.08.2019, Page 41
Hrefna Björk Sverris-dóttir hefur rekið veitingahúsið Rok á Frakkastíg í þrjú ár. Ári áður hófu Hrefna og unnusti
hennar, Magnús Scheving, fram-
kvæmdir til þess að breyta hús-
næðinu í veitingahús.
„Mín upplifun er sú að kerfið sé
mjög f lókið, mikið regluverk sem
oft stangast á og allt tekur mjög
langan tíma. Þá er erfitt að fá skýr
svör og fáir aðilar sem geta veitt þau
sem eru með mjög takmarkaðan
tíma til að sinna fyrirspurnum. Við
lentum síðan í því að framkvæmda-
leyfið okkar var afturkallað vegna
mistaka sem borgin gerði sem varð
til þess að við náðum ekki að opna
staðinn fyrr en þremur mánuðum
eftir áætlaðan opnunartíma. Það
var lítill skilningur á aðstöðu okkar
og tók töluverðan tíma að fá þá að
borðinu til að leysa úr þessu með
okkur. Maður hefði haldið að fyrstu
viðbrögð borgarinnar væru að leysa
úr slíkum mistökum á skjótan hátt
þar sem þeir gerðu í raun mistök
við afgreiðslu leyfisins,“ útskýrir
Hrefna og segist hafa þurft að beita
miklum þrýstingi til að fá úr sínum
málum leyst.
Hrefna gagnrýnir einnig afnám
kvóta á veitingastöðum og skipu-
lag borgarinnar. „Þegar við vorum
að opna Rok þá var kvóti
sem gerði það að verkum
að ekki var hægt að starf-
rækja of marga veitinga-
staði innan ákveðinna
reita en svo virðist sem hann hafi
verið afnuminn á einhverjum tíma.
Í kjölfarið hafa veitingastaðir og
matarvagnar sprottið upp þannig
að í dag er samkeppnin mjög mikil
og hörð. Þá er borgin skipulögð
þannig að í öllum nýbyggingum
virðist eiga að vera rými fyrir veit-
ingastaði svo að maður sér ekki
fyrir endann á þessari fjölgun.
Borgin hefur einnig ausið fé í mat-
höllina og Braggann sem eru nátt-
úrulega í harðri samkeppni við
marga aðila í nágrenninu. Manni
f innst þetta mjög einkennileg
stefna og notkun á skattfé. Þó svo
að það megi alveg setja spurningar-
merki við hvort kvóti eigi að vera
þá hefur borgin gríðarleg áhrif á
fyrirtækin þegar slíkar skipulags-
breytingar eru gerðar.“
Hún segir fasteignaskatta einn-
ig hafa áhrif á rekstur sinn. Einnig
innheimti borgin önnur gjöld, til
að mynda fyrir heimsóknir eftir-
litsaðila og leyfin í upphafi. „Það er
umhugsunarvert hvort litlir staðir
eigi að borga jafn mikið og þeir
stóru fyrir úttektir, eftirlit, innsend-
ar teikningar og annan kostnað sem
borgin innheimtir. Það kostaði mig
til dæmis jafn mikið að fá úttekt og
risastórt hótel, þrátt fyrir að aug-
ljóslega sé miklu meiri vinna fólgin
í svo stórri úttekt en á mínum litla
veitingastað.“ Hrefna segir endur-
Maður þarf að
klessa á alla
veggi sjálfur
Miðbærinn talaður niður
Sindri Snær Jensson á og rekur
fataverslunina Húrra Reykjavík
á Hverfisgötu ásamt Jóni Davíð
Davíðssyni. „Þá erum við einnig
meðeigendur í Flatey Pizza sem
er staðsett á Grandagarði og
Hlemmi Mathöll. Núna erum við
að fara af stað með nýtt veit-
ingakonsept á Hverfisgötu 44
sem heitir Yuzu og verður opnað
í september ef allt gengur að
óskum,“ segir Sindri, en fata-
verslun þeirra verður fimm ára
í næsta mánuði. Þeir hafa ekki
farið varhluta af þeirri röskun
sem framkvæmdirnar á Hverfis-
götu hafa haft á rekstur fyrir-
tækja við götuna.
„Varðandi Húrra Reykjavík þá
tókum við ákveðna áhættu með
að hefja rekstur á Hverfisgötu
sem hafði ekki talist vænleg
verslunargata, við sáum ákveðna
möguleika og borgin hafði flotta
sýn fyrir götuna. Nú fimm árum
síðar eru enn framkvæmdir
og það hefur verið mjög erfitt
fyrir fótgangandi og reiðhjól að
ferðast um götuna. Það hefði
verið gott að sjá þessar umbætur
ganga hraðar fyrir sig. Það er
ekki spurning að Reykjavík hefur
tekið miklum breytingum til hins
betra undanfarin ár og við erum
rosalega ánægð með miðbæinn
þó við séum langeygð eftir að sjái
fyrir endann á framkvæmdum
við Hverfisgötuna,“ útskýrir
Sindri.
Engin samskipti
Hann segir samskipti og upp-
lýsingaflæði af hálfu borgarinnar
ekkert gagnvart þeim. „Það hefur
aldrei neinn frá borginni sett sig
í samband við okkur varðandi
framkvæmdir eða fyrirhug-
aðar breytingar á nærumhverfi
rekstrar okkar.“
Hann segir bagalegt hvað
áfanginn neðst á Hverfisgötu
hefur tekið langan tíma og það
yfir hásumar, þegar umferð
fótgangandi er hvað mest. „Nú
hafa komið fram skýringar um
vandamál varðandi hæðarmun á
götunni, vandamál eru til að leysa
þau og ég biðla til borgarinnar að
drífa í þessu. Það væri farsælast
fyrir alla að klára Hverfisgötuna
að mestu leyti því umtalið um
miðbæinn hefur verið alveg
glatað undanfarin misseri. Að
mínu viti hefur miðbærinn upp á
svo svakalega margt að bjóða og
þessar framkvæmdir verða okkur
öllum til hagsbóta til lengri tíma
litið, betri borg og meira mannlíf.“
Hálfgert völundarhús
Sindri segir tvennt ólíkt að
koma á fót fataverslun eða
veitingastað. „Af okkar reynslu
er ferlið varðandi leyfisveitingar
til veitingastaða ansi snúið og
þar af leiðandi getur verið erfitt
að fóta sig og finna réttu leiðina
í hálfgerðu völundarhúsi. Það
sem helst hefur angrað okkur er
seinagangur á afgreiðslu og þá
sérstaklega yfir sumartímann,
það hefur reynst seinlegt að fá
svör. En á endanum hefur allt
gengið nokkuð smurt fyrir sig og
við höfum þannig séð yfir litlu
að kvarta heilt yfir. Mín tilfinning
og reynsla gagnvart borgaryfir-
völdum er að allir séu að gera sitt
besta en kerfið sé mögulega barn
síns tíma og þurfi á uppfærslu að
halda.“
Hefur aukin skattbyrði áhrif á
rekstur þinn? Til að mynda fast-
eignaskattur?
„Hingað til höfum við ekki lent í
hækkunum á leiguverði, og er það
aðallega vegna lengdar samninga
og þess góða samstarfs sem við
eigum við leigusala. Hins vegar
hafa átt sér stað viðræður um
endurnýjun samninga og tíminn
verður að leiða í ljós hvort hækk-
anir verði á leiguverði, ef svo
verður þurfum við að gera við-
eigandi ráðstafanir. Það er ekkert
leyndarmál að launakostnaður er
sá liður sem hefur hækkað mest á
undanförnum árum og haft mikil
áhrif á reksturinn,“ segir Sindri.
Eigandi veitingahússins Roks segir að skilningsleysi
einkenni samskipti sín við borgaryfirvöld. Hún
gagnrýnir einnig að borgin ausi fé í uppbyggingu
mathalla og bragga sem séu í beinni samkeppni
við aðra veitingahúsaeigendur sem fá ekkert niður-
greitt. Hún segir fasteignaskatta og önnur gjöld sem
borgin innheimtir hafa áhrif á reksturinn.
skoðun á þessu geta rýmkað fyrir
stofnun lítilla og meðalstórra fyrir-
tækja í borginni. „Þá eru leyfin fyrir
matarvagna og regluverkið í kring-
um þá mun einfaldara ferli en hjá
veitingastöðum – en þeir eru samt
í beinni samkeppni við staðina.
Þarna fer lítið fyrir samræmi.“
Hrefna segist ekki vita til þess að
borgin láti vita af framkvæmdum
eða fyrirhuguðum breytingum í
nærumhverfi rekstursins. „Maður
fær ekki tilkynningar þegar fram-
kvæmdir hefjast eða um lokanir
vegna viðburða í borginni. Við
höfum þó ekki verið mjög nálægt
stóru framkvæmdunum undan-
farin ár hjá borginni. Mín upplifun
er hins vegar sú að það sé erfitt að
fá svör hjá borginni eða fá aðstoð,
maður þarf svolítið að klessa á veggi
sjálfur. Það virðist skorta á skilning
á þeim tíma og þeim fjármunum
fólks sem leggur oft á tíðum allt sitt
undir í reksturinn.
Manni finnst að borgin mætti
hafa upplýsingar aðgengilegri og
leiðbeinandi. Það fer mikill dýr-
mætur tími í að leita sér upplýsinga
varðandi framkvæmd-
ir og leyfi og slíkt.“
segir Hrefna.
Við erum rosalega
ánægð með
miðbæinn þó við séum
langeygð eftir að sjái fyrir
endann á framkvæmdum
við Hverfisgötuna.
Sindri Snær
Jensson, eigandi
Húrra Reykjavík
Mín upplifun er sú
að kerfið sé mjög
flókið, mikið regluverk sem
oft stangast á og allt tekur
mjög langan tíma.
Hrefna Björk
Sverrisdóttir,
eigandi Roks
2 1 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN