Fréttablaðið - 21.08.2019, Qupperneq 45
Stjórnar-
maðurinn
19.08.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 21. ágúst 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Jafnlaunavottun
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun.
Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka.
Sanngjörn laun fyrir
jafnverðmæt störf
2019
Líftæknifyrirtækið Orf hagnaðist um 161
milljón króna á síðasta ári en það er um fjór-
falt meiri hagnaður en árið á undan þegar
hann nam 38 milljónum króna.
Tekjur félagsins námu 1,6 milljörðum
króna og jukust um 30 prósent á milli ára.
Um 80 prósent teknanna komu að utan.
Rekstrarkostnaður jókst um 20 prósent
yfir sama tímabil. Eignir Orfs námu 1.960
milljónum króna í lok 2018 og eigið féð
1.300 milljónum.
Hluthafar í félaginu eru 123 talsins. Stærstu
hluthafarnir eru FIVE Invest með 35,6 pró-
senta hlut, Zimsen með 13,8 prósenta hlut
og Torka með 9,9 prósenta hlut.
Í byrjun árs gekk Orf frá 520 milljóna
króna langtímafjármögnun frá Arion
banka í samstarfi við Evrópska fjárfesting-
arsjóðinn. Verður fjármagnið meðal ann-
ars nýtt til að sækja inn á Asíumarkað og
Bandaríkjamarkað. Helsta tekjulind Orfs er
húðvöru línan Bioeffect. – þfh
Hagnaður Orfs líftækni fjórfaldast
Mér hefur þótt áberandi
hvað margir
hafa fjallað um [orku-
pakka]málið í sumar
án þess að gera sér
grein fyrir því hvaða
lög gilda í landinu.
Birgir Tjörvi Pétursson,
hæstaréttarlögmaður
Frosti Ólafs-
son, forstjóri
Orfs
Nýverið var skipt um æðstu
stjórnendur í Arion banka. Aug
ljóslega er um kaf laskipti í lífi
bankans að ræða. Fráfarandi
forstjóri var við störf allt að því
frá hruni. Við taka menn sem getið
hafa sér gott orð í fjármálageir
anum á eftirhrunsárunum. Nýir
vendir sópa best, hugsa stjórnar
menn vafalaust. Ekki veitir af.
Ríf lega fjögur þúsund manns
starfa hjá fjármálafyrirtækjum
á Íslandi, rétt um 20% færri en
þegar mest var árið 2007. Stærð
bankakerfisins er einungis brot
af því sem það var á árunum fyrir
hrun. Auðvitað voru ástæður
fyrir því að bankastarfsmönnum
fækkaði ekki hraðar en raun bar
vitni strax eftir hrun. Bankarnir
voru allir skyndilega í ríkiseigu
og hagsmunir hins nýja eiganda
ekki einungis þeir að skila ábata
sömum rekstri. Stórkostlegt
atvinnuleysi í fjármálageiranum
hefði beinlínis haft skaðleg áhrif á
efnahagsbata eftir áfallið 2008.
Nú er staðan önnur. Tveir bankar
eru enn í ríkiseigu, Landsbankinn
og Íslandsbanki. Arion er eini
einkarekni viðskiptabankinn,
þótt stundum sé erfitt að greina
það þegar litið er til umfangs starf
seminnar og þess sem kostað er til.
Raunar mætti halda að Lands
bankinn væri einkabankinn sé
litið til rekstrarkostnaðar.
Við þessa, að mörgu leyti skiljan
legu, bankaoffitu bætast svo
hraðar tækninýjungar í geiranum.
Fjártæknibyltingin hefur þegar
gert marga starfsmenn óþarfa. Sú
þróun mun halda áfram og áger
ast. Í því samhengi hljóma áform
um nýjar höfuðstöðvar Lands
bankans hjákátlegar. Hvaða fólk
eiga þessi húsakynni að hýsa?
Hjá Arion einum starfa um átta
hundruð manns. Samkvæmt
öllum mælikvörðum er það allt
of mikið. Bankinn glímir sömu
leiðis við menningarvanda sem
ekki verður leystur á einni nóttu.
Nýir stjórnendur eru fengnir til að
leysa úr þessum viðfangsefnum og
vissulega eru þau ærin. Þeir hafa
erft fitubita sem ekki er ákjósan
legur til annars en djúpsteik
ingar. Skera þarf þá fitu af og gera
bankann tilbúinn til að takast á
við verkefni samtíðarinnar.
Nauðsynlegt er að þeir, og aðrir í
bankageiranum, fái vinnufrið til
nauðsynlegra aðgerða. Þær verða
ekki sársaukalausar, en viðskipta
lífi og samfélagi til bóta þegar öllu
er á botninn hvolft.
Bankaoffita