Breiðholtsblaðið - Nov 2018, Page 14
14 Breiðholtsblaðið NÓVEMBER 2018
Stefán Gíslason er nýr þjálfari meistaraflokks
Leiknis en hann gerði tveggja ára samning við
Leikni.
Stefán er flestum knattspyrnu áhugamönnum
ku n n u gu r . Han n á að bak i f a r sælan
atvinnumannaferill með liðum á borð við Bröndby,
Lyn og Viking Stavanger. Stefán hefur einnig leikið
rúmlega 30 A-landsleiki fyrir Ísland auk þess að
eiga fjöldann allan af yngri landsleikjum. Árið 2014
kom Stefán heim til Íslands þar sem hann lék eitt
tímabil með Breiðablik í Pepsi-deildinni. Eftir það
þjálfaði hann 2. flokk Breiðabliks áður en hann
tók við Haukum í Inkasso-deildinni og stýrði þeim
í 7. sæti deildarinnar árið 2017 en hætti störfum
eftir tímabilið.
Við bjóðum Stefán innilega velkominn
í Breiðaholtið og óskum honum góðs gengis á
komandi tímabili. Stefán Gíslason.
Stefán Gíslason þjálfar meistaraflokk Leiknis
√ Bókhald og fjármál
√ Húsfélagafundir
√ Mínar síður
√ Húsbók þjónustusaga húss
√ Auk annarrar þjónustu
Húsfélagaþjónusta
Eignaumsjón leiðandi í 17 ár
www.eignaumsjon.is
Tilvalin sumargjöf fyrir
dömur á öllum aldri
Fáanleg í 12 litum
í fullorðins- og barnastærð.
Nánar um sölustaði á facebook
Helstu útsölustaðir í Reykjavík
Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd
og Breiðhöfða, Lyf og heilsa; Granda,
Kringlu og Austurveri, Snyrtivöru-
búðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver,
Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek,
Urðarapótek.
Netverslanir Aha.is, Heimkaup og
Krabbameinsfélagið.
Tilvalin gjöf fyrir
Leiknir mun tefla fram meistaraflokki kvenna
á komandi tímabili. Fyrsta æfing hefur þegar
farið fram og voru um tuttugu stelpur mættar
á æfingar og nokkrar af þeim uppaldar í yngri
flokkum Leiknis.
Garðar Gunnar Ásgeirsson er þjálfari liðsins
en hann þarf vart að kynna fyrir Leiknisfólki
enda uppalinn Leiknismaður og hefur komið að
þjálfun meistaraflokks og yngra flokka Leiknis þó
nokkrum sinnum. Stefnan er að liðið keppi í 2.
deild kvenna í sumar og í Lengjubikarnum í vetur
og er mikill tilhlökkun bæði hjá Leikmönnum og
félaginu. Svo sannarlega gleðiefni og vonumst við
til að stelpurnar fá góðar móttökur í sumar. Garðar Gunnar Ásgeirsson.
Leiknir með meistaraflokk kvenna
Þangbakka 10 (MJÓDD) • Sími: 557-2053
Blóðsykursmæling og basar
í göngugötunni í Mjódd
Í dag fimmtudaginn 15. nóvember kl. 12-16
býður Lionsklúbburinn Engey upp á ókeypis
blóðsykursmælingar, í göngugötunni í Mjódd, sem
hjúkrunarfræðingar í klúbbnum annast.
Á sama tíma er klúbburinn einnig með
basar í göngugötunni til styrktar Styrktarfélagi
krabbameinssjúkra barna. Á basarnum verða til sölu
ljúffengar heimabakaðar kökur og brauð.
Lionsklúbburinn Engey