Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Side 15

Breiðholtsblaðið - nov. 2018, Side 15
15BreiðholtsblaðiðNÓVEMBER 2018 GETRAUNANÚMER ÍR ER 109 Fréttir Íflróttafélag Reykjavíkur Skógarseli 12 • Sími 587 7080 Tölvu póst ur: ir@ir.is Heimasíða: ir.is Fimm leikmönnum í 2. flokki karla hjá knattspyrnudeild ÍR hefur verið boðið að skoða aðstæður hjá stórliðnu Malmö FF í lok nóvember. Þessir leikmenn hafa allir tekið þátt í verkefnum á vegum KSÍ á síðastliðnu ári og vill sænska liðið fá þá í viku til sín í reynslu. ÍR hefur verið í samstarfi við Malmö FF eftir æfingaferð sem farin var vorið 2017. Þá sýndu Svíarnir ÍR-liðinu mikinn áhuga og í kjölfarið buðu þeir leikmönnunum fimm, Adam Thor- steinssyni, Braga Karli Bjarka- syni, Ívani Óla Santos, Kristjáni Jóhannessyni og Róberti Andra Ómarssyni, að koma og skoða aðstæður. Knattspyrnudeild ÍR óskar strákunum velgengni úti og er stolt af sínum mönnum. Deildin vonar að þetta samstarf verði hvatning fyrir iðkendur sína. Þessir fimm strákar frá ÍR eru að fara að skoða aðstæður hjá Malmö FF. Borgarráð samþykkti þann 8. nóvember sl. að gengið yrði að besta tilboðinu í fjölnota íþróttahús sem mun rísa á ÍR-svæðinu. Í kjölfar samþykktar borgarráðs verður gengið frá samningi við verktaka sem ljúka mun hönnun og hefja framkvæmdir. Þessi mikilvægi áfangi í uppbyggingu ÍR-svæðisins er með öðrum orðum að skila sér í höfn. Húsið samanstendur af fjölnota íþróttasal þ.e. hálfum knattspyrnuvelli auk æfingasvæðis fyrir frjálsar íþróttir í vesturenda hússins. Tveggja hæða hliðarbygging meðfram eystri langhlið salar. Í hliðarbyggingu er meðal annars gert ráð fyrir búningsaðstöðu, lyftingasal, geymslurýmum, tæknirými, salernisaðstöðu, aðstöðu fyrir áhorfendur og lyftu. ÍR fagnar þessum fréttum og gaman verður að fylgjast með uppbyggingu svæðisins. Fjölnota íþróttahús rís á ÍR-svæðinu Fimm leikmenn frá ÍR til Malmö FF. Ástrós Pétursdóttir úr ÍR náði frábærum árangri á Evrópumóti landsmeistara í keilu sem haldið var í Langen í Þýskalandi dagana 22. til 29. október. Ástrós komst í 16 kvenna úrslit en hún er fyrsta íslenska konan sem nær þeim árangri. Ástrós var í 19. sæti eftir fyrri keppnisdag en spilaði sig upp í 15. sæti á seinni keppnisdegi og inn í 16 kvenna úrslit þegar seinn 8 leikirnir voru leiknir í forkeppninni. Ástrós náði 1.499 seríu eða 192,6 í meðaltal í fyrri 8 leikjunum en náði að spila sig upp með góðum endaspretti í seinni 8 leikjunum með 1.582 seríu eða 197,8 í meðaltal en síðustu þrír leikirnir hjá henni voru 223 – 226 og 240 en besti leikur hennar var þó 268. Ástrós náði því miður ekki að komast áfram í úrslitakeppnina en 8 efstu komust áfram. Alls tóku 37 konur þátt frá 36 löndum. Sigurvegari mótsins í kvennakeppninni var Mai Ginge Jensen frá Danmörku en hún sigraði Eliisa Hiltunen frá Finnlandi í úrslitum. Ástrós Pétursdóttir. Ástrós í úrslit á ECC18 Árlegt Þorrablót ÍR verður haldið í íþróttahúsi Seljaskóla laugardagskvöldið 19. janúar nk. Veislustjóri kvöldsins verður Gísli Einarsson og hljómsveitin Bandmenn mun leika fyrir dansi. Miðasala hefst í ÍR-heimilinu mánudaginn 3. desember kl. 16:00. Seld verða heil tólf manna borð og hámark tvö borð seld til sama einstaklings. Verð fyrir mat og ball kr. 9.700.- Undirbúningur þessa stórviðburðar í hverfinu sem nú verður haldinn í áttunda skipti er í fullum gangi og stefnt á mikla stemmingu og gleði. Undirbúningsnefnd Þorrablóts ÍR skipa: Reynir Leví Guðmundsson formaður, Brynja Guðmundsdóttir, Brynjar Már Bjarnason, Fríða Rún Þórðardóttir, Hrannar Máni Gestsson, Matthías P. Einarsson og Rúnar G. Valdimarsson. Auk nefndarmanna koma á annað hundrað sjálfboðaliðar ÍR að undirbúning og framkvæmd blótsins eins og undanfarin ár. Þorrablót ÍR í undirbúningi ÁfRAM ÍR ALLTAF FULLT BORÐ AF FERSKUM FISKI OG FISKRÉTTUM Opið alla virka daga kl. 9 – 18:30. Tölvur og gögn ehf. þ e k k i n g o g r e y n s l a T& G PC & Mac Þarabakki 3, Mjódd 109 Reykjavík Sími: 696-3436 www.togg.is • Office 365 þjónusta • Gagnabjörgun og afritun • Umsjón tölvukerfa • Vefsíðugerð og umsjón • Tölvuviðgerðir • Tölvur og jaðarbúnaður HEiMASÍðA ÍR www.ir.is

x

Breiðholtsblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Breiðholtsblaðið
https://timarit.is/publication/1113

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.