Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 4

Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 4
Menningarhátíð Seltjarnarness fór fram á dögunum og var fjöldi veglegra, áhugaverðra og skemmtilegra viðburða í boði frá fimmtudegi til sunnudags. Undirbúningur stóð yfir í eitt ár og lögðu um þrjú hundruð manns sitt af mörkum til að gera hátíðina að veruleika og sem glæsilegasta. Það var formaður menningarnefndar, Sjöfn Þórðardóttir, sem setti menningarhátíðina á fimmtudagseftirmiðdag. „Menningarstarf er veigamikill þáttur í bæjarlífinu allt árið um kring, enda eflir það bæjarbrag og ímynd Seltjarnarness út á við. Tilgangur hátíðarinnar er að auki að brjóta upp hverdagsleikann, upplýsa, fræða, skemmta og virkja mannauðinn og ná til fólksins með samveru fjölskyldu og vina. Menning og listir gleðja augað, auka víðsýni okkar, skilning og auka sköpunargleðina sem býr innra með okkur öllum. Mikilvægt er því að hvetja börn og ungmenni til þátttöku í menningarviðburðum í þeim tilgangi að auðga líf þeirra og færa þeim góðar minningar, þekkingu og reynslu,“ ritar Sjöfn í kynningarbæklingi fyrir hátíðina. Margt var um manninn við setninguna og á hinum ýmsu viðburðum helgarinnar. Ljóst er að listalífið á Seltjarnarnesi er fjölskrúðugt og metnaðarfullt. 4 Nes ­frétt ir Menningarhátíð Seltjarnarness KOMDU MEÐ BÍLINN Í FRÍA TJÓNASKOÐUN Vottað réttinga- og málningarverkstæði GB Tjónaviðgerðir er réttinga- og málningarverkstæði vottað af Bílgreinasambandinu. Við tryggjum hámarksgæði með því að nota fyrsta flokks tækjabúnað og efni. Styðjumst við tækniupplýsingar framleiðanda um hvernig skuli staðið að viðgerð. Dragháls 6-8 • 110 Reykjavík sími 567 0690 netfang tjon@tjon.is • www.tjon.is Rétting og málning Við vinnum eftir stöðlum framleiðenda og notum aðeins viðurkennd efni og tækjabúnað sem stenst ítrustu kröfur. Smáviðgerðir Samhliða viðgerðum getum við skoðað ástand helstu slitflata og öryggisþátta, s.s. bremsur. Innréttingar / áklæði Tökum að okkur viðgerðir á sætum, innréttingum ofl. Bílaþvottur / djúphreinsun Bjóðum við upp á almennan bílaþvott, djúphreinsun, bón ofl. Frír þvottur fylgir öllum viðgerðum. Tjónaskoðun Við skoðum bílinn og undirbúum tjónamatið sem sent er til tryggingafélaga. Framrúðuskipti Skiptum um framrúður og önnumst annars konar rúðuskipti. Sjáum um öll rúðutjón jafnt límdar rúður sem og aðrar, ásamt glerhreinsun á bíl. Mössun / snyrting á lakki Við bjóðum upp á ráðleggingar og gerum tilboð í lakkmössun og blettanir. Dekkjaþjónusta Sparaðu tíma. Við getum skipt um dekk á bílnum á meðan hann er í viðgerð.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.