Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 19
www.seltjarnarnes.is
Menningarnefnd Seltjarnaress auglýsir eftir umsóknum frá listamönnum búsettum á Seltjarnarnesi
og/eða rökstuddum ábendingum um nafnbótina Bæjarlistamaður Seltjarnarness 2018.
Bæjarlistamaður Seltjarnarness skal vera reiðubúinn að vinna með menningarsviði bæjarins að því að
efla áhuga á list og listsköpun á Seltjarnarnesi og taka þátt í viðburðum bæjarins með það að leiðarljósi.
Í umsókninni skulu koma fram ítarlegar upplýsingar um náms- og starfsferil viðkomandi og hugmyndir
um á hvern hátt nýta eigi styrkinn við listsköpun.
Nafnbótinni fylgir starfsstyrkur að upphæð einni milljón króna. Umsækjendur eru beðnir um að haga umsóknum
í samræmi við reglur um Bæjarlistamann sem finna má á heimasíðu bæjarins www.seltjarnarnes.is.
Umsóknum og/eða ábendingum skal skilað á Bæjarskrifstofur Seltjarnarness, Austurströnd 2, 170 Seltjarnarnesi
merkt: „Bæjarlistamaður 2018“ eða á netfangið maria.b.oskarsdottir@seltjarnarnes.is fyrir 25. nóvember.
Menningarnefnd Seltjarnarness
Bæjarlistamaður
Seltjarnarness 2018
Í kosningum undanfarinna missera
hefur mikið verið rætt um stöðugleika.
Þá er oftast vísað til efnahagslegs stöðu-
gleika og hann er sannarlega mikilvægur
og til þess fallinn m.a. að verja aukinn
kaupmátt. Þá er efnahagslegur stöðu-
gleiki mikilvægur atvinnulífinu við áætla-
nagerð og jafnframt grundvöllur þess að
heimili og atvinnulíf hafi mátt og þor til að
hreyfa sig, vera skapandi og stuðla þan-
nig að nýsköpun, rannsóknum og þróun til
framtíðarhagvaxtar.
Stöðugt stjórnarfar
Í komandi kosningum verður kosið um
stöðugra stjórnarfar og þar hlýtur traust
að skipta öllu máli hverjum treystum við
fyrir þeim brýnu verkefnum sem liggja
fyrir, að styrkja heilbrigðis, samgöngu,
mennta og velferðarmál. Við Framsóknar-
menn teljum mikilvægt að nota hluta af
ríflegum afgangi ríkissjóðs til þess að fara
í þessi verkefni, samhliða því að greiða
áfram niður skuldir ríkissjóðs.
Til þess að ná þessu þurfum við sam-
hliða að efla samtalið og samvinnuna við
fólkið á vettvangi og bæta þannig alla
stefnumótun í þessum málaflokkum, ekki
hvað síst í heilbrigðismálum
Forvarnir og bætt
lýðheilsa
Fjölmargar rann-
sóknir staðfesta að
skipulagt íþrótta- og
æskulýðsstarf barna
og unglinga dre-
gur úr hvers konar
frávikshegðun og
hefur jákvæð áhrif
á sjálfsmynd þeirra,
heilsu og almenna
líðan auk þess sem aukin hreyfing dre-
gur úr sjúkdómum og hefur jákvæð
áhrif á skólastarf og vinnumarkað. Við
framsóknarmenn viljum endurgreiða
virðisaukaskatt til viðhalds og uppbyggin-
gar mannvirkja sem falla undir íþrótta- og
æskulýðsstarf. Það er hluti af forvörnum
á sviði heilbrigðismála, markmiðum um
bætta lýðheilsu og dregur til lengri tíma úr
álagi og kostnaði við heilbrigðiskerfið.
Við viljum taka þátt í félagshyggjustjórn
þar sem bætt lýðheilsa, forvarnir, íþrótta-
og æskulýðsstarf er meðal annarra brýnna
mála í öndvegi.
Willum Þór Þórsson, skipar 1. sæti á lista
Framsóknarflokksins í Suðvesturkjördæmi
Heilbrigð sál í hraustum líkama
Willum Þór
Þórsson.