Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 11
ekki upp við vondan draum. Okkur er trúað fyrir
dýrmætri náttúru á Nesinu og hún er ekki sjálfgefin. ”
Guðmundur Helgi segir vestursvæðin á Seltjarnarnesi
nánast einu svæðin sem enn eru óbyggð á stór
Reykjavíkursvæðinu og því verði að leggja alveg
sérstaka áherslu á vernda þau enda um friðlýst svæði
að ræða en það verði jafnframt að virða rétt íbúanna
til þess að njóta náttúrugæðanna. Þetta verður allt að
fara saman.
Þarf líka að huga að skipaumferðinni
“Hann segir að huga þurfi að fleiri þáttum þegar
kemur náttúruverndarmálum á Seltjarnarnesi,
það er ekki bara mannfólkið heldur líka stóraukin
skipaumferð út á flóanum sem kallar á annað
áhættumat og forvarnir. Náttúran verður að njóta
vafans og ég efast ekki um að Seltirningar vilja verja
sín landsvæði gegn hugsanlegri mengun sem og
ágangi sjávar.”
Súrrealískt að búa í gömlu mýrinni
“Árið 1996 festi ég kaup á fokheldu húsnæði í
Eiðismýrinni og lauk við byggingu þess. Ég flutti aftur
á gamla leiksvæðið mitt sem var svo fast í minni. Í
gömlu skurðina þar sem við strákarnir lékum okkur
svo oft fyrr á árum en þá voru kindur og kýr þar á
beit.” Guðmundur Helgi segir forréttindi felast í að
búa á Seltjarnarnesi. Þar erum við laus við mestu
traffíkina sem einkennir Höfuðborgarsvæðið. En við
verðum líka að horfast í augu við þá staðreynd að
að Ísland er bílasamfélag. Því verður ekki breytt í
einni svipan. Ég hef til dæmis ákveðnar efasemdir
um svokallaða borgarlínu eftir veru mína í Sviss.
– sveitarfélögin standa ekki nægilega vel til þess
að leggja í þær fjárfestingar og óvíst hvort að þær
verði nægjanlegar arðbærar til skamms tíma en
við þurfum að halda áfram að huga að skapandi
lausnum í samgöngumálum.” Guðmundur Helgi
segir að fyrir um tveimur áratugum hafi varla nokkur
samgönguvandamál þekkst en það hafi breyst á
umliðnum árum. “Það þrengir að Seltirningum
og við sjáum vandamálin víða, á Nesveginum,
Hofsvallagötunni, Eiðsgrandanum og Mýrargötunni.
Þar sem umferðartregða er til staðar þar er spenna
og neikvætt andrúmsloft. Það er klárt mál að bíllinn
er þarfasti þjónn okkar Seltirninga þegar kemur að
samgöngum, tölur vegagerðarinnar tala sínu máli í því.”
Verður eftirsótt að búa á Seltjarnarnesi
Guðmundur Helgi snýr sér að öðru. “Það
verður áfram eftirsótt að búa á Seltjarnarnesi
enda þjónustustigið nokkuð gott og langt í frá að
hér búi bara þiggjendur sem fái alla sína þjónustu
frá Reykjavík. Því fer fjarri og það gleymist oft
í umræðunni að margir Seltirningar skilja eftir
verðmæt skattspor í henni Reykjavík og kaupa þar
fullt af þjónustu og reka jafnvel fyrirtæki þar. Menn
verða að horfa á heildarmyndina og allar hugmyndir
um sameiningu ganga þvert á reynslu mína frá Sviss
þar sem litlar stjórnsýslueiningar eru í hverri borg til
þess að tryggja íbúunum þjónustuna í nærumhverfi.
Það er samt ekki sjálfgefið að það gangi alltaf upp
og eðlilegt að sveitarfélögin vinna saman að stærri
hagsmunamálum. Það verður áfram eftirsótt að búa
á Seltjarnarnesi og ég sé ekki annað í kortunum en
að mannlíf haldi áfram að dafna vel hérna hjá okkur
en við búum við takmörkuð landgæði, þéttbýli
og mikla umferð inn og út á nesið og það er ein
helsta áskorun okkar.”
Nes frétt ir 11
Guðmundur Helgi með Samuel Schmid
fyrrum forseta Sviss í höfuðstöðvum FIVB,
alþjóðablaksambandinu í Lausanne. Myndin
var tekin árið 2009.
www.n1.is facebook.com/enneinn
Hjólbarðaþjónusta N1
Bíldshöfða 440-1318
Fellsmúla 440-1322
Réttarhálsi 440-1326
Ægisíðu 440-1320
Langatanga Mosfellsbæ 440-1378
Reykjavíkurvegi Hafnarfirði 440-1374
Grænásbraut Reykjanesbæ 440-1372
Dalbraut Akranesi 440-1394
Réttarhvammi Akureyri 440-1433
Opið
mán –fös kl. 08-18
laugardaga kl. 09-13
www.n1.is
Michelin X-ICE
Hljóðlát og naglalaus vetrardekk
Ný APS gúmmíblanda tryggir
gott grip í kulda og hita
Frábærir aksturseiginleikar
Michelin X-ICE NORTH
10% styttri hemlunarvegalengd á ís
Færri naglar en meira grip
Aukið öryggi og meiri virðing
fyrir umhverfinu
Michelin Alpin 5
Endingargóð naglalaus vetrardekk
Sérhönnuð fyrir fjölskyldu-
og borgarbíla
Mikið skorið og stefnuvirkt
mynstur sem veitir frábært grip
við erfiðar aðstæður
Pantaðu tíma fyrir dekkjaskiptin
á www.n1.is
Við dekkum
veturinn
af öryggi
Alltaf til staðar
Guðmundur Helgi ásamt fjölskyldunni.