Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 22

Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 22
22 Nes ­frétt ir www.grottasport.is Grótta átti flotta fulltrúa á Hæfileikamóti drengja og stúlkna sem KSÍ hélt í byrjun mánaðarins. Á Hæfileikamótinu koma saman frambærilegir leikmenn frá öllu landinu og er hópnum skipt í nokkur lið sem spila hvert á móti öðru. Þær Margrét Rán Rúnarsdóttir og María Lovísa Jónasdóttir tóku þátt á Hæfileikamóti stúlkna á Akranesi 13 til 14. október og stóðu sig báðar með prýði. Stöllur þeirra úr KR, þær Alma Gui Mathiesen og Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir léku einnig á mótinu. Helgina áður voru þeir Grímur Ingi Jakobsson, Krummi Kaldal og Orri Steinn Óskarsson í eldlínunni á Hæfileikamóti drengja en auk þess fékk KSÍ Gróttuþjálfarana Magnús Örn Helgason og Óskar Hrafn Þorvaldsson til að stýra liðum á mótinu. Þeir Grímur, Krummi og Orri þóttu standa sig það vel að þeir tryggðu sér allir sæti í æfingahóp U15 ára landsliðsins sem leikur æfingarleiki við Færeyjar í lok mánaðarins. Grótta á Hæfileikamóti KSÍ GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is Fann ey Hauks dótt ir varði Evr ópu meist ara titil sinn í bekkpressu í -63 kg. flokki á La Manga á Spáni á laug ar dag inn. Fann ey hef ur orðið Evr ópu meist- ari í grein inni síðustu þrjú ár, sem er frábær ár ang ur. Fann ey lyfti 155 kíló um strax í fyrstu lyftu og nægði það til sig- urs. Hún reyndi tví veg is við 160 kíló, sem hefði verið henn ar besti ár ang ur og þar með nýtt Íslands- og Norður landa met, en það tókst ekki að þessu sinni. Fann ey kepp ir ekki meira á ár inu, en hún ætl ar að æfa vel á næstu vik um og mánuðum fyrir næstu mót á nýju ári. Þess má geta að hún er dóttir hjónanna, Hauks Geirmundssonar íþróttafulltrúa bæjarins og Guðrúnu Brynju Vilhjálmsdóttur. Fanney áfram Evr ópu meist ari Óskar Hrafn Þorvaldsson var á dögunum ráðinn sem þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá Gróttu. Hann tekur við liðinu af Þórhalli Dan Jóhannssyni sem stýrði liðinu í sumar. Óskar er Gróttufólki að góðu kunnur en hann hefur þjálfað hjá yngri flokkum félagsins í tvö ár við góðan orðstír. Óskari til aðstoðar verður Halldór Árnason sem gekk til liðs við þjálfarateymi Gróttu í haust þegar hann réði sig sem þjálfara 2. og 5. flokks karla. Halldór er ekki ókunnugur Nesinu en hann spilaði á sínum tíma 45 meistaraflokksleiki fyrir Gróttu. Það verður sannarlega spennandi að fylgjast með ungu Gróttuliðinu í höndum þeirra Óskars og Halldórs á næstu mánuðum. Óskar Hrafn tekur við meistaraflokki karla Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud. Þriðjud. og miðvikud. 13:00-14:30 Fimmtudaga 13:00-14:30 og 17:00-19:30 Föstudaga 13:00-14:30 Laugardaga og sunnudaga 13:00-17:00 Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. Óskar Hrafn Þorvaldsson. Sími: 511 1188Nesfréttir

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.