Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 6

Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 6
6 Nes ­frétt ir Bílasmiðurinn hfBarnabílstólar í úrvali Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík - Sími: 567 2330 - www.bilasmidurinn.is Höfundakynning verður haldin í Bókasafni Seltjarnarness þriðju- daginn 21. nóvember nk. Meðal þeirra sem þar koma fram er Sólveig Pálsdóttir rithöfundur en ný bók eftir hana, Refurinn, er væntanleg í verslanir um næstu mánaðamót. Nesfréttir náðu tali af Sólveigu til að forvitnast aðeins um nýju bókina. Þú hefur búið lengi á Seltjarnarnesi og tekið virkan þátt í menningarstarfi hér. Kemur Nesið eitthvað við sögu? „Reyndar ekki,“ svarar Sólveig brosir út í annað. „Sögusviðið er eins ólíkt sléttlendi Seltjarnarness og hugsast getur. Hvassir tindar og brattar skriður einkenna staðinn sem gegnir lykilhlutverki í Refnum en sögusviðið er austur í Lóni, á Höfn í Hornafirði og í Reykjavík. Líf Guðgeirs hefur breyst Koma persónur úr fyrri bókunum þínum við sögu? „Já, þó nokkrar svo sem Guðgeir og Særós en Guðgeir starfar nú tímabundið sem öryggisvörður á Höfn á meðan hann jafnar sig á áföllum í starfi og einkalífi. Líf hans hefur tekið algjörum stakkaskiptum á stuttum tíma. Áður var hann hamingjusamlega giftur fjölskyldufaðir og farsæll yfirmaður í lögreglunni en nú reynir hann að láta dagana líða og láta lítið á sér bera. Hann dregst inn í óvænta atburðarás þegar ung erlend kona hverfur sporlaust þarna fyrir austan. Þó að fólk segist hafa hitt konuna er engu líkara en að hún hafi aldrei verið til. Inni í Lóni, á bænum Bröttuskriður, býr kona með fullorðnum syni sínum. Bæði eiga þau sér sérstaka fortíð sem er sveipuð dulúð líkt og umhverfið. Líf þessa fólks fléttast saman með óvæntum hætti. Þetta er spennusaga Er þetta glæpasaga líkt og fyrri bækurnar? „Ja, þetta er spennusaga. Mér þykir gaman að skrifa slíkan texta, keyra upp eigin hjartslátt og ég vona innilega að mér takist að fá blóðið til að renna hraðar í öðrum líka. Refurinn er með nokkuð óvenjulega uppbyggingu og er kannski ekki hefðbundin glæpasaga heldur sálfræðileg spennusaga, eins og einn þeirra sem las yfir handritið orðaði það. Persónurnar mótuðust í huga mér tiltölulega snemma en það tók mig nokkurn tíma að finna réttan tón fyrir söguna. Kannski vegna þess að sögusviðið er að hluta til í Lóninu og mér þykir vænt um þann stað. Bröttuskriður eru þó ekki til í alvörunni, sagan er skáldskapur frá upphafi til enda, og persónur eiga sér enga stoð i raunveruleikanum. Ég verð að nefna þetta því þegar fyrsta bókin mín, Leikarinn, kom út var ég spurð að því í beinni útsendingu í útvarpi hvort leikari sem kemur við sögu ætti sér raunverulega fyrirmynd. Mér brá því það er svo fjarri lagi. Svarið var nei og aftur nei. Sama á við um Refinn sem varð eingöngu til í kollinum á mér.“ Hvernig skrifar þú - byrjarðu á að úthugsa plottið og hvernig vinnurðu? „Ég hef óljósa hugmynd um plottið þegar ég byrja en kveikjur að bókunum mínum hafa hingað til verið persónur og ákveðið andrúmsloft sem ég vil fanga. Ég hef endalausan áhuga á margbreytileika mannlífsins og hvað það er sem mótar manneskjuna. Það er stöðug áskorun að flétta saman marga þræði svo úr verði heillegt verk. Smám saman taka hugmyndirnar á sig mynd sem styrkist við hverja yfirferð. Þetta er mikil vinna því ekkert verður til af engu og maður verður að temja sér mikinn sjálfsaga til að endast við tölvuna. En á meðan skrifin veita mér ánægju og ég hitti glaða lesendur held ég áfram. Bækurnar þínar hafa fram að þessu komið út á vorin en nú ertu komin í jólabókaflóðið. Hvernig leggst það í þig? Samkeppnin er hörð en ég vona það besta. Satt að segja trúi ég því að bóksala verið mikil og vona innilega að landsmenn lesi sem allra mest um jólin, já og bara alltaf. Áfram lestur og áfram bækur. Sólveig Pálsdóttir sendir nýja spennusögu frá sér - verður kynnt á höfundakynningu 21. nóvember n.k. Sólveig Pálsdóttir, rithöfundur, Refurinn, ný bók eftir Seltirninginn Sólveigu Pálsdóttur.

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.