Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 23
Nes frétt ir 23
Hvað met ur þú mest í fari ann arra?
Heiðarleika og samkennd.
Hvern vild ir þú helst hitta?
Barack Obama.
Uppáhalds vefsíða? facebook.com
Hvað vild ir þú helst fá í af mæl is gjöf?
Uppstoppaðan fugl.
Hvað mynd ir þú gera ef þú ynn ir
10 millj ón ir í happ drætti? Bjóða
kjarnafjölskyldunni og mömmu “gömlu”
í siglingu umhverfis jörðina.
Hvað mynd ir þú gera ef þú vær ir
bæj ar stjóri í einn dag? Setja á laggirnar
nefnd sem myndi grandskoða þann möguleika
hvort ekki væri fjárhagslegur grundvöllur
til að koma á ferðatengdri starfsemi í hinu
svokallaða “Lækningaminjasafni” þar sem
helsta aðdráttaraflið yrði náttúra og umhverfi
Seltjarnarness. Í því sambandi væri ekki ólíklegt
að við fjölskyldan gætum lagt okkar að mörkum
þar sem við eigum nokkuð veglegt safn
náttúrugripa eins og fjölda uppstoppaðra fugla.
Að hverju stefn ir þú í fram tíð inni?
Hvað áhugamálið varðar að þá stefni ég á
að bæta mig í fuglaljósmyndun og fjölga í
náttúrugripasafninu!
Hvað gerðir þú í sumarfríinu?
Margt og mikið og sem dæmi má nefna þá fór
ég á Þjóðhátíð í Eyjum í fyrsta skipti á lífsleiðinni
og mun klárlega endurtaka það á næsta ári!
Seltirningur mánaðarins að þessu sinni er
Ólafur Gunnar Sæmundsson. Eiginkona
Ólafs er Hjálmfríður Kristinsdóttir og eiga
þau þrjú börn. Helsta áhugamál Ólafs
tengist fuglum og má í því sambandi geta
þess að hann hefur verið nokkuð duglegur
að setja inn fuglamyndir á fésbókarsíðuna
“Íbúar á Seltjarnarnesi”.
Fullt nafn? Ólafur Gunnar Sæmundsson.
Fæð ing ar d. og ár? 10. september, 1961.
Starf? Stundakennari við Háskóla Reykjavíkur
og næringarráðgjafi fyrirtækisins Skólamatur.
Höfundur bókarinnar Lífsþróttur, næringarfræði
fróðleiksfúsra en 3. útgáfa bókarinnar var
tilnefnd til viðurkenningar Hagþenkis árið 2015.
Farartæki? Toyota Avensis.
Helstu kostir? Reyni að vera jákvæður
og áreiðanlegur og tel mig búa yfir ágætum
frumleika.
Eft ir læt is mat ur? Lambalæri með
fjölbreyttu meðlæti og drukkið með malt og
appelsín. Súkkulaðiís í eftirrétt.
Eftirlætis tónlist? Tónsmíðar Pink Floyd
í miklu uppáhaldi og ég man t.d. vel hve
heillaður ég var af hinni stórkostlegu tónsmíð
sem finna má á hljómplötunni “Dark side of the
moon” þegar ég hlustaði á hana fyrst þá 15 ára
gamall nemandi við Skógaskóla.
Eft ir læt is í þrótta mað ur?
Frjálsíþróttakappinn Sæmundur Ólafsson.
Skemmti leg asta sjón varps efn ið?
Game of Thrones.
Besta bók sem þú hefur lesið?
Lífsþróttur, næringarfræði fróðleiksfúsra.
Uppáhalds leikari? Tom Hanks.
Besta kvik mynd sem þú hef ur séð?
The Shawshank Redemption.
Hvað ger ir þú í frí stund um þín um?
T.d. eyði ég drjúgum tíma í ljósmyndun og
vinnslu mynda.
Fallegasti staður sem þú hefur komið
á? Ásbyrgi.
SELTIRNINGUR MÁNAÐARINS
Gólfhitakerfi
Ekkert brot ekkert flot
• Þægilegur hiti góð hitadreifing
• Hitasveiflur / Stuttur svörunartími
• Aðeins 12mm þykkar hitadreifiplötur
• Fljótlegt að leggja
• Ekkert brot ekkert flot
• Dreifiplötur límdar beint á gólfið
• Gólfefni lagt beint á dreifiplötur (flísar, parket)
• Hentar vel í eldra húsnæði jafnt sem ný hús og
sumarhús
• Flooré gólfhitakerfi er einfalt, fljótlegt og
þægilegt
Skemmuvegur 10 (blá gata) 200 Kópavogur
Sími 567 1330 Fax 567 1345 www.hringas.is
Krían er í miklu uppáhaldi hjá Ólafi Gunnari Sæmundssyni.
www.borgarblod.is
Nesfréttir