Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 12

Nesfréttir - okt. 2017, Blaðsíða 12
12 Nes ­frétt ir Lionsklúbbur Seltjarnarness afhenti félaginu Vigdísi - vinum gæludýra á Íslandi veglegan styrk í verkefnið Lesið fyrir hund 30. september. Félagið Vigdís sem stofnað var árið 2013 er aðili að lestrarverkefninu R.E.A.D – Reading Education Assistance Dogs sem starfar um allan heim með um fjögur þúsund sjálfboðaliðum. Markmið félagsins er að efla læsi barna með því að hvetja þau til yndislesturs. Lestrarstundir með hundi hafa reynst börnum vel, hundurinn er góður hlustandi sem að gagnrýnir ekki barnið meðan á lestrinum stendur, heldur hjálpar því að slaka á og liggur rólegur á meðan lesið er. Sjálfboðaliðinn sem á hundinn ræðir síðan við barnið um innihald sögunnar til að aðstoða og tryggja betri lesskilning. Verkefnið Lesið fyrir hund hefur verið starfrækt á bókasöfnum og í skóla og býðst nú börnum að koma og lesa fyrir hund á bókasafni Seltjarnarness. Þess má geta að fólk gengur ekki beint inn í safnið með heimilishundinn til þess að lesa fyrir hann heldur þarf málið ákveðinn undirbúning. Væntanlegir þátttakendur þurfa að skrá sig á netfangið sigridurgu@nesid.is eða í síma 595 9172 þar sem hægt er að nálgast nánari upplýsingar. Lionsmenn styrkja verkefnið “Lesið fyrir hund” Myndin var tekin þegar Örn Johnson afhendir Margréti Sigurðardóttir styrkinn, á myndinni eru Ragnheiður Elín Clausen, Sigríður Bíldal, Margrét Sigurðardóttir frá félaginu Vigdís og Örn Johnson frá Lionsklúbbi Seltjarnarnes. Sigríður Bíldal með hundinn Viðja og Rósalind að lesa fyrir hundinn. ÓÐINSGÖTU 1, REYKJAVÍK Ný heimasíða: www.systrasamlagid.is www.facebook.com/Systrasamlagid Sími: 511 6367 AFGREIÐSLUTÍMI: Mán. - fös.: 9:30 - 18. Laugardagar: 11 - 17. MANDUKA SKARA ENNþá FRAM úR ! Taj Mahal jógadýnanna. 6 tegundir jógadýna og fylgihlutir. Hvaða orð eru þér kær? Enn meira úrval af fallegum Möntru Armböndum. Í silfri, gulli og rósagulli. FLJÓTUM Í SKAMMDEGINU! Leitum inn á við með Flothettunni. Verð: 16.400 kr. Í netsölu á www. systrasamlagid.is HM HAFRAGRAUTUR ALLA MoRGNA! Í boði alla virka morgna og í hádeginu. Lífrænn, glútenlaus og spíraður. VIRDIAN ER FREMST MEÐAL JAFNINGJA D-vítamín úr trjásveppi Sjö daga sykurhreinsun Lífræn regnbogasilungsolía Frábær fjölvítamínblanda Magnesíum sítrat. B12, B6 og allt hitt. Bregðum birtu á skammdegið!

x

Nesfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.