Nesfréttir - jun. 2019, Side 14

Nesfréttir - jun. 2019, Side 14
14 Nesfrétt ir G r ó t t u s í Ð a n www.grottasport.is Sími: 588 9705 www.skautaholl.is Opnunartímar: Mánud. Þriðjud. og miðvikud. 13:00-14:30 Fimmtudaga 13:00-14:30 og 17:00-19:30 Föstudaga 13:00-14:30 Laugardaga og sunnudaga 13:00-17:00 Skólar og sérhópar: Mánudag til föstudags 10:00 til 15:00. Meistaraflokkur kvenna hélt til Bosön í Svíþjóð í æfingaferð dagana 5. til 10. júní. 20 leikmenn, einn liðsstjóri og þrír þjálfarar héldu í ferðina snemma á miðvikudagsmorgni. Í Bosön beið hópnum frábær aðstaða, gervigrasvöllur, styrktarsalur, fjölbreytt og hollt fæði og skemmtileg kojustemning. Veðrið lék við hópinn, sólin skein og kannski full heitt fyrir suma, að minnsta kosti á meðan æfingum stóð. Hópurinn nýtti tímann vel og æfði sjö sinnum á fimm dögum, fór og fylgdist með leik Svíþjóðar – Möltu, spókaði sig um í miðbæ Stokkhólms og liðsfundirnir voru einnig ófáir. Ferðin gekk vel í alla staði og er hópurinn enn tilbúnari í átök sumarsins, þéttari sem nokkru sinni fyrr. Meistaraflokkur kvenna í æfingaferð í Svíþjóð Þær Rakel Lóa og Tinna Brá hafa verið valdar í hóp sem tekur þátt í úrtaksæfingum U15 ára landsliðs kvenna dagana 11.-15. júní. Þær eru báðar á yngra ári í 3. flokki kvenna en eru lykilleikmenn í A-liði flokksins. Tinna Brá spilaði í markinu hjá meistaraflokki kvenna í allan vetur en Rakel Lóa hefur einnig verið að spila með meistaraflokki. Það verður spennandi að fylgjast með þessum stelpum í sumar sem og í framtíðinni. Til hamingju stelpur! GETRAUNANÚMER GRÓTTU ER 170 Rakel Lóa og Tinna Brá í úrtakshópi U15 ára landsliðs kvenna

x

Nesfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nesfréttir
https://timarit.is/publication/1112

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.