Brautin - 15.12.1998, Side 6

Brautin - 15.12.1998, Side 6
BRAUTIN 6 Jólí Vestmannaeyjum Framhald maður, sem Arnbjöm hét, besta hjú, trúr og hollur og þrekmaður hinn mesti. Eitt sinn, er Fúsi hafði lengi elt ólamar við föður minn, sagði faðir minn við Bjössa, sem þar var nærstaddur: “Það vildi ég, Bjössi, að þú hefðir einhver ráð að losa mig við hann Fúsa.” Bjössi brosti tók Fúsa undir handarkrika sinn og labbaði með hann út. Við strákar vorum forvitnir og langaði að sjá hvaðe Fúsi yrði einangraður, og fylgdum því eftir. Bjössi fór með Fúsa að fiskikró, sem faðir minn átti niður við sjó, strönglaði hann þar í bátssegli og batt að, lagði hann þar á þægilegan stað, og þar í þessum umbúðum svaf Fúsi úr sér. Sótti Bjössi hann undir kveld og var Fúsi dálítið sneyptur, er heim kom. Unglingarnir neyttu yfir höfuð ekki áfengis og kvenfólk heldur ekki, svo teljandi væri. Þó vom hér í þann mund nokkrar eldri konur frá svörtustu brennivíns- öldnni, fyrri hluta aldarinnar, sem voru vínhneigðar og sáust stundum ölvaðar. Ein þessara kvenna var gömul kona, niðursetningur hjá foreldrum mínum, Þóra að nafni, ekkja eftir Bjarna, nefndan “knálega”. Sumir af vinnumönnunum höfðu gaman af að gefa henni viðbragð um jólin. Varð það stundum og mikið. Kerling svaf í lokrekkju á miðlofti. Gekk hún flest kvöld snemma til hvílu. Jól nokkur var hún við vín, svo að ekki var á bætandi, en þá hafði einn af piltunum gefið henni drjúgan ábæti af sterku rommi, en þegar kerling hafði sopið út, heyrðum við að hún hrópaði ”Það logar upp úr mér!” Hljóp þá til maður sá, er gefið hafði henni rommið og greip þar af diski kerlingar kaldan gulrófu- kolfing og tróð honum upp í hana, til þess að kæla kokið. Hægðist þá þeirri gömlu svo við þessa einkennilegu aðgerð, að hún sofnaði vonum bráðar. Föður minn sá ég aldrei bragða áfengi, enda var hann ávallt í bindindisfélagi því, sem hinn merki prestur og ágætis maður, séra Brynjólfur Jónsson á Ofanleiti, stofnaði hér árið 1864 og veitti til æviloka 1884. Kom hann hingað þá þeim tíma, þegar ofdrykkja var hér í algleymingi, og tókst honum með fádæma fórnfýsi, samfara einbeittum vilja á því að bæta úr þessu böli að brjóta hér hinn bitrasta brodd þessa þjóðar- ósóma. I félagi þessu voru oft 50-70 manns. Lagði Brynjólfur fyrst aðaláhersluna á það að fá í þennan félagsskap ráðandi menn héraðsins og bændur, en síðan unglinga, jafnóðum og fermdir höfðu verið. Starf hans hér, bæði utan kirku og innan, mun seint metið að verðleikum, enda var hér almenn héraðssorg og söknuður, er hann féll frá Jólafriður Ég hef nú lokið að mestu þessum pistli mínum og á aðeins eftir kveðjuorðin: -A jólunum verða eflaust allir eða flestir á einhvern hátt varir þess, að það er hönd friðar og blessunar. sem að okkur er rétt. Við, hinir eldri, erum margir tregir og hikandi að taka í þessa framréttu friðarhönd, en börnin þau rétta fram hendur sínar til þess að ná í þessa hönd, með þá hugsun eina að halda í hana - ævilangt. Þess vegna njóta þau einnig í dimm- asta skammdeginu birtunnar frá jólaljósinu, hugsa hinar fegurstu og hreinustu jólahugsanir og leggjast út af og sofna í sælum friði, von og gleði jólanna. Gjafahfkitt kr. 6.900,- Gildir fyrir tvo> Sœtutykitt (Ein nótt) Kr. 12.500,- Gildir fyrir tvo Sparitykill (Fjórar nætur í miðri viku) Kr. 29.800,- Gildir fyrir tvo HetgartykHt (fostudagur til sunnudags 2 nætur) kr. 22.800,- Gildir fyrir tvo* HVunndaqstykHl (Tvær nætur í miðri viku) Kr. 19.600,- Gildir fyrir tvo- *Innnifalið í öllum lyklum öðrum en Gjafalykli: Gisting, morgunverður af hlaðborði og þríréttaður kvöldverður hússins. **Innifalið: Gisting og morgunverður af hlaðborði. SencCum 'Vevtmannaeyíngum 6estu óskír um gCeðíCeg jóCog farsæCt komancCí dr með fökkýyrír víðskíptín á Cíðnum árum. TCcCrí óorgarar úr Tyjum, sjáumst firess og kát á sparícCögum í Vor Bjóðum uppá raðgreiðslur, póstkröfur og viðskiptanet Sölustaðir: Reykjavík: Lykilhótel Cabin sími: 511 6030 og fax: 511 6031 Hveragerði: Lykilhótel Örk sími: 483 4700 og fax: 483 4775 Hótet Örk, Hótet Norðurtand, Hótet Uathött, Hótet Cabin, Hótet Garður oq Hótet Mýóatn lítum viðyfir árið sem er að líða 1 I febrúar var heimasíða | Sparisjóðsins opniiö, slóðin er 1J www.eyjar.is/sparisjodur/ \ s I apríl opnuðum við hraðbanka í fÉÁ í Goðahrauni, sem er til (y? mikils hægðarauka fyrir alla korthafa. í júlí beintengdist Sparisjóðurinn Verðbréfaþingi íslands, sem gerir öll kaup og sölu , hlutabréfa mun auðveldari. í desember tökum við í notkun nýtt afgreiðslukerfi hjá Sparisjóðnum. IJpgl | Gott ogfarsœlt komandi ár Starfsfólk og stjórn Sparisjóðs Vestmannaeyja Góð heilsa gulli betri Sendum Vestmannaeyingum bestu óskir um gleðileg jól farsælt komandi ár HEILSUSTOFNUN N.F.L.Í. HVERAGERÐI

x

Brautin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.