Brautin - 15.12.1998, Side 11
BRAUTIN
11
„Það þekkti mig enginn
- Ekki einu sinni eiginmaíurinn
Heiðurshjónin Unnur og Sigfús á 80 ára afmæli Unnar
Ekki er það á mínu færi að
rekja lífshlaup Unnar, enda
verður það heldur ekki gert í
þessum skrifum. Fyrir jólin
1982 tók undirritaður viðtal við
Unni, sem birtist í jólablaði
Brautarinnar það ár. Langar mig
meðal annars til að nota það við-
tal í skrifum þessum.
Viðtalið snérist um þátttöku
Unnar í leiklistinni í tilefni þess
að um þau jól ætlaði Leikfélag
Vestmannaeyja að frumsýna
Eldfærin, það kunna verk eftir
H. C. Andersen. Þarna var ekki
verið að tala um neinn
smáviðburð, því um heimsfrum-
sýningu var að ræða, enda hafði
verkið aldrei fyrr verið sett á
svið í leikritsformi. Þar sem svo
var ekki, var ekki til neitt hand-
rit fyrir slíka uppsetningu og var
Unnur fengin til verksins, sem
og að leikstýra því.
Fyrsta hlutverkið árið
1950
Strax í sínu fyrsta hlutverki
sló Unnur í gegn og varð engin
breyting þar á í þeim hlut-
verkum sem á eftir komu. Það
eru eflaust margir sem muna
eftir henni í þessu fyrsta hlut-
verki sínu, en það var í
Kinnahvolssystrum sem frum-
sýnt var 22. september 1950.
Þar lék hún Ulrikku. Síðan lék
hún í hverju verkinu af öðru og
oft fleiri en eitt hlutverk í sama
verki. Ógjörningur er að halda
tölu á öllum þeim verkum sem
Unnur lék í, í gegnum tíðina,
hvað þá hversu mörg hlutverk
hún lék.
Leikstjórinn Unnur
Leikritið Eldfærin var sjötta
leikritið sem Unnur leikstýrði á
ferlinum og voru þá ekki með-
talin þau smærri verk sem
tilheyrðu Þjóðhátíð, afmælishá-
tíðum félagasamtaka og kvöld-
vökur svo eitthvað sé nefnt. Þau
leikrit sem Unnur hafði áður
leikstýrt voru: Hart í Bak eftir
Jökul Jakobsson, Skjaldhamra
eftir Jónas Arnason, Nornin
Baba Jaga eftir Jewgeni
Schwarts, Mjallhvít eftir M.
Kaiser og Aumingja Hanna eftir
Kenneth Horne.
Fyrir 16 árum
Ég læddi mér um daginn í kaffi-
sopa til Unnar og vildi forvitnast
örlítið um ætlan hennar að verða
sú fyrsta og eina í heiminum
sem færir Eldfærin í leikrits-
form: Það fyrsta sem hljómaði
þegar inn var komið var hin
margfræga setningin, viltu
kleinu. Þeim kosti var ekki hægt
að neita, því hvergi gerast klein-
umar betri.
Unnur hefur orðið
Já nú finnst þér náttúrulega að
kerlingin sé komin með mikil-
mennskubrjálæði, að ætla sér að
ráðast í að semja handrit til
uppsetningar á sviði upp úr
Eldfærunum eftir H.C. Ander-
sen... Þetta er búið að vera
feikilega mikil vinna og má
segja að það hafi tekið sex vikur
að ganga frá handritinu, í stærst-
um dráttum, upp úr sögu sem
maður er tíu mínútur að lesa.
Þau eru sennilega orðin vitlaus á
mér, það þurfti alltaf að vera að
breyta og lagfæra eftir að æfing-
ar hófust. Þetta er ekki hægt
nema með úrvalsfólki, eins og
mannskapurinn er hjá Leikfélagi
Vestmannaeyja. Ef ég væri að
byrja verkið núna, er ég viss um
að eitthvað yrði öðruvísi. Það er
aldrei hægt að ná þessu alveg
eins og manni hefði þótt best,
svona eftir á. Þetta er búið að
vera erilsamur tími, eins og sá
tími ávallt er, sem fer í leiklist-
ina, en honum er vel varið.
Á bólakaf aftur
Ég hef oft verið að hugsa það
eftir hvert úthald, að nú sé rétt
að draga sig í hlé og hætta, en sú
skoðun hefur ávallt staðið stutt,
því áður en vitað er af, þá er
maður kominn á bólakaf í þetta
aftur og sér ekki eftir einni
einustu mínútu af þeim tíma
sem í það fer. Jú ég leikstýri
leikritinu, auk þess að leika
nornina, en hún er nú drepin í
fyrsta þætti, svo öllum ætti að
létta.
Það þekkti mig enginn,
ekki einu sinni eigin-
maðurinn
Nú byrjaðir þú að leika fyrir
32 árum síðan, hvernig atvik-
aðist það? Það var nú eiginlega
þannig að ég kom fram árið áður
en ég lék mitt fyrsta hlutverk hjá
Leikfélagi Vestmannaeyja, á
Árshátíð hjá Tý. Það tók nú
reyndar nokkurn tíma að fá mig
til þess að koma fram og þá með
því skilyrði, að mín væri hvergi
getið í leikskrá, og að ég yrði að
vera illþekkjanleg. Þetta tókst
svo vel að ekki einu sinni eigin-
maðurinn þekkti hver ég væri.
Þannig hófst það.
Edie í Þokunni
eftirminnilegust
Þú ert búin að leika í ótal
mörgum hlutverkum, áttu uppá-
hald? Það er nánast útilokað að
gera upp á milli margra hlut-
verka sem ég hef leikið, það
þarf þá ýmislegt fleira að koma
til. Ég get þó ekki neitað því að
mér er eftirminnilegast hlutverk
Edie í Margt býr í þokunni. Við
höfðum sett það stykki þrisvar
sinnum upp og það merkilegasta
við það er að kerlingamar þrjár
eru leiknar af sömu leik-
endunum í öll skiptin. Þær sem
léku hinar tvær eru Marta
Björnsdóttir, sem lék Joy og
Ásta Bjartmars, sem lék Fredu.
Það var stórkostlegt að vera með
þeim, og satt best að segja þá er
stóri draumurinn að fá þær í að
setja Þokuna upp í fjórða sinn,
það yrði meira fjörið. Já það er
margt eftirminnilegt þegar
maður hugsar um Þokuna. Við
settum hana til dæmis upp í
Gosinu og sýndum hana á
Suðurlandi. Það var mikil uppli-
fun í því að leika hana þá, vegna
þeirra aðstæðna sem ríktu. Ég
man hvað okkur þótti það tákn-
rænt þegar kerlingarnar villtust
og þær fundu kofann. Það var
svo margt sem átti skylt við
raunveruleikann á þessum tíma.
Það var svo að Bjöm Tryggva-
son hjá Rauðakrossinum bað
okkur um að vera með sýningar
fyrir þá sem unnið höfðu í sjálf-
boðaliðsvinnu vegna gossins.
Við sýndum fyrir fullu húsi í öll
skiptin.
Þessu má ég
ekki missa af
Undirtektir voru slíkar, að það
varð til þess að við fómm
sýningarferð um Suðurlandið.
Það var margt brallað á þeim
ferðum. Mér var falið það
sérstaka verkefni að prútta um
húsaleiguna og gekk það bara
vel. Við höfðum farið víða með
Þokuna, til dæmis sýndum við
hana á Vestfjörðum og Snæ-
fellsnesi vorið 1977. Þá gerðist
nokkuð skemmtilegt atvik. Við
vorum að sýna á Akranesi og þá
kemur maður að miðasölunni,
sem spyr hvort það séu sömu
leikendur í hlutverkum kerling-
anna og í hin tvö fyrri skiptin
sem verkið hafði verið sett upp?
Hann fékk jákvætt svar við því.
Þá sagði maðurinn, elskan láttu
mig hafa miða, ég má ekki fyrir
nokkurn mun missa af þessu,
þetta verður þá í þriðja skiptið
sem ég sé þær. Svona hvatning
verður til þess að maður á erfitt
með að segja skilið við leiklist-
ina.
Ævinlega þakklát
Það er margt eftirminnilegt úr
starfinu. Mér er það sérstaklega
minnistætt þegar Bæjarleikhúsið
var formlega vígt árið 1970,
með Gullna hliðinu. Það var stór
stund. Aðstaðan sem við höfum
er stórkostleg og vel metin. Við
sem í þessu stöndum erum
bæjaryfirvöldum ævinlega þakk-
lát fyrir þann mikla og góða
skilning sem vert er að þakka.
Við höfum séð það á ferðum
okkar um landið, að við búum
við betri kost en flestir aðrir.
Þakkir
Lengra varð þetta ekki um
jólin 1982 en þau 16 ár sem á
eftir komu, sat Unnur ekki
auðum höndum og lagði
Leikfélagi Vestmannaeyja mikið
til, Alþýðuflokknum sem og
bæjarfélaginu sínu, meðal
annars með vinnu sinni að
málefnum þeirra sem minna
máttu sín, svo og málefnum
aldraðra, barnaheimilanna, svo
eitthvað sé nefnt, en Unnur var
fulltrúi í félagsmálaráði bæjarins
til margra ára. Að leiðarlokum
er Unni þakkað fyrir allt það
sem hún gaf af sér, sem var ekki
svo lítið. Minningin um Unni
Guðjónsdóttur mun lifa.
Ég óska öllum bæjarbúum gleði-
legra jóla, árs og friðar.^
Guðmundur Þ. B. Olafsson.
C1J3
Unnur Guðjónsdóttir 1913 -1998
Eins og kunnugt er, þá lést
Unnur Guðjónsdóttir 1. nóvem-
ber síðastliðinn. Undirritaður
vill fyrir hönd okkar
Alþýðuflokksfélaga þakka Unni
samfylgdina og það mikla starf
sem hún lagði af mörkum fyrir
jafnaðarstefnuna og framgang
þeirra baráttumáia sem
flokkurinn fylgdi í gegnum tíð-
ina, almenningi til heilla.
Unnur var fœdd í hér í
Vestmannaevjum 25. júni 19]3.
Foreldrar hennar voru hjónin
Guðjón Jónsson frá Sandfelli
hér í bœ og Ingveldur
Unadóttir. Foreldrar Guðjóns
voru: Jón Valdason og Þuríður
Jónsdóttir frá Steinum.
Foreldrar Ingveldar voru: Uni
Runólfsson og Elín Skúladóttir.
Systkini Unnar voru Þorvaldur,
Hallgrímur, Guðbjörg, Arný,
Þuríður og Jónína, öll látin.
Unnur eignaðist tvö börn, þau
Jón Ragnar Björnsson í fyrra
hjónabandi og Katrínu
Sigfúsdóttur með eftirlifandi
eiginmanni sínum Sigfúsi
Sveinssyni. Þá ólu þau Unnur
og Sigfús upp Inga Þorgrím
Pétursson, en hann lést af
slysförum langt um aldur fram.
Ragnar á þrjú börn og Katrín
eignaðist þrjú börn, en eitt
þeirra er dáið.
Unnur sem gaf svo mikið af
sér, var hrókur alls fagnaðar,
hvar sem hún kom. Unnur var
mikil félagsmálamanneskja og
nutu Vestmannaeyingar krafta
hennar, hvort heldur um var að
rœða í málefnum bœjar-
félagsins, þar sem hún tók
virkan þáitt og sat bæði
bœjarstjórnarfundi fyrir
Alþýðuflokkinn sem og í hinum
ýmsu nefndum, Þar ber einna
hœst starf hennar í félags-
málaráði og framlag hennar í
málefnum aldraðra. Það leið
ekki sá dagur að Unnur liti ekki
inn á Hraunbúðir, heimili
aldraðra, og var þá oftast mikið
fjör, því alltaf var Unnur til í að
gefa af sér, eins og henni var
einni lagið, jafn glöð og hress
sem hún var. Leikfélag Vest-
mannaeyja naut krafta hennar
svo sannarlega, en þar var hún
Heiðursfélagi, og má segja að
saga leikfélagsins og lífshlaup
Unnar hafi verið samofið.
Hvert hlutverkið af öðru lék
Unnur fyrir leikfélagið og
bœjarbúa og er ekki ofsagt að í
hverju þeim, einu og einasta,
fór hún á kostum. Hún átti hug
allra, hvort heldur sem hún lék
á leiksviði leikhússins eða á
leiksviði lífsins. Það verður
aldrei aldrei hœgt að þakka
fyrir það mikla sem hún gaf af
sér. Þar voru hlutirnir ekki
skammtaðir.
Eiginmafini og fjölskyldunni
allri setidi ég samúðarkveðjur.
Guðmundur Þ. B. Ólafsson.