Brautin - 15.12.1999, Qupperneq 5

Brautin - 15.12.1999, Qupperneq 5
BRAUTIN 5 Meistaraflokkur kvenna 1999 báðir landsliðsmarkmennirnir, sem fóru til Noregs nú á dögunum og spiluðu til úrslita á Norðurlandamótinu, markmenn sem Simmi hefur alið upp og kennt það sem þeir kunna. Fyrir liggur að bæjaryfirvöld hafa ákveðið að ráðast í lagfæringar og endurbætur á íþróttamiðstöðinni. Handknatt- leiksdeildin taldi skynsamlegt að farið yrði að stækka salinn og hafa hann í það minnsta tvöfald- an enda myndi það nýtast öllum þeim sem stunda íþrótta innan- húss í Eyjum. Bæjaryfirvöld voru í sjálfu sér sammála því að stærri salur væri mjög mikil- vægur fyrir íþróttalífið í Eyjum en peningar fyrir slíka byggingu væru einfaldlega ekki fyrir hendi. F.h. ÍBV handknattlciksdcildar Jóhann Pétursson mótum, Þjóðhátíð og fleira og eins og oft áður lyft Grettistaki í starfsemi félagsins. Þessi aðal- fundur sem nú er haldinn hefur dregist úr hömlu en þar er fyrst og fremst því um að kenna að reikningshald félagsins hefur ekki verið tilbúið, bæði vegna þess að á árinu var tekið í gagn- ið nýtt fjárhagsforrit sem þurfti að slípa til og svo urðu manna- skipti á skrifstofu félagsins. Sú breyting varð á starfsmanna- haldi félagsins að Aðalsteinn Sigurjónsson lét af starfi sem launaður framkvæmdastjóri í ágúst ‘98 en hefur gegnt því starfi áfram í hjáverkum. Þá lét Hlynur Sigmarsson af störfum í júlí ‘98 sem starfsmaður skrif- stofu hjá félaginu og tók Guðjón Olafsson við starfi hans á haust- dögum ‘98. Vil ég þakka þess- um mönnum þeirra störf. Milar umræður hafa verið að undan- Markvarðahrellirinn Steingrímur. samkvæmt lögum KSÍ að skipu- lögð áhorfendasvæði fyrir a.m.k. 500 manns séu hjá liðum í Landssímadeildinni frá og með vorinu 1999. Þetta hefur lengi legið fyrir og ljóst að ef ÍBV á að fá undanþágu til þess að spila heimalieki sína í Lands- símadeildinni í sumar, verður að liggja fyrir framkvæmdaáætlun af hálfu bæjarins varðandi bygg- ingu skipulagðra áhorfenda- svæða. Knattspyrnudeild ÍBV horfir full tilhoökkunar til sumarsins 1999. Um leið og við þökkum íþróttahreyfingunni í Eyjum fyrir gott samstarf vonumst við til þess að sjá sem flesta á leikjum ÍBV í öllum flokkum í sumar. F.h. knattspyrnudeildar ÍBV Þorsteinn Gunnarsson Starfsskýrsla handknattleiksdeildar ÍBV. Keppnistímabilið 1998-1999 var almennt gott keppnistímabil fyrir handboltann í Vestmanna- eyjum. Meistaraflokkur karla náði góðum árangri og lenti í fjórða sæti í deildarkeppninni og unnu alla heimaleiki að einum undanskildum, sem sýnir kannski best hversu mikilvægur heimavöllurinn er hér í Eyjum. Liðið náði sér síðan ekki á strik í úrslitakeppninni og féll úr leik í oddaleik í átta liða úrslitum gegn frísku lið Hauka. I bikarkeppninni féll liðið úr leik í átta liða úrslitum gegn Aftureldingu í Mosfellsbæ eftir hörkuleik og eftir það varð leiðin greið fyrir Aftureldingu sem varð bikarmeistari. Meistarflokkur kvenna var að mestu leyti skipaður ungum leikmönnum. Til að styrkja liðið voru fengnir tveir króatískir leikmenn, Lucy og Amela ásamt þeim sænsku Jenny og þjálfara liðsins Mariu. Meistaraflokkur kvenna var mjög vaxandi í vetur og áttu góðan endasprett með því að leggja tvö efstu lið deild- arinnar að velli. Liðið er mjög efnilegt ef stelpurnar halda áfram að æfa af kappi. I deild- arkeppninni endaði liðið í 7. sæti og lék gegn Fram í átta liða úrslitum. Eftir rnjög spennandi keppni féll ÍBV úr í oddaleik. I bikarkeppninni lenti liðið jafnframt á móti Fram hér í Eyjum. Sá leikur var einn besti leikur ÍBV í vetur en Fram náði að knýja fram sigur undir lokin. Unglingastarfið er mjög blóm- legt. Það hefur sýnt sig að ráðn- ing Mikaels Akhasev sem yfirþjálfara var mjög góð ákvörðumn sem mun skila góðum árangri á nætur árm. Bestum árangri náði 3. flokkur kvenna, sem fékk bronsið á Islandsmótinu og síðan 4. flokkur drengjua sem gerði sér lítið fyrir og var í 2. sæti í Islandsmótinu eftir framlengdan leik og gerði síðan enn betur og urður bikarmeistarar í viðurvist um 100 skólafélaga úr Bama- og Hamarsskóla, sem voru á skólaferðalgi. Vissulega frábær árangur, enda er þessi flokkur mjög efnilegur og til alls vís í framtíðinni. Eftir tímabilið lá það fyrir að Þorbergur Aðalsteinsson myndi hætta þjálfun meistaraflokks karla eftir fjögurra ára farsælt starf. Þá lagði Sigmar Þröstur skóna á hilluna eftir aldar- fjóðrung í markinu. Hætta skal leik þegar hæst hann stendur, segir máltækið, enda var Sigmar valinn besti markmaður íslandsmótsins af leikmönnum og HSÍ. Fyrir utan það hefur Sigmar skilað frábæru starfi við að ala upp markmenn enda voru Skýrsla stjórnar ÍBV - íþróttafélags 1998 Á aðalfundi 21. ágúst 1998 voru eftirfarandi kosnir í stjórn: Þór í Vilhjálmsson formaður, Birgir Guðjónsson varafor- maður, Jón Oskar Þórhallsson ritari, Ingibjörg Sigurjónsdóttir meðstjórnandi. Eyþór Harðarson meðstjórnandi. Varastjórn: Stefanía Guðjónsdóttir, Omar Garðarsson. Starfsemi félagsins var með hefðbundnum hætti á starfs- árinu, þar sem að sjálfsögðu, fyrir utan íþróttastarfið bar hæst Þjóðhátíðina, Shell- og Pæjumót, Þrettándagleðina og áramótabrennuna, sem gengu vel. I miklar framkvæmdir þurfti að ráðast vegna Þjóðhátíðar. Voru þar að verki auknar kröfur frá yfirvöldum. Var m.a. keypt nýtt veitingatjald með full- komnu eldhúsi. Mikill fjöldi félaga hefur komið að þessu starfi og kann stjórnin þessu fólki bestu þakkir fyrir þeirra störf. Um íþróttastarfið hjá félaginu vísa ég til skýrslu deilda, en að sjálfsögðu get ég samt ekki annað enn minnst á frábæran árangur meistaraflokks karla í knattspyrnu sem unnu þrefalt á árinu Islands-, bikar- og meis- tarar meistaranna. Samskipti við bæjaryfirvöld hafa verið mest í kringum rekstrarsamninga á völlunum og við Týs- og Þórsheimilið og hafa þeir samningar verið með hefðbundnum hætti. Kvennadeild félagsins hefur verið mjög öflug , komið að förnu um þær viðgerðir sem fyrirhugaðar eru á íþróttahúsinu og sýnist sitt hverjum, og telja margir að hyggilegast sé að byggja nýtt hús frekar en gera við núverandi íþróttahús og á ég von á því að það verði heitar og fjörugar umræður um þau mál hér á fundinum. Þá hafa verið milar umræður um hluta- félagsvæðingu íþróttafélaga og var á haustdögum skipuð nefnd til að kanna þau mál og mun hún gera grein fyrir störfum sínum hér á fundinum. Eg vil að lokum þakka öllum þeim fjölmörgu sem hafa lagt félaginu lið með vinnu og öðrum hætti, styrktaraðilum þeirra þátt, stjórnunr og starfsmönnum deilda, nefndarmönnum og öðrum starfsmönnum þeirra mikla starf og samstjórnarmönn- um mínum gott samstarf. Lengi lifi ÍBV Þór I. Vilhjálmsson formaður Handboltastelpurnar stóðu fyrir sínu

x

Brautin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Brautin
https://timarit.is/publication/1411

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.