Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 14
Reykjanesbær og Betri bær taka höndum saman á aðventunni og bjóða áhugasömum að taka þá í verkefninu Jólakofinn 2019 Staðsetning: Á gangsté milli Hafnargötu 26-28. Aðgengi að rafmagni. Tímabil: 7.-23. desember á fyrirfram skilgreindum tímum. Í jólakofanum gefst tækifæri til að selja ýmislegt skemmtilegt tengt jólum svo sem handverk, smákökur, kerti, hei súkkulaði, laufabrauð o.s.frv. Tilvalið fyrir félög, einstaklinga og jólasveina. Jólakofinn býðst endurgjaldslaust. Höfum gaman saman á aðventunni! Fyrirspurnir skulu sendar á sulan@reykjanesbaer.is fyrir 15. nóvember. Nánar á reykjanesbaer.is Störf í boði hjá Reykjanesbæ Velferðarsvið – forstöðumaður á búsetukjarna Fræðslusvið – sálfræðingur Háaleitisskóli – umsjónarkennari á miðstigi Velferðarsvið – starf við liðveislu Umhverfissvið – fulltrúi á skrifstofu Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ 88 húsið - hljómsveitin DEMO / Zexpół DEMO Hljómsveitin DEMO stígur á svið föstudaginn 8. nóvember kl. 19:30-21:30. Tónleikarnir eru ætlaðir ungmennum í 8.–10. bekk. Frítt inn og pólskt nammi á boðstólnum. Zexpół DEMO wkracza na scenę w 88 húsið 8 listopada Godz. 19:30–21:30. Zapraszamy wszystkich z klas 8-10. Wstęp wolny. Będą też polskie słodycze. Bókasafn Reykjanesbæjar - viðburðir framundan Fimmtudaginn 7. nóvember. Foreldramorgunn. Erla Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur, mætir og fræðir gesti um málþroska barna. Laugardaginn 9. nóvember. Pólsk sögustund. Í tilefni af pólskri menningarhátíð bjóðum við upp á pólska sögu- stund þar sem Marta Wróbel ætlar að lesa fyrir börnin. Hvað er verið að rannsaka? „Það helsta í ár er stór úttekt sem við höfum verið að vinna fyrir ISAVIA en þar vorum við að rannsaka fugla- líf innan flugvallarsvæðis ISAVIA á Keflavíkurflugvelli í samstarfi við Náttúrustofu Suðvesturlands. Mjög langt er síðan úttekt var síðast gerð á svæðinu svo það var flott framtak hjá ISAVIA að fara út í það verkefni. Nú er því lokið og verið er að vinna úr niðurstöðum þeirrar rannsóknar. Annað verkefni er kortlagning á vetrarstöðvum kjóans sem stóð yfir í sumar og er gagnaúrvinnsla í gangi núna. Við verðum einmitt með fræðslukvöld í samstarfi við MSS og Fuglavernd á þessu verkefni. Svo hafa verið miklar rannsóknir á tjaldinum á svæðinu og ýmsum vaðfuglum, á sílamávi og fleiri tegundum, ég gæti eiginlega talið endalaust upp rann- sóknir okkar.“ Nýr landnemi við strendur Ís- lands „Það hafa verið mjög miklar rann- sóknir gerðar á grjótkrabba hér hjá okkur, en grjótkrabbi er nýr landnemi við Íslandsstrendur. Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofan hafa sinnt þeim rannsóknum og þær standa alltaf yfir. Síðan til við- bótar þá sinnir Rannsóknasetur HÍ vöktun á Suðvesturhorninu og víðar. Kræklingur er mikið notaður í þeirri vöktun. Það hafa líka verið gerðar rannsóknir hjá okkur þar sem verið er að kanna áhrif olíumengunar í hafinu á ólíkar lífverur og áhrif eitur- efna á mismunandi lífverur,“ segir Hanna María. Vísindastörf og fræðsla í Sandgerði Stórmerkileg stofnun Víkurfréttir heimsóttu Þekkingar- setur Suðurnesja og tóku Hönnu Maríu Kristjánsdóttur, forstöðu- mann setursins tali. „Sérsvið okkar eru sjávarlíffræði, eiturefnavistfræði og fuglafræði. Við erum fyrst og fremst rannsóknar- Þekkingarsetur Suðurnesja er miðstöð rannsóknastarfs í náttúrufræðum og tengdum greinum á Suðurnesjum. Það var stofnað 1. apríl 2012 af öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Keili. Þekkingarsetrið er sjálfseignarstofnun rekin af opinberum framlögum ríkis og starfar á þekkingargrunni Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, Botndýrastöðvarinnar, Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofu Suðvesturlands. Starf- semin tekur mið af markmiðum, hlutverki og skyldum allra stofnananna. Markmið Þekkingarseturs Suðurnesja snúa meðal annars að: 1. Rannsóknum og þróun 2. Háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs 3. Símenntun og samstarfi við aðrar menntastofnanir á Suðurnesjum. stofnun á svæðinu í þessum greinum ásamt Náttúrustofu Suðvesturlands og Rannsóknasetri HÍ á Suðurnesjum sem eru stoðstofnanir setursins. Við höfum líka mikla tengingu við há- skólanám, háskólanema, mennta- stofnanir og ýmis fyrirtæki á svæðinu. Við erum aðili að Reykjanes Geopark og við erum hluti af stóru, evrópsku neti rannsóknastöðva sem heitir INTERACT en þar eru tæplega 90 aðrar rannsóknastöðvar alls staðar að úr Evrópu og Norður Ameríku sem vinna saman og tengjast í gegnum Evrópustyrkt verkefni. Starfsemin í Þekkingarsetrinu er mjög fjölbreytt, heilmikil, fagleg og flott.“ Er verið að rannsaka í ákveðnum verkefnum allt árið? „Já, það eru alltaf einhver rann- sóknarverkefni í gangi hjá okkur. Yfirleitt mörg hverju sinni. Það eru sjö starfsmenn hér, þrír starfsmenn hjá Þekkingarsetrinu, tveir hjá Nátt- úrustofu og tveir hjá Rannsóknasetri Háskóla Íslands. Svo eru sérfræðingar ráðnir inn part úr ári í einhver ákveð- in verkefni þegar slíkt á við. Þetta eru allt saman líffræðingar með meistara- eða doktorsgráðu á þeim sviðum sem verið er að rannsaka.“ T.v. Hermann Dreki Guls, líffræðingur og Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknarseturs H.Í. á Suðurnesjum. Auglýsingasíminn er 421 0001 14 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.