Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Qupperneq 24

Víkurfréttir - 07.11.2019, Qupperneq 24
Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbær Sími: 421 0000 Póstur: vf@vf.is Auglýsingasími: 421 0001 Afgreiðslan er opin virka daga kl. 09:00 - 17:00 facebook.com/vikurfrettirehf twitter.com/vikurfrettir instagram.com/vikurfrettir MUNDI S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M Verður flugstöðin þá Play Station? MÁNUDAG KL. 21:30 HRINGBRAUT OG VF.IS SIGGI INGVARS Fótboltinn, rafmagnið og hreppsnefndin. Inga Karlsdóttir Axel Jónsson Una Steinsdóttir Þú sérð viðtölin við þau á vf.is SUÐUR MEÐ SJÓ Í HLAÐVARPI VÍKURFRÉTTA SUÐUR MEÐ SJÓ má sjá á Hringbraut, vf.is og í kapalsjónvarpinu í Reykjanesbæ. Allt efni þáttanna er einnig á Youtube- og Facebook-síðum Víkurfrétta. SUÐUR MEÐ SJÓ FRÁ SJÓNVARPI VÍKURFRÉTTA Play it again Sam Jákvæðustu fréttir sem íslensk ferðaþjónusta hefur fengið í nokkur misseri litu dagsins ljós á þriðjudag, þegar nýtt íslenskt flugfélag, Play, var kynnt til leiks. Félagið er vel fjármagnað og það á að byrja rólega með tvær flug- vélar en reyna svo að fjölga í sex og fljúga til Bandaríkjanna. Þó lítið hafi farið fyrir því í umræðunni á árinu þá hafði fall WOW gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir íslenska ferðaþjónustu og MAX vandræði Icelandair sem enn hefur ekki séð fyrir endann á var annað eins, ef ekki verra. Höggið af þessum óförum flugfélaganna er án nokk- urs vafa þyngst á Suðurnesjum. Við fögnum því að fyrrum starfs- menn WOW hafi haft kjark og þor til þess að láta slag standa og koma nýju íslensku flugfélagi í loftið. Ég er spenntur og óska þeim alls hins besta. Ég er ekki síður spenntur að komast í loftið með MAX vélum Icelandair því með Icelandair í fullum gír og Play til viðbótar mun íslensk ferðaþjónusta blómstra. Þá er um að gera fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum að láta vel til sín taka og gera enn betur í að fá erlenda ferðamenn til að staldra við hér á Reykjanesi sem er þó það fari alltof oft framhjá okkur heimamönnum einn fallegasti og fjölbreyttasti ferðamannastaður landsins. Hvað er betra en norðurljósin úti í Garði, Gunnuhver, Eldvörp og Bláa lónið svo ekki sé minnst á einfaldari hluti eins og sjávarstíginn í Reykja- nesbæ. Samhliða því er rétt að taka undir orð Línu Rutar; „Fegrum bæinn saman“ LOKAORÐ Margeirs Vilhjálmssonar AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0001 BLAÐ VEFUR SJÓNVARP

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.