Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Side 23

Víkurfréttir - 07.11.2019, Side 23
Saman náum við árangri Samskip eru með gáma af ýmsum gerðum og stærðum til sölu. Gámar eru ódýr lausn sem má nýta á marga vegu, sem tækjageymslu, kaffiskúr, vörugeymslu, vinnuskúr og margt fleira. Fáðu tilboð hjá okkur á gamar@samskip.is eða í síma 458 8000 Við flytjum ekki bara vörur. Við seljum líka gáma. AÐALFUNDUR MÁNA 2019 Aðalfundur hestamannafélagsins Mána fer fram þriðjudaginn 26. nóvember kl. 20 í reiðhöll Mána. Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og nefnda 2. Kosning stjórnar og nefnda 3. Reikningar 4. Viðurkenningar 5. Ákvörðun félagsgjalda 6. Lagabreytingar 7. Inntaka nýrra félaga 8. Önnur mál Stjórn Mána Körfuknattleiksdeildir Keflavíkur og Njarðvíkur sneru bökum saman síðasta laugardag og lögðu sitt af mörkum í að kolefnisjafna. Um var að ræða fjáröflunarverkefni á vegum Kadeco í samvinnu við Skógrækt ríkisins en gróðursetning er ein leið til að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu. Vaskur hópur var saman komin á Ásbrú, nánar tiltekið við vatnstankinn sem blasir við fyrir ofan Grænás og gróðursetti ríflega 500 plöntur og tré. „Virkilega skemmtilegt verkefni sem gaman var að taka þátt í með nágrönnum okkar úr Njarðvík. Að lokinni gróðursetningu buðu snilling- arnir í SB málun svo öllum hópnum í pizzuveislu á Langbest,“ segir á heimasíðu körfunnar í Keflavík. Sex leikmenn kvenaliðs Keflavíkur í knattspyrnu sem spilar í Inkassodeildinni á næsta ári hafa framlengt samninga sína við knattspyrnudeildina. Þetta eru þær: Amelía Rún Fjeldsted, Birgitta Hallgrímsdóttir, Eva Lind Daníelsdóttir, Kara Petra Gylfadóttir, Marína Rún Guð- mundsdóttir og Valdís Ósk Sigurðardóttir. Nýlega voru kláraðir nýir samningar við þjálfarana, Gunnar M. Jónsson og Hauk Bene- diktsson ásamt fyrirliðanum Natöshu Anasi. Tvíburarnir og landsliðskonurnar Katla María og Íris Una Þórðardætur gengu nýlega til liðs við Fylki og líklegt þykir að Sveindís Jane Jóns- dóttir fari til liðs í Pepsi-deildinni. Það er skarð fyrir skildi hjá Keflavík. Andri og Sigurbergur til Keflavíkur Karlalið Keflavíkur í knattspyrnu gekk nýlega frá samningi við þá Andra Fannar Freysson og Sigurberg Bjarnason en þeir hafa lengst af leikið með Njarðvík og eru uppaldir þar. Andri Fannar er 27 ára gamall miðjumaður en hann lék með Keflavík 2013-2014 og lék sextán leiki með liðinu. Sigurbergur Bjarnason sem leikið hefur sem kantmaður lék sína fyrstu leiki með Njarðvík í Inkasso-deildinni í fyrra en meiddist og lék ekkert með liðinu í sumar. Hann lék einn leik með Vestra í sumar en faðir hans er Bjarni Jóhannsson, þjálfari liðsins. Andstæðingar sneru bökum saman Keflavíkurstúlkur framlengja Andri og Sigurbergur til Keflavíkur Sveindís Jane gæti verið á leið frá Keflavík en nýlega fóru tvíburasysturnar Katla og Íris. Andri Freyr í Njarðvíkurbúningi í sumar. Andstæðingar í gróðursetningu Starfskraftur óskast til að sinna sölu- og markaðsstarfi Æskilegt að viðkomandi hafi reynslu í sölubókhaldi. Umsóknir ásamt starfsferilsskýrslu sendist á egill@arcticsea.is fyrir 10. nóvember. 23ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.