Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 1
Átt þú rétt á
slysabótum?
Við hjálpum þér
að leita réttar þíns
TORT
INNHEIMTA SLYSABÓTA
HAFÐU SAMBAND 511 5008
UMFERÐASLYS
VINNUSLYS
FRÍTÍMASLYS
Opnunartími Hringbraut:
Allan sólarhringinn
Opnunartími Tjarnabraut:
08.00 - 23.30 Virka daga
09.00 - 23.30 Helgar
Opnum snemma
lokum seint
Nýlagað kaffi og croissant með skinku
Combo
tilboð
298
kr/stk
VINKONURNAR ÁSTA RÚN
OG BIRGITTA RÓS Í VIÐTALI
SÍÐA 8
UNGT
FÓLK MÁ
EKKERT
Í DAG
Undanfarin misseri hafa farið
fram gagnkvæm samskipti milli
Grindavíkurbæjar og Uniejów í
Póllandi varðandi vinabæjarsam-
skipti bæjanna. Á síðasta fundi
bæjarstjórnar Grindavíkur var
lagt fram erindi um að gengið
verði frá formlegum vinabæjar-
samningi milli bæjarfélaganna.
Bæjarstjórn samþykkti á fundinum
samhljóða að gengið verði frá form-
legum vinabæjarsamningi við Unie-
jów.
Grindavík
eignast vina-
bæ í Póllandi
Fræðslunefnd Sveitarfélagsins Voga ræddi á síðasta fundi sínum hvort
ástæða sé til að skoða öryggismál í skólum Sveitarfélagsins Voga með það
að markmiði að auka öryggi nemenda og starfsmanna.
„Skólastjórar vilja hafa skólana opna
að vissu marki. Þeir munu ræða þessi
mál á starfsmannafundum og auka
vitund starfsmanna á þessum málum
í tengslum við skoðun á aðgangs-
málum sveitarfélagsins í heild,“ segir
í gögnum fundarins. Fræðslunefnd
Sveitarfélagsins Voga hvetur stjórn-
endur leikskólans til að skoða hvaða
möguleikar eru á að koma upp eftir-
litsmyndavélakerfi í leikskólanum.
Öryggismál í skólum
í Vogum til skoðunar
128 stöðvaðir
Lögreglan á Suðurnesjum stöðv-
aði 128 bifreiðir á sunnudag við
gömlu steypustöðina í Njarðvík.
Um var að ræða hefðbundið eftir-
lit. Voru ökumenn beðnir um að
blása í áfengismæli og réttindi
þeirra athuguð. Er skemmst frá
því að segja að allir voru með
sitt á hreinu, að einum undan-
skildum sem var ekki í öryggis-
belti.
Á síðustu dögum hafa tugir öku-
manna verið kærðir fyrir of
hraðan akstur í umdæminu og
fáeinir verið teknir úr umferð
vegna gruns um vímuefnaakstur.
Lögreglan á Suðurnesjum er ekkert
að grínast en hún kvaddi fíkni-
efnaleitarhundinn sinn með því
að baka fyrir hana súkkulaðitertu
og rjómapönnuköku.
Í færslu á Facebook kemur fram
að Clarissa hafi byrjaði að vinna
fyrir lögregluna fyrir átta árum og
hafi skilað góðu starfi. Hún hlaupi
í öll verkefni og fari hraðar yfir en
margir aðrir.
„Clarissa hefur fundið ótrúlega
mikið magn af fíkniefnum í gegnum
tíðina en nú er aldurinn farinn að
segja til sín og er því komið að leiðar-
lokum hjá henni og viljum við nota
þetta tækifæri til að þakka henni
og umsjónarmanni hennar fyrir
vel unnin störf í gegnum árin og
við vonum að hún
njóti eftirlauna
áranna vel og
„leyfi sér soldið“.
Clarissa var kvödd
með súkkulaði-
köku og rjóma-
pönnsu við lok
vaktarinnar í
dag,“ segir að
lokum í pistl-
inum.
Löggan gaf hundinum
súkkulaðitertu og pönnsu
Ljósmynd: Marinó Már Magnússon
Ljósmynd: Hilmar Bragi Bárðarson
Ljósmynd: Lögreglan
Á Fitjum í ljósaskiptunum
fimmtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.
S T Æ R S T A F R É T T A - O G A U G L Ý S I N G A B L A Ð I Ð Á S U Ð U R N E S J U M ■ A Ð A L S Í M A N Ú M E R 4 2 1 0 0 0 0 ■ A U G L Ý S I N G A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 1 ■ F R É T T A S Í M I N N 4 2 1 0 0 0 2