Víkurfréttir


Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 07.11.2019, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 898 2222, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Marta Eiríksdóttir, sími 857 8445, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@ vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS Tómas Már Sigurðsson hefur verið ráðinn forstjóri HS Orku. Mun hann taka við starfinu frá og með næstu áramótum. Tómas Már kemur til liðs við HS Orku eftir farsælan feril hjá Al- coa, þar sem hann gegndi síðast stöðu a ð s t o ð a r - forstjóra á heimsvísu. „Það er mér mikil ánægja að ganga til liðs við HS Orku. Fyrir- tækið hefur verið frumkvöðull í jarðhitanýtingu auk margs konar nýsköpun og þróun henni tengdri, líkt og Auðlindagarður HS Orku ber vitni um, en hann er einstakur á heimsvísu og til marks um það hvernig hægt er að nýta auðlindir með sjálfbærum hætti, samfélaginu og umhverfinu til heilla. Þau tæki- færi sem blasa við HS Orku eru afar spennandi og ég hlakka til að vinna að þeim með því afburðar- fólki sem hjá fyrirtækinu starfar,“ segir Tómas Már Sigurðsson, ný- ráðinn forstjóri. Tómas Már hefur starfað um árabil hjá Alcoa, þar sem hann gegndi stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi, í Evrópu og Mið-Austurlöndum, og nú síðast frá 2014 stöðu að- stoðarforstjóra fyrir Alcoa Cor- poration. Áður starfaði Tómas sem framkvæmdastjóri tæknisviðs hjá Norðuráli. Tómas Már er mennt- aður umhverfisverkfræðingur frá Háskóla Íslands og með meistara- próf í skipulagsverkfræði frá Cor- nell-háskólanum í New York. Hann hefur setið í fjölda stjórna og var m.a. formaður Viðskiptaráðs frá 2009-2012, sat í stjórn Samtaka iðnaðarins frá 2005-2011 og hefur verið í stjórn evrópskra álfram- leiðenda frá 2012. Tómas ráðinn forstjóri HS Orku Miðvikudaginn 30. október var haldinn 161. fundur bæjarstjórnar Sveitar- félagsins Voga. Á þeim fundi sat bæjarfulltrúinn og formaður bæjarráðs, Bergur Brynjar Álfþórsson, sinn 100. fund í bæjarstjórn. Fyrsti fundur í bæjarstjórn Sveitar- félagsins Voga var haldinn þann 12 janúar 2006. Fram til þess tíma var nafn sveitarfélagsins Vatnsleysu- strandarhreppur og æðsta stjórn- valdið á hendi hreppsnefndar. Bergur var kjörinn varabæjarfulltrúi í bæjar- stjórn Voga í sveitarstjórnarkosning- unum sem fram fóru í maí 2006. Ell- efti fundur bæjarstjórnar var haldinn þriðjudaginn 5. september 2006. Í fundargerð kemur fram að þá hafi Bergur Álfþórsson setið fundinn, sem varamaður fyrir Birgi Örn Ólafsson og mun þetta hafa verið fyrsti fundur Bergs í bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga. Bergur hefur setið óslitið í bæjar- stjórn frá 2006, fyrst sem varabæjar- fulltrúi en frá árinu 2010 sem bæjar- fulltrúi. Sveitarfélagið óskar Bergi til ham- ingju með þennan áfanga á heimasíðu sinni og þakkar honum störf hans í þágu sveitarfélagsins. Af þessu tilefni færði sveitarfélagið Bergi bókargjöf og á meðfylgjandi mynd má sjá Ingþór Guðmundsson forseta bæjarstjórnar afhenda Bergi gjöfina. Bergur setið eitthundrað fundi í bæjarstjórn Voga Bergur Álfþórsson, til vinstri, tekur við bókargjöf úr hendi Ingþórs Guðmundssonar. Hvenær finnst þér passlegt að skreyta fyrir jól? Ágúst Hrafnsson: „Ég bý í blokk og fylgist með ná- grönnum mín- um. Þegar þeir byrja að skreyta svalirnar þá geri ég það einnig. Svo set ég jólaljós í gluggana um mánaða- mótin nóvember, desember.“ Áróra Karlsdóttir: „Ég er til dæmis búin að setja fyrsta ljósið út í glugga en það er hvítur ljós- hringur og ætla að bæta við næstu daga alveg eins ljósum í hina gluggana. Svo finnst mér allt í lagi að setja upp jóla- skrautið upp úr miðjum nóvem- ber því það er svo mikið myrkur úti.“ Guðbrandur Sigurðsson: „Málið er að strákurinn minn á af- mæli 11. desember og ég hef haft það fyrir sið að skreyta ekki fyrr en í kringum afmælið hans og vil halda þeim sið áfram.“ Sigríður Sig- urðardóttir: „Mér finnst passlegt að setja upp jólaljós í glugga svona 1. des og geri það.“ SPURNING VIKUNNAR ÆFT AF MIKLU KAPPI FYRIR FIÐLARANN Á ÞAKINU Í STAPA Tónlistarskóli Reykjanesbæjar, í samstarfi við Óperufé- lagið Norðuróp, setur upp söngleikinn „Fiðlarinn á þakinu“ um aðra helgi en frumsýning verður í Stapa 15. nóvember nk. Tilefnið er 20 ára afmæli Tónlistarskóla Reykjanesbæjar á þessu ári en Óperufélagið Norðuróp verður einnig 20 ára. Undirbúnings- og æfingatímabilið hefur verið langt og strangt en æfingar fyrir söngleikinn hófust í október á síðasta ári. Grunnurinn í sýningunni eru söngnemendur úr Tónlistarskóla Reykjanesbæjar en einnig úr kórum af svæðinu en söngvarar koma úr Grindavík, Sandgerði og Garði ásamt söngvurum úr Reykjanesbæ. Þá tekur 35 manna hljómsveit frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar þátt í uppsetningunni. Suðurnesjamagasín Víkurfrétta kíkti á æfingu á Fiðlar- anum á þakinu um síðustu helgi en veglegt innslag verður í þættinum á fimmtudagskvöld á Hringbraut og vf.is þar sem rætt er við söngfólk og sýnd tóndæmi frá æfingu. 2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 7. nóvember 2019 // 42. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.