Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.2019, Page 10

Víkurfréttir - 05.12.2019, Page 10
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Opn S eru ný tegund heyrnartækja frá Oticon sem hjálpa þér að heyra margfalt betur í fjölmenni og klið. Þú getur fengið Opn S með endurhlaðanlegum rafhlöðum. Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ í desember. Reykjanesbær 16. desember Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Ljósin á vinabæjarjólatrénu frá Kristiansand voru tendruð í fimmtugasta og áttunda sinn sl.laugardag á ráðhústorgi í Reykjanesbæ. Þetta var jafn- framt í síðasta skiptið sem Reykjanesbær fær tré að gjöf frá norska bænum. Ástæðan er sú að fyrr á þessu ári sleit Kristiansand formlegu vinabæjar- samstarfi við norræna vinabæi sína Reykjanesbæ, Kerava og Trollhättan en bærinn sameinast á þessu ári tveimur nágrannasveitarfélögum og endurskoðar af því tilefni alþjóðlegt samstarf sitt. Eftir sem áður verður gott á milli bæjanna eins og bæjaryfirvöld í Kristiansand sýndu í verki með því að senda Reykjanesbæ þessa kærkomnu jólagjöf í síðasta sinn. Dagskráin á ráðhústorginu var hefð- bundin í ár. Mats Benestad sendi- ráðsritari í sendiráði Noregs á Ís- landi flutti bæjarbúum kveðju frá Kristiansand á fínni íslensku. Mats kemur frá norska bænum og tók við þakkarskjölum sem Jóhann Friðrik Friðriksson, forseti bæjarstjórnar, afhenti honum eftir að hafa tekið formlega á móti trénu. Leikhópurinn Lotta sá svo um að skemmta yngstu bæjarbúunum og jólasveinar komu í heimsókn og dönsuðu í kringum jólatréð. Þá lék lúðrasveit frá Tónlistarskóla Reykja- nesbæjar jólalög og allir sem vildu gátu fengið heitt kakó og piparkökur. Ljósmyndari Víkurfrétta tók með- fylgjandi ljósmyndir í jólagleðinni á ráðhústorginu. Hinn árlegi jólabasar FEBS verður haldinn á Nesvöllum föstudaginn 6. desember kl. 14. Hverskonar handverk, kökur og fleira verður til sýnis og sölu. Þá er boðið upp á huggulega tónlist og kaffi og rjómaterta í kaffi- húsinu á staðnum. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest (vinsamlega athugið að ekki er tekið við greiðslukortum). Skemmtinefndin. Jólabasar FEBS SÍÐASTA TRÉÐ frá Kristiansand uppljómað á ráðhústorgi 10 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.