Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 18
Við settumst niður með Erlingi
Bjarnasyni, rekstrarstjóra Kapal-
væðingar við Hafnargötu í Keflavík,
spurðum hann út í sérstöðu fyrir-
tækisins og hvaða þýðingu hún hefur
fyrir bæjarbúa Reykjanesbæjar.
Fjarskiptafyrirtæki í Reykja-
nesbæ sem keppir við risana
„Kapalvæðing er lítið svæðisbundið
fjarskiptafyrirtæki, líkt og Vodafone,
Síminn og Nova svo eitthvað sé nefnt
en bara miklu minna í sniðum og
miklu persónulegra fyrir vikið. Hingað
geturðu komið til að kaupa áskrift að
interneti og sjónvarpi og við þjónustum
þig frá A til Ö. Við erum samt ekki í
símadæminu, erum eingöngu með
sjónvarp og internet sem við sendum
út um ljósleiðara og Coax-tengingar
innan bæjarmarka. Við höfum verið
að leggja kapla í 25 ár. Reykjanesbær
hefur til dæmis verið að leigja aðgang
að ljósleiðaranum okkar í mörg ár. Á
sínum tíma keyptum við kapalkerfið
af Kadeco á Vellinum, eða Ásbrú eins
og það heitir í dag, við vorum að hugsa
til framtíðar og lögðum ljósleiðara í
það kerfi sem allir íbúar að Ásbrú hafa
nú aðgang að og geta fengið þjónustu
okkar. Við erum einnig búnir að leggja
ljósleiðara í mörg hverfi í Reykjanesbæ
og ætlum okkur að veita okkar bestu
gæði og þjónustu. Við höfum einnig haft
mikinn áhuga að bæta inn jarðarförum
og brúðkaupum og einnig barnamessu
og guðsþjónustu en eigum bara eftir að
klára þau mál,“ segir hann.
Augnablik tengir fólk saman
„Við erum með mjög vinsæla sjón-
varpsrás sem sumir kalla bæjarrásina
eða Víkurfréttarás því Kapalvæðing
og Víkurfréttir voru með þessa rás á
sínum tíma. Þarna erum við að sýna
gömul myndaalbúm frá bæjarbúum
og tímasetjum ljósmyndirnar nógu
lengi þannig að fólk geti horft vel á
alla myndina. Gamlir Keflvíkingar og
Njarðvíkingar hafa gaman af þessu og
við skreytum þessar gömlu myndir
með viðeigandi sígildum íslenskum
dægurlögum. Það passar svo vel við
tíðarandann í ljósmyndunum. Gamlar
ljósmyndir vekja upp góðar minningar
og stundum fæ ég hringingar frá fólki
úti í bæ sem spyr hvort það sé ekki
að fara koma nýtt myndaalbúm. Við
erum með samning við Byggðasafnið
og höfum fengið myndir þaðan til
sýninga á Augnablik og að auki fengið
fullt af myndaalbúmum sem bæjar-
búar hafa gefið okkur. Þá höfum við
einnig fengið gefins úr dánarbúum,
þetta er endalaust myndefni. Það má
því segja að Augnablik sé rás sem tengir
fólk saman,“ segir Elli Bjarna en það
er hann oftast kallaður og segir okkur
næst frá þemahelgunum sem Augnablik
býður upp á.
Rifjum upp Kanasjónvarpið
„Á veturna erum við oft með þema-
helgar og þá sýnum við gamlar, klass-
ískar bíómyndir eða þætti úr Kanasjón-
varpinu, sem margir kannast við frá því
að AFRTS sjónvarpsstöðin var og hét og
jafnvel fréttatíma frá herstöðinni sem
var á Vellinum. Nokkrir vinsælir þættir
fara þá í loftið eins og Bonanza, Lost in
Space, Combat, Voyage to the Bottom
of the Sea. Ég á meira að segja gömlu
stillimyndina úr Kanasjónvarpinu. En
í desember erum við með skemmtilegt
jólaþema.“
Krakkar á glugganum okkar
Þeir sem aldir eru upp í Keflavík og
Njarðvík muna vel eftir Kanaútvarpinu
og -sjónvarpinu. Þá var hægt að horfa
á sjónvarp sem byrjaði útsendingar á
daginn sem var kannski ekkert allt of
vinsælt fyrir foreldra keflvískra barna
sem áttu að fara að læra strax eftir
Augnablik
gleður marga
bæjarbúa
Augnablik er sérlega vinsæl rás í sjónvarpi sem aðeins áskrifendur
Kapalvæðingar í Reykjanesbæ geta séð. Heyrst hefur af gömlum
Keflvíkingum og Njarðvíkingum, íbúum bæjarins, sem sitja
límdir við skjáinn á meðan þeir horfa á persónulegar myndir
úr myndaalbúmi á rásinni og rifja upp í leiðinni fyrri tíma í
bæjarfélaginu, einnig hafa þeir hjá Kapalvæðingu verið með
myndbönd frá Viðari Oddgeirs heitnum og Guðmundi í
Garði, Steinboga, til sýningar svo eitthvað fleira sé nefnt.
Stundum er helgarþema, til dæmis Kanasjónvarpið eins
og það var en þá fá áhorfendur að sjá gamla þætti eins
og Bonanza eða Combat og fleiri þætti. Suðurnesja
magasín Víkurfrétta, nýjasti þátturinn rúllar einnig
á Augnabliki viku í senn.
Erlingur Bjarnason er
rekstrarstjóri Kapalvæðingar.
Fjölskylda mín var með
þeim fyrstu sem fékk
svart/hvítt sjónvarp eða í
kringum 1960. Tækið var
auðvitað keypt á Vellinum
og smyglað út en þetta
gerðu margir ...
Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTAL
MÁNUDAGA KL. 21:30
HRINGBRAUT OG VF.IS
Verkalýðs- og sjómannafélag
Keflavíkur og nágrennis
HÖ
NN
UN
: V
ÍK
UR
FR
ÉT
TIR
Allsherjaratkvæðagreiðsla
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða-
greiðslu í Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur
og nágrennis um kjör aðalstjórnar samkvæmt B-lið
laga um stjórnarkjör og stjórn sjómannadeildar,
ásamt trúnaðarmannaráði, stjórn sjúkrasjóðs, orlofs-
heimilasjóðs, fræðslusjóðs og varamönnum þeirra
samkvæmt lögum félagsins.
Tillögum skal skila á skrifstofu félagsins í síðasta
lagi klukkan 16:00 föstudaginn 13. desember
2019. Hverri tillögu skal fylgja stuðningsyfirlýsing
tilskilins fjölda félagmanna samkvæmt reglugerð
ASÍ þar að lútandi.
Nánari upplýsingar á skrifstofu félagsins.
Kjörstjórn VSFK og nágrennis
18 VIÐSKIPTI Á SUÐURNESJUM