Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.2019, Page 22

Víkurfréttir - 05.12.2019, Page 22
Leikfélag Keflavíkur setur upp geysivinsæla barnasöngleikinn Benedikt Búálf í leikstjórn Ingridar Jónsdóttur. Prufur verða laugardaginn 7. desember í Frumleikhúsinu, Vesturbraut 17. Klukkan 11:00 - Stelpur 15 ára og eldri (fæddar 2004 eða fyrr) Klukkan 12:00 - Strákar 15 ára og eldri (fæddir 2004 eða fyrr) Biðjum fólk um að mæta í þæginlegum fatnaði og undirbúa eitt lag úr söngleiknum til að syngja. Hægt er að nálgast lögin á spotify. Undirspil og lagatextar verða á staðnum. !! prufur !! Jólaljósin tendruð í Grindavík Ljósin á jólatré Grindavíkurbæjar voru tendruð á föstudaginn á torginu fyrir framan Íþróttamiðstöðina. Nemendur úr Tónlistarskóla Grindavíkur sungu í anddyri hússins og tveir hressir jólasveinar komu í heimsókn og sprelluðu í börnunum. Þá bauð Unglingadeildin Hafbjörg gestum upp á heitt súkkulaði og piparkökur. Ljósmyndari Víkurfrétta var á staðnum og fangaði stemmninguna í nokkrar ljósmyndir. HÖ NN UN : V ÍK UR FR ÉT TIR Náms- og starfsráðgjafi Við Grunnskóla Grindavíkur er laus staða náms- og starfsráðgjafa Umsóknarfrestur er til 10. desember 2019 en ráðið er í stöðuna frá áramótum. Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með 530 nem- endur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að skapa námsumhverfi í samráði við foreldra þar sem allir eru virkir, að öllum líði vel og allir læri að bera virðingu fyrir sjálfum sér, öðrum og umhverfi sínu. Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá nánar á heimasíðu skólans www.grindavik.is/grunnskolinn. Við leitum að einstaklingi með réttindi til að starfa sem náms- og starfsráðgjafi. Umsækjendur þurfa að vera metnaðarfullir og góðir í mannlegum samskiptum, með skipulagshæfileika, vera sveigjanlegir og tilbúnir að leita nýrra leiða í skólastarfi. Skólinn vinnur í anda Uppeldi til ábyrgðar. Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um störfin. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Kennarasambands Íslands. Umsóknir skulu berast Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist á netfangið gudbjorgms@grindavik.is Nánari upplýsingar veitir Guðbjörg M. Sveinsdóttir skólastjóri í síma 420-1200. 22 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.