Víkurfréttir


Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 24

Víkurfréttir - 05.12.2019, Blaðsíða 24
JÓLALJÓSIÐ KEMUR MEÐ KERTALOGA Það kom mér á óvart þegar ég settist niður, í sakleysi mínu, með Kristrúnu Guðmundsdóttur, skáldkonu og íslenskukennara, hvað hún er búin að gefa út margar bækur og meira að segja fá viður- kenningu Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar. Merkileg kona sem fer ekki hátt. Nú var hún að gefa út tíundu bókina sína ásamt Önnu Dóru Anton- sdóttur, vinkonu sinni, mjög óvenjulega matreiðslubók sem byggir á uppskriftum stríðsáranna. Kristrún flutti ásamt eiginmanni, Þórhalli Hólmgeirssyni, heim til Keflavíkur eftir að hafa búið bæði í Reykjavík og Noregi í mörg ár. Ég spurði hana náttúrlega fyrst hverra manna hún væri. Barnabarn Einars Sveinssonar fiskverkanda „Ég fæddist árið 1953 og er dóttir hjónanna Esterar Einarsdóttur og Guðmundar Lúðvíkssonar, ólst upp á Melteigi 23 í Keflavík. Ég kem af stórri fjölskyldu, börnin voru mörg og héldu hópinn. Afi minn var Einar Sveinsson, saltfiskverkandi. Maður sem allir þekktu á þeim tíma og ef maður sagðist vera barnabarn hans þá var manni treyst til góðra verka. Sextán ára fer ég að heiman í mennta- skóla til Reykjavíkur og kennaranám. Eftir það bjuggum við Þórhallur í Reykjavík en svo áttum við heima í mörg ár í Noregi. Þar lærðum við og erum með mjög góð tengsl þangað. Þórhallur lærði tréskurð og er enn með annan fótinn í Noregi, hann starfar þar að endurbyggingum gam- alla húsa í Sogni. Þetta eru dæmigerð gömul, norsk timburhús sem eru öll útskorin. Hann og vinur hans endur- byggja þessi gömlu hús eins og þau voru og hafa fengið norsk konungleg verðlaun fyrir vikið,“ segir Kristrún, greinilega stolt af sínum manni, enda ekki á hverjum degi sem Íslendingur hlýtur norsk konungleg verðlaun. Götur minninganna í Keflavík „Við fluttum til Keflavíkur fyrir sex árum og keyptum bernskuheimili Þórhalls við Brekkubraut. Þetta er ekki sami bærinn og var. Þegar ég geng núna um götur bæjarins þá geng ég um götur minninganna og rifja upp gamla tíma. Það er samt gott að vera komin hingað aftur og okkur líður vel. Hér höfum við það rólegt og gott. Ég kenni íslensku við Fjölbrautaskóla Suðurnesja og skrifa. Fyrsta bókin mín kom út árið 1996 og hét hugfró með litlum staf, bæði ljóð og skáldsögur. Ég hef skrifað leikrit sem ég samdi í höfundasmiðju Þjóð- leikhússins, Englatrompet nefnist það og hefur verið leiklesið. Ég á nokkur leikrit í fórum mínum sem eru tilbúin. Þetta er að toga í mig núna, að skrifa fleiri leikrit. Svo hef ég samið texta sem orðið hafa að sönglögum, verið hluti af verkum hjá Norrænu tón- skáldi. Dóttir mín er sópransöngkona og býr í Danmörku, hún hefur einmitt flutt textana mína á íslensku við lög sem samin hafa verið, við hrifningu þeirra sem hlusta,“ segir Kristrún, kona sem lætur lítið yfir sér en hefur greinilega margar fjaðrir til að skreyta hattinn sinn. Vel gert. Matur úr íslenskum eldhúsum eftir stríð Íslenskar, einfaldar, ódýrar, gamlar og góðar uppskriftir, allsráðandi í eldhúsum landsins eftir stríð má finna í nýjustu bók Kristrúnar sem hún gaf nýlega út ásamt vinkonu sinni. Það óvenjulega við þessa bók er að uppskriftirnar eru sóttar í smiðju systranna Sigurlaugar og Guðbjargar Sveinsdætra frá Tjörn á Skaga, þetta eru handskrifaðar mat- reiðslubækur þeirra. Þær stunduðu nám við Kvennaskólann á Blönduósi á stríðsárunum. „Við Anna Dóra unnum síðast saman að skáldsögunni Huldur árið 2001 og okkur fannst tími til kominn að vinna saman aftur. Okkur hlotnuð- ust þessar gömlu bækur systranna, Sigurlaugar og Guðbjargar, sem voru í Kvennaskólanum á Blönduósi og eru skrifaðar frá árunum 1939 til 1944 en systurnar tengjast vinkonu minni, Önnu Dóru. Við skiptum bók- unum á milli okkar og erum í sam- tali í bókinni um uppskriftirnar sem eru kveikjan að því sem við skrifum. Þetta var mjög skemmtileg samvinna. Nöfnin eru óvenjuleg á uppskriftum systranna og gáfu okkur innblástur að skrifum okkar. Systurnar voru að mennta sig á stríðsárunum og bókin gefur lesendum innsýn í hvað fólk var að borða á þessum árum á Íslandi,“ segir Kristrún. Hollar og góðar uppskriftir „Uppistaðan í uppskriftum systranna er íslenskt grænmeti, hollustan gat ekki verið meiri en þetta var á þeim tímum sem skordýraeitri var ekki úðað á ræktunina. Uppskriftin sem kom mér verulega á óvart í þessari bók var appelsínuísinn en þar eru ekta appelsínur notaðar. Þetta verður jólaísinn í ár. Beinlausir fuglar eru einnig í bókinni en það var algengur jólamatur hjá fólki hér áður fyrr. Epla- bóndinn er heiti á kafla í bókinni og þar er girnileg eplakaka, ég gerði þá köku einmitt heima hjá okkur í gær- kveldi þegar við fengum krakkana í mat. Ilmandi prinsessa er nafn á súpu sem við Anna Dóra elduðum þegar við buðum mökum okkar í mat eitt kvöldið og elduðum upp úr bókinni. Þá fengu þeir þríréttaða máltíð og líkaði vel,“ segir Kristrún. Keypti kerti í Kristínarbúð „Ég er mjög mikið jólabarn og finnst fínt að finna frið á jólum. Þegar ég var lítil stelpa, þá var ég alltaf fljót að fara í Kristínarbúð og kaupa mér kerti fyrir jól, því mér fannst jólaljósið koma með kertaloga. Ég sækist eftir því að fá næði til að hlusta á tónlist eða að lesa í bók um jólin en sækist ekki eftir erli verslunarmiðstöðva. Jólin okkar ganga út á samveru- stundir fjölskyldunnar, hittast þá börn og barnabörn heima hjá okkur. Svo sameinumst við systkinin, mamma okkar og öll börnin á milli jóla og nýárs.“ Fimmtudaginn 12. desember frá klukkan 17:00 til 19:00 gefst fólki kostur á að eignast áritaða bók höf- unda en þá munu Kristrún og Anna Dóra árita í bókabúðinni Penninn Eymundsson, Krossmóa. Mar ta Eiríksdóttir marta@vf.is VIÐTAL Uppistaðan í upp- skriftum systranna er íslenskt grænmeti, hollustan gat ekki verið meiri en þetta var á þeim tímum sem skordýraeitri var ekki úðað á ræktunina ... Kristrún Guðmundsdóttir með nýútkomna bók, Uppskriftir stríðsáranna. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SÆVAR BRYNJÓLFSSON, skipstjóri, Pósthússtræti 3, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, sunnudaginn 1. desember. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju, þriðjudaginn 10. desember kl. 13. Ingibjörg Hafliðadóttir Bryndís Sævarsdóttir Einar Þ. Magnússon Hafliði Sævarsson Jenný Lovísa Þorsteinsdóttir Brynjólfur Ægir Sævarsson Áslaug Ármannsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Skartsmiðjan - Hafnargötu 25 G a rn , fö n d u rvö ru r o g sk a rt fyrir skapan di fólk – vefv erslun kast. is DROPS Hvatningin: Að hafa augun skær og brosið bjart Það getur verið pínu flókið að finna út úr því hvernig best er að halda ljósinu logandi í sálinni, að hafa augun skær og brosið bjart. Hvatningin mín til ykkar er að gera eitthvað á hverjum degi bara fyrir ykkur. Það þarf sko ekki að taka langan tíma, til dæmis bara að setjast niður með góðan kaffibolla og hlusta á fallegt lag. Já, bara að eiga fallega stund með ykkur sjálfum, að finna hvernig ykkur líður einmitt núna. Þannig eflum við sjálfið okkar svo vel og það sem gerist þegar við munum eftir því að gefa okkur tíma þá höfum við svo miklu meira að gefa þeim sem okkur þykir vænst um. Já, lífið verður bara svo miklu betra. Vona að hátíð ljóss og friðar verði ykkur öllum ljúf, að þið finnið hvernig best er fyrir ykkur halda ljósinu logandi í sálinni, að hafa augun skær og brosið bjart. Kær kveðja, Bryndís Kjartansdóttir, jógakennari og markþjálfi. 24 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 5. desember 2019 // 46. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.