Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 2
sendu inn þína
tilnefningu
2019
www.mosfellingur.is
Í þá gömlu góðu...
Umsjón: Birgir D. Sveinsson (birgird@simnet.is)
MOSFELLINGUR
www.mosfellingur.is - mosfellingur@mosfellingur.is
Næsti Mosfellingur kemur út 9. janúar
Útgefandi: Mosfellingur ehf., Spóahöfða 26, sími: 694-6426
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
Hilmar Gunnarsson, hilmar@mosfellingur.is
Ritstjórn:
Anna Ólöf Sveinbjörnsdóttir, annaolof@mosfellingur.is
Ragnar Þór Ólason, raggiola@mosfellingur.is
Ruth Örnólfsdóttir, ruth@mosfellingur.is
Prentun: Landsprent. Upplag: 4.500 eintök. Dreifing: Pósturinn.
Umbrot og hönnun: Mosfellingur ehf.
Próförk: Ingibjörg Valsdóttir ISSN 2547-8265
Tekið er við aðsendum greinum á mosfellingur@mosfellingur.is
og skulu þær ekki vera lengri en 500 orð. Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir kl. 12, mánudegi fyrir útgáfudag.
Mosfellingur kemur út að jafnaði á þriggja vikna fresti.
Nú hefst það vandasama verk að finna Mosfelling ársins 2019.
Við hvetjum ykkur til að senda inn
tilnefningar á síðunni okkar www.
mosfellingur.is. Þetta er í 15.
sinn sem bæjarblaðið
stendur fyrir valinu
og munum við heiðra
viðkomandi í fyrsta
tölublaði ársins 2020.
Allar góðar ábendingar
eru vel þegnar. Hver
hefur gert sam-
félaginu okkar
gott og á skilið
nafnbótina?
Jólin nálgast og sjaldan er góð vísa of oft kveðin. Verslum í
heimabyggð. Kaupum jólatré af skóg-
ræktarfélaginu OKKAR og flugelda
af björgunarsveitinni OKKAR og
svo framvegis. Allt hjálpar þetta til.
Hér eru líka flottir veitingastaðir,
verslanir og flest allt sem við þurfum
á að halda.
Heyrðu já, og þrettándabrennan verður haldin á sjálfum þrett-
ándanum þetta árið. Til hamingju!
En byrjum á jólunum. Eigið þau sem gleðilegust og njótið með
ykkar nánustu. Takk fyrir árið.
Tilnefningar óskast
Hilmar Gunnarsson, ritstjóri Mosfellings
www.isfugl.is
- Fréttir úr bæjarlífinu62
KLUKKUR REYNIVALLAKIRKJU
Elsta heimild um kirkju á Reyni-
völlum er kirknaskrá Páls biskups
Jónssonar frá um 1200 en elsti
máldagi Reynivallakirkju, sem varð-
veist hefur, er frá 1352. Núverandi
kirkja er að stofni til frá árunum
1859-1860 en hefur tekið nokkrum
breytingum í áranna rás. Klukkur
kirkjunnar eru frá 18. öld. Sú eldri
frá 1728 en hin yngri frá árinu 1795.
héðAN og þAðAN
Heimild: Kirkjur Íslands
1728
1795
reynivallakirkja í kjós