Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 40

Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 40
 - Aðsendar greinar40 Kvartanir og leiðindi sendist á steinaeyjan@gmail.com með framtíð mosfellsbæjar í sínum höndum Það búa ekki öll bæjarfélög að því að geta státað af jafn stórri og glæsilegri lúðrasveit og bærinn okkar. Skólahljómsveit Mosfellsbæjar er skipuð nemendum allra grunnskólanna í bænum og nokkrum framhaldsskólanemum en rúmlega 100 börn og unglingar á aldrinum 8-18 ára stunda tónlistarnám í gegnum hljómsveitarstarfið og hafa vinsældir þess aukist að undanförnu. Kennararnir, sem einnig eru stjórnendur sveitarinnar, fara á milli skólanna og kenna nemendum á hljóðfærin sín á skólatíma svo tónlistarnámið er einkar þægilegt fyrir bæði foreldra og nemendur þar sem tíminn skiptir miklu máli í önnum dagins. Nem- endur skiptast í þrjár sveitir eftir því hve langt þeir eru komnir í tónlistarnáminu en hver sveit æfir saman ásamt kennurum 1-2 sinnum í viku í aðstöðu hljómsveitarinnar í Varmárskóla. Í haust hefur verið nóg að gera hjá Skóla- hljómsveitinni. Þann 17. nóvember tók sameinuð B- og C-sveit hljómsveitarinnar, sem samanstendur af nemendum á mið- og elsta stigi, þátt í Óskalögum þjóðarinnar í Hörpu. Þar lék hljómsveitin nokkur lög undir stjórn Kristjóns Daðasonar, að þessu sinni í glænýjum einkennisbúningi sem svo sannarlega setur fallegan svip á þennan hæfileikaríka hóp. Ekki er hægt að segja annað en að sveitin hafi staðið sig með prýði og verið sjálfri sér og bæjarfélaginu til mikils sóma. Laugardaginn 30. nóvember spilaði sami hópur svo jólalög fyrir bæjarbúa í Kjarna áður en kveikt var á jólatré bæjarins við góðar undirtektir viðstaddra. Mánudag- inn á eftir endurtók sveitin svo leikinn, að þessu sinni ásamt kór aldraðra, Vorboðum, en hópurinn hélt þá tónleika fyrir gesti og gangandi í Kjarna. Næst á dagskrá hjá þess- um hópi verður svo tónlistarflutningur við útskrift nýstúdenta við Borgarholtsskóla sem orðinn er árviss viðburður hjá hljóm- sveitinni. Það er ótrúlegt að sjá hvað krakkarnir hafa náð góðum árangri og kennarar þeirra eiga svo sannarlega hrós skilið fyrir hvernig þeim tekst að laða fram það besta hjá hverjum nemanda. Fyrir foreldra er það töfrum líkast að sjá barn sitt spila á glampandi hljóðfæri og hlusta á hvernig það framkallar fallega tóna úr hljóðfærinu sínu. Það er vissulega ótrúlegt hvað hægt er að kenna ungum krökkum að spila á hljóðfæri sem eru í sumum tilfellum næst- um því jafnstór og þau sjálf. Gleði og stolt yfir góðum viðtökum hvetur krakkana líka svo sannarlega til að leggja sig fram og gera sitt besta. Það kostar ómælda vinnu að gera starfið eins gott og það er. Til dæmis um það má nefna að í nóvember fóru B- og C- sveit í æfingabúðir í Húsaskóla frá föstudegi til laugardags ásamt Kristjóni stjórnanda þar sem sveitin æfði og fínpússaði dagskrá komandi tónleika í Hörpu. Framundan á næsta ári er landsmót A- og B-sveita sem haldið verður í Reykjanes- bæ í lok apríl. Þá munu yngstu meðlimir hljómsveitarinnar fá að spreyta sig í tón- leikahaldi ásamt B-sveitinni. Það að koma fram og taka þátt í tónleikum er afar mikil- vægur hluti af tónlistarstarfinu og því mik- ilvægt að foreldrar séu duglegir að hvetja börn sín áfram, hjálpa þeim við æfingar og gefa þeim tækifæri til að sýna sitt besta. Það má með sanni segja að við getum öll verið stolt af þessum hæfileikaríku krökkum og kennurunum þeirra, sem hafa sýnt okkur að þeir eiga framtíðina fyrir sér í heimi tónlistarinnar. Fyrir hönd foreldra Kristín Ásta Ólafsdóttir 5 Birkir og Eyþór hjá Steinaeyjunni taka hér saman lista yfir þá Mosfell- inga sem eru með framtíð Mosfellsbæjar í sínum höndum. alexander Kleinman Þetta kúrdýr ættu flestir Mosfellingar að kannast við. En hann er að slá í gegn í at- vinnumennskunni með Haverhill Rovers í England. Hann „representar“ Mosfellsbæ hvert sem hann fer og er líklegur til að gera Mosfellsbæ alþjóðlegan. Alli Kleina er helvíti sterkur á Lengjunni á líka. Gylfi Hólm Þessi krúttbangsi varð að manni laugardag- inn síðastliðinn, og er hann tvímælalaust stolt Mosfellsbæjar. Hann hefur tekið virkan þátt í félagslífi Mosfellsbæjar og tók upp umdeilda stuttmynd hér í Mosfellsbæ árið 2017 sem kallast Jólavandinn en hún fór eins og eldur í sinu um veraldarvefinn. Hann reis úr öskunni eins og fuglinn Fönix frá Aftureldingu og tók svo slaginn með Álafossi og skoraði heil 3 mörk þar í sumar. Brynjar vignir - a.k.a. Binni seðill. Þetta er það sem allir hafa beðið eftir. Hann er auðvitað þekktur fyrir að loka dílum innan sem utan vallar. Einnig er hægt að bæta því við að hann er góðvinur Mikaels Nikulássonar hlaðvarps- kóngs og milljónamærings. Hann er einn af efnilegustu markmönnum Íslands í hand- bolta og var nýlega valinn í U-18 landsliðið sem mun taka þátt á móti í Þýskalandi. Hlýjar kveðjur frá Steinaeyjunni: MAKE US PROUD. Halli bæjó Þessi virðulegi bæjarstjóri okkar er ekki bara „pretty face babe“. Það er heili á bak við þetta andlit. Allir sem hafa talað við hann geta vottað það að hann er með gáfuðustu mannverum á plánetunni jörð. Sömuleiðis er hann mjög efnilegur í golfi og byggði einn merkilegasta golfskála Íslands og skemmtilegan veitingastað. En á hinn bóginn gat hann ekki gert knattspyrnuhús í fullri stærð (What’s Up with That?). gunnar malmquist - a.k.a. Gunni ljón, Gunni Mall, Muscular Malmquist, The new Zohan, The almighty barber, Þykki M, Gillz 2.0, alt muligt mand, Viking Blendz og Víkingur Blönduós. Viking Blendz hefur skotist nýlega upp á stjörnuhimininn og heldur úti vinsælum instagram reikningi þar sem hann sýnir hæfileika sína með rakvélina. Hann hefur verið að gera garðinn frægan með því að gera „skin-fade“ og „bælað fade“ í íbúa bæjarins. Skólahljómsveit Mosfells- bæjar vex og dafnar Framsóknarfélag Mosfellsbæjar sendir Mosfellingum nær og fjær hugheilar jóla- og nýárskveðjur Stjórnin

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.