Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 34
N a m o e h f. - S m i ð j u v e g i 7 4 ( g u l g ata ) - 2 0 0 K ó pavo g i Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Ágúst Jensson ráðinn
framkvæmdastjóri
Aðalfundur Golfklúbbs Mosfells-
bæjar fór fram í byrjun desember.
Stærsta mál fundarins var end-
urfjármögnun
klúbbsins eins
og greint var frá
í síðasta blaði en
Mosfellsbær mun
eignast neðri hæð
íþróttamiðstöðv-
arinnar Kletts.
Á fundinum var
Ágúst Jensson kynntur sem nýr
framkvæmdastjóri og hefur hann
þegar hafið störf. Ágúst hefur meðal
annars starfað sem yfirvallarstjóri
GR, framkvæmdastjóri GA og nú
síðast vallarstjóri á St. Leon-Rot
golfvellinum í Þýskalandi.
- Íþróttir34
Guðmundur ráðinn
þjálfari kvennaliðsins
Handknattleiksdeild Aftureldingar
hefur skrifað undir samning við
Guðmund Pálsson um þjálfun
meistaraflokks kvenna í handbolta.
Guðmundur stýrir liðinu í fyrsta leik
eftir pásu í Olís-deildinni 18. janúar.
„Handknattleiksdeild Aftureldingar
er afar stolt af að fá svona flottan
þjálfara í slaginn með okkur,“
segir Hannes Sigurðsson formaður
deildarinnar. Með Guðmundi og
Hannesi á myndinni er Erla Dögg
formaður meistaraflokksráðs.
Haraldur Þorvarðarson hætti sem
þjálfari í byrjun desember og í
yfirlýsingu frá Aftureldingu segir
að það sé niðurstaða hlutaðeigandi
aðila eftir skoðun og viðræður um
stöðu flokksins og heildrænt mat.
Oskar Wasilewski
til Aftureldingar
Knattspyrnudeild
Aftureldingar
hefur gert tveggja
ára samning við
varnarmanninn
efnilega Oskar
Wasilewski. Oskar
er 19 ára gamall
Skagamaður sem
getur bæði leyst stöðu miðvarðar
og bakvarðar. Hann var fyrirliði ÍA
sem varð Íslandsmeistari í 2. flokki
í sumar og á að baki 12 meistara-
flokksleiki með Kára í 2. deild karla.
Gunnar Magnússon tekur við Aftureldingu eftir tímabilið
Gunni tekur við í sumar
Gunnar Magnússon þjálfari Hauka og
aðstoðarþjálfari íslenska handknattleiks-
landsliðsins mun taka við þjálfun meist-
araflokks Aftureldingar sumarið 2020.
Einar Andri Einarsson hefur ákveðið að
hætta eftir yfirstandandi keppnistímabil
þegar samningur hans rennur út, eftir
sex ár í Mosfellsbænum.
Lið Aftureldingar hefur spilað
mjög vel á tímabilinu og er í 2.
sæti Olís-deildarinnar nú þegar
jólafríið er hafið. Einar Andri
hefur náð góðu márangri með
liðið á síðustu árum og m.a. leikið
tvisvar til úrslita um Íslandsmeist-
aratitilinn og til úrslita um Coca Cola bikar
karla. Einar Andri hefur auk þess starfað
sem yfirþjálfari yngri flokka félagsins og
kennt við handboltaakedemíuna í FMOS.
Þriggja ára samningur
Gunnar er reyndur og sigursæll þjálf-
ari og hafa lið undir hans stjórn unnið
Íslandsmeistara-, deildarmeistara- og
bikarmeistaratitla undanfarin ár. Hann
hefur meðal annars þjálfað Hauka í Olís-
deildinni undanfarin 5 ár og þar áður stýrði
hann liði ÍBV, auk starfa sinna hjá HSÍ sem
aðstoðarlandsliðsþjálfari.
Gunnar gerir þriggja ára samning um
þjálfun meistaraflokks karla Aftureldingar
og mun einnig starfa sem yfirþjálfari yngri
flokka.
Gunnar hefur störf í júní 2020.
Þann 11. desember þreyttu byrjendur í karate sitt fyrsta beltapróf,
þar sem þeir sýndu m.a. stöður, spörk, tækni, framkomu og kata.
Að þessu sinni tóku 15 iðkendur prófið og stóðust það með prýði
og fengu allir rautt belti og gráðuna 9. kyu.
Nú eru allir iðkendur komnir í jólafrí. Æfingar framhaldshópa
og fullorðinna hefjast samkvæmt æfingatöflu 7. janúar 2020 en hjá
byrjendahópum 8. janúar (yngri byrjendur kl. 17:30-18:15 og eldri
byrjendur kl. 18:15-19:00). Nýir iðkendur eru ávallt velkomnir.
Gráðun hjá byrjendum í karatedeildinni
fyrsta beltaprófið í höfn
gunni magg er væntanlegur
í mosfellsbæ í júní
Íþróttafólk aftureldingar verður kunngert
á árlegri uppskeruhátíð félagsins sem
fram fer 27. desember í hlégarði kl. 18.00.
Afreksíþróttafólki Aftureldingar sem skaraði fram úr á árinu
2019 verða veitt verðlaun. Einnig verður lið ársins hjá Aftureld-
ingu kynnt, Vinnuþjarkur ársins verðlaunaður og margt fleira.
lifandi tónlist og frábærar veitingar.
allir velkomnir!
Sjáumst í hlégarði 27. desember!
Ungmennafélagið Afturelding
ÍþróttafólK
aftureldiNgar
2019
María Guðrún og Andri Freyr,
íþróttafólk Aftureldingar 2018.