Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 8
Skrifstofa félagsstarfsins er opin
alla virka daga kl. 13–16. Sími félags-
starfsins er 586-8014. Forstöðumaður
félagsstarfs eldri borgara í Mosfellsbæ
er Elva Björg Pálsdóttir tómstunda-
og félagsmálafræðingur, s: 698-0090.
Skrifstofa FaMos á Eirhömrum
er opin alla fimmtudaga frá 15–16.
Ingólfur Hrólfsson formaður
s. 855 2085 ihhj@simnet.is
Úlfhildur Geirsdóttir varaformaður
s. 896 5700 bruarholl@simnet.is
Margrét Ólafsdóttir gjaldkeri
s. 863 3359 margretjako@gmail.is
Snjólaug Sigurðardóttir ritari
s. 897 4734 snjolaugsig@simnet.is
Kristbjörg Steingrímsdóttir meðstjórnandi
s. 898 3947 krist2910@gmail.is
Halldór Sigurðsson 1. varamaður
s. 893 2707 dori007@simnet.is
Jóhanna B. Magnúsdóttir 2. varamaður
s. 899 0378 hanna@smart.is
StJÓrn FaMoS
FélaG aldraðra
í Mosfellsbæ og nágrenni
famos@famos.is
www.famos.is
Eldri borgarar • þjónustumiðstöðin eirhömrum • fram undan í starfinu
Gönguhópur fyrir mjög
virka og hressa 60+
Okkur hefur borist fyrirspurn um
hvort ekki væru einhverjir hressir og
kátir „heldri“ borgarar í Mosfellsbæ sem
langaði að labba saman t.d. á fellin hér í
kring eða einhverja krefjandi göngutúra
sem taka smá í. Okkur langar að leiða þær
manneskjur saman. Það eru margir sem
eru að labba einir sem kannski langar í
skemmtilegan félagsskap. Þeir sem hafa
áhuga á að vera með, endilega hafið
samband við okkur í félagsstarfinu alla
virka daga í síma 586-8014 /698-0090 eða
á elvab@mos.is. Gerum gott heilsueflandi
samfélag enn betra og verum með.
Stefnum á að byrja um miðjan janúar.
Leikfiminámskeið fyrir 67 ára og eldri í
World Class í Lágafellslaug
SKrÁnInG Er BYrJUð
í World Class
Mosfellsbær er heilsueflandi samfélag og
lögð hefur verið áhersla á að auðvelda
eldri borgurum að stunda hreyfingu.
Verkefnið byggir á samstarfi FaMos,
Mosfellsbæjar, Heilsugæslu Mosfellsbæjar
og World Class í Mosfellsbæ.
Byrjendur verða á mánudögum og mið-
vikudögum kl 9:30 og framhaldshópar
9:00/10:00/11:00 á þriðjudögum og
fimmtudögum. Endilega að nýta sér
þessa frábæru hópa.
Jólaljósaferð
Nú skellum við okkur í bæinn og skoðum
fallegustu jólaljósin föstudaginn 20.
des. Við ætlum að hittast 18:45 í anddyri
Eirhamra og fara með rútu kl 19:00 og
verðum í rútunni allan tímann. Stoppað
verður á fallegum útsýnisstöðum og
hressing í boði í rútunni. Áætlað er að
ferðin taki um 2 klst. Skráning nauðsynleg
á þátttökublað, í síma 8997024 (Heiðrún)
eða í síma 586-8014. Höfum gaman
saman og njótum þess að sjá falleg
jólaljós. Verð í rútu aðeins 500 kr. Allir
velkomnir með.
lEIKFIMI FYrIr EldrI
BorGara
Byrjar fimmtudaginn 9. jan. 2020. Kennari
er Karin Mattson og verða tveir hópar.
Hópur 1
Kl. 10:45. Áhersla á aðeins léttari leikfimi,
hentar vel veikburða fólki og fólki með
grindur.
Hópur 2
Kl. 11:15. Almenn leikfimi, fyrir þá sem
eru í ágætisformi.
Leikfimin er gjaldfrjáls og er liður í
því að búa í Heilsueflandi samfélagi í
Mosfellsbæ. Kennt er í leikfimisalnum á
Eirhömrum. Öllum velkomið að mæta og
vonum við svo sannarlega að fólk nýti sér
leikfimina.
Gleðileg jól kæru vinir
Síðasti dagurinn okkar fyrir jólafrí
er fimmtudagurinn 19. nóv., opnum
svo aftur hress og kát mánudaginn
6. janúar kl. 13:00.
- Fréttir úr bæjarlífinu8
Gufubaðsklefinn í Varmárlaug hefur fengið
tímabæra andlitslyftingu. Skipt hefur m.a.
verið um allan panel í klefanum og nýir
bekkir settir upp sem gerir það að verkum
að fleiri geta verið með góðu móti í klefan-
um í einu.
Til viðbótar má m.a. nefna að nýr ofn
hefur verið tekinn í gagnið auk þess sem
hita- og rakamælar hafa verið endurnýjað-
ir. Síðast en ekki síst var sett upp ný hurð úr
hertu gleri í stað gömlu viðarhurðarinnar
sem verið hefur upp í nokkra áratugi og var
svo sannarlega orðið barn síns tíma. Einnig
hefur hvíldaraðstaða tekið stakkaskiptum
til hins betra.
Vígt vatn í fyrstu gufubaðsferðinni
Í tilefni vígslu á endurbættum gufubaðs-
klefanum bauð Sigurður Guðmundsson
íþróttafulltrúi félögum í Gufufélagi Mos-
fellsbæjar til veislu síðdegis á laugardaginn.
Fyrsta verk var að Sigurjón Ásbjörnsson,
andlegur fulltrúi og djákni félagsins, vígði
vatnið sem notað var í fyrstu gufubaðsferð
félagsmanna í betrumbættum klefa.
Forseti félagsins, Valur Oddsson, þakkaði
íþróttafulltrúa fyrir breytingarnar fyrir hönd
félagsmanna. Andlitslyftingin hafi verið
löngu tímabær. Var m.a. minnt á að um
tveir áratugir væru síðan Ásgeir Pétursson,
varaforseti og fyrrverandi hákarlahirðir
klúbbsins, hafi undirstrikað nauðsyn þess
að bæta aðstöðuna í örstuttu viðtali við eitt
þáverandi bæjarblaða. Góðir hlutir gerast
hægt.
tilhlökkun fyrir aðalfundi á gamlársdag
Sem fyrr hangir krúnudjáns félagsins,
sjálf Moggaklukkan, uppi í hvíldarað-
stöðunni auk þess sem uppi á vegg hanga
fregnir af helstu tíðindum úr sögu félagsins
á liðnum árum og birst hafa í helstu fjöl-
miðlum landsins. Guðni í Artpro sá um
vinna það efni af smekkvísi undir öruggri
leiðsögn Sigurðar íþróttafulltrúa.
Góður rómur var gerður meðal félags-
manna að lagfæringunum. Nýi klefinn er
mun bjartari og rúmbetri en sá gamli. Sjá
félagsmenn fram á að enn auðveldara en
áður verði að leysa lífsgátuna í nýja klefan-
um eða í endurbættri hvíldaraðstöðu auk
þess sem tilhlökkun ríkir að halda aðalfund
klúbbsins á gamlársdag í jafn góðri aðstöðu
og raun ber vitni.
Bætt aðstaða í Varmárlaug • Gufufélag Mosfellsbæjar tekur breytingum fagnandi
Gufuklefinn fær andlitslyftingu
gufufélagar í
allri sinni dýrð
vígsla nýrrar gufu
5. bekkingar tóku
þátt í Jól í skókassa
Jól í skókassa er alþjóðlegt verkefni
sem felst í því að fá börn jafnt sem
fullorðna til þess að gleðja önnur
börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma
og erfiðleika með því að gefa þeim
jólagjafir. Gjafirnar eru settar í
skókassa og til þess að tryggja að
öll börnin fái svipaða jólagjöf er
mælst til þess að ákveðnir hlutir séu
í hverjum kassa. Krakkarnir í 5. bekk
í Lágafellskóla
söfnuðu í 20
skókassa og
afhentu KFUM/
KFUK. Ákveðið
var að taka þátt
í þessu verkefni
í framhaldi af
námsefninu
Fátækt og hungur og fræðslu um
Barnasáttmála Sameinuðu þjóð-
anna. Skókassarnir verða sendir til
Úkraínu en þar búa um 46 milljónir
manna. Atvinnuleysi er þar mikið
og ástandið víða bágborið. Á því
svæði þar sem jólagjöfunum verður
dreift ríkir mikil örbirgð. Íslensku
skókössunum verður meðal annars
dreift á munaðarleysingjaheimili,
barnaspítala og til barna einstæðra
mæðra sem búa við sára fátækt.