Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 16
 - Matarhorn16 Hátíð fer að höndum ein • Ekkert má klikka í eldhúsinu þegar á reynir • Rétt vín og rauð jól Mikilvægasta máltíð ársins? Matarhorn Mosfellings Ungnauta ribeye Hægeldað í heilu • Lokið steikinni á heitri pönnu í 2-3 mínútur á hlið. • Setjið í 60°C heitan ofn í 6-7 tíma eða þar til steikin nær 55°C í kjarnhita fyrir medium rare eða 58°C fyrir medium eldun. • Látið steikina standa í ca. 8-12 mínútur eftir eldun áður en hún er borin fram. Nú fer í hönd hátíð ljóss og friðar þar sem landsmenn gera vel við sig í mat og drykk. Þá getur borgað sig að vera með réttu eldunarleiðbeiningarnar með sér í eldhúsinu. Hér eru tvær skotheldar aðferðir við vinsæla hátíðarrétti frá Kjötbúðinni. Hamborgarhryggur • Hitið ofninn í 180°C, setjið hrygginn í ofnpott með vatni, maltöli og tómatpúre rúmlega upp fyrir hálfan hrygg og snúið eftir 1 klst. • Setjið kjarnhitamæli í hrygginn miðjan og bíðið eftir að hann nái 50-55°C. Setjið þá karamellugljáa á hrygginn og látið hrygginn ná 65°C hita. • Takið hrygginn út og látið standa í 8-12 mín. Notið soðið í sósugerð. HamborgarHryggur er vinsæll jólamatur Þolinmæði Þarf til að eldunin Heppnist Við mælum með: Piccini Memoro Hamborgarhryggur er yfirleitt ekki besti vinur vínsins. Hér krefst að hafa vínin ávaxtarík, berjamikil og lítil tannín í rauðvínum til að vega á móti milda saltinu og reyknum í kjötinu og sérstaklega ef meðlætið er í sætari kantinum. Við mælum með: Ramon Bilbao Crianza Eins og gott hjónaband, tannínríkt rauðvín og steik. Hér er gott að hafa öflugt rauðvín sem skilar sínu á móti steikinni. m o s f e l l s b æ og farsæld á komandi ári Bestu óskir um gleðileg jól

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.