Mosfellingur - 19.12.2019, Blaðsíða 38
- Aðsendar greinar38
Framundan eru tímamót: vetrar-
sólhvörf, jól og áramót á næsta leiti.
Lífgjafi okkar allra hækkar á lofti,
skammt undan lúrir janúar sem er
nefndur eftir rómverska guðnum
Janusi með andlitin tvö, annað sneri
til fortíðar en hitt fram á veginn.
Hér á eftir hyggjumst við und-
irrituð drepa stuttlega á það sem
hefur verið ofarlega á baugi síðustu
misserin á vettvangi sveitarfélags-
ins okkar, um leið og við horfum til
framtíðar.
Endurskoðun aðalskipulags
Í Mosfellsbæ er í gildi aðalskipu-
lag fyrir árin 2011–2030. Eftir síðustu
bæjarstjórnarkosningar var tekin sú
ákvörðun að endurskoða skipulagið, það
ferli stendur yfir og áætlað að það taki um
þrjú ár. Skipulagsmál snerta daglegt líf og
lífsgæði okkar allra á einn eða annan hátt
og því mikilvægt að þessi endurskoðun
byggi á skarpri framtíðarsýn, hún sé vel
ígrunduð og markviss.
Fjármál
27. nóvember sl. var fjárhagsáætlun
Mosfellsbæjar samþykkt í bæjarstjórn. Í
áætlun fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir að
rekstrarafgangur verði 340 m.kr. og fram-
kvæmdakostnaður næsta árs nemi tæpum
þremur milljörðum króna. Þar vega þyngst
framkvæmdir við skóla-, gatna- og veitu-
mannvirki, þau viðamestu sem sveitarfé-
lagið hefur ráðist í til þessa. Gert er ráð fyrir
hóflegri hækkun á gjaldskrám, í takti við þá
stefnu sem mörkuð var í lífskjarasamning-
unum og leikskólagjöld munu lækka um
5% í samræmi við málefnasamning V- og
D-lista sem gerður var eftir síðustu kosn-
ingar.
Skólamál - íþróttamál
Stór hluti tekna sveitarfélagsins fer í
að sinna skólahaldi; síðustu árin hefur
bygging hins glæsilega Helgafellsskóla
vegið þar þyngst en síðastliðið sumar fóru
einnig fram miklar endurbætur á húsnæði
Varmárskóla.
Samkvæmt fjárhagsáætlun verður stofn-
aður nýsköpunar- og þróunarsjóður en
hlutverk hans er að styrkja kennara til að
vinna að verkefnum sem leiða til framþró-
unar í skólum bæjarins.
Stöðugt þarf að huga að uppbyggingu og
viðhaldi íþróttamannvirkja í ört stækkandi
sveitarfélagi líkt og Mosfellsbæ.
Það nýjasta er fjölnota íþróttahús
á Varmá sem mun gerbreyta að-
stöðunni til knattspyrnuiðkunar.
Haldin var opin samkeppni um
nafn hússins og tóku 235 einstakl-
ingar þátt í henni. Var það afar
ánægjulegt að sjá að bæjarbúar
létu sig nafngiftina varða og lögðu
fram margar góðar tillögur. Nið-
urstaða dómnefndar var að velja
nafnið Fellið en sex einstaklingar
lögðu það nafn til.
Hlégarður
Menningarmál skipa vegleg-
an sess í Mosfellsbæ og í okkar
augum leikur félagsheimilið
Hlégarður þar stórt hlutverk. Í málefna-
samningi núverandi meirihluta er getið
um stefnumótun um Hlégarð þar sem eitt
höfuðmarkmiðið er að nýta húsið betur í
þágu Mosfellinga. Menningar- og nýsköp-
unarnefnd bæjarins hefur haldið utan um
þessa stefnumótun þar sem dregnar voru
upp mismunandi sviðsmyndir, hvað varðar
rekstrarform og nýtingu hússins.
Niðurstaðan varð sú að velja svonefnda
blandaða leið, þar sem samið verður við
núverandi rekstraraðila um áframhaldandi
rekstur og jafnframt mun Mosfellsbær ráða
viðburðastjóra sem tryggir bæjarfélaginu
og bæjarbúum greiðari aðgang að húsinu.
Gera þarf töluverðar breytingar á bygging-
unni svo hún nýtist sem best og styttist í að
tillögur arkitekta þar um líti dagsins ljós.
Ný umhverfisstefna
Bæjarstjórn Mosfellsbæjar hefur sam-
þykkt nýja umhverfisstefnu fyrir árin 2019–
2030. Stefnan tekur mið af heimsmark-
miðum Sameinuðu þjóðanna og má lesa
hana á heimasíðu bæjarins. Við hvetjum
bæjarbúa til að kynna sér þessa metnaðar-
fulla stefnu og láta sig umhverfismál varða
í víðustum skilningi þess orðs, minnugir
þess að heimsbyggð og heimabyggð eru
eitt og hið sama.
Þegar öllu er á botninn hvolft.
Vinstri-græn í Mosfellsbæ óska öllum
bæjarbúum gleðilegra jóla, árs og friðar.
Bjarki Bjarnason, bæjarfulltrúi VG
og forseti bæjarstjórnar.
Bryndís Brynjarsdóttir, varabæjarfulltrúi VG.
Hækkar sól um jól
Það hefur eflaust ekki farið fram-
hjá Mosfellingum frekar en öðrum
landsmönnum að eftir um 12 ára
ferli þá munu ný umferðarlög taka
gildi um áramótin. Margt nýtt er í
lögunum sem vert er að taka eftir.
Hér eru nokkur nýmæli.
Snjalltæki
Í lögunum eru ákvæði er varða snjalltæki
og bann við notkun þeirra gert skýrt, jafnt
fyrir ökumenn vélknúinna ökutækja sem og
fyrir hjólreiðamenn.
Létt bifhjól
Létt bifhjól eru nú skráningar- og skoð-
unarskyld.
Ölvunarakstur
Í lögunum telst ökumaður ekki geta
stjórnað ökutæki örugglega ef vínanda-
magn mælist 0,2‰ í blóði hans. Hlutlægu
mörkin sem segja til um það hvort ökumað-
ur geti stjórnað ökutæki örugglega eru því
lækkuð úr 0,5‰ í 0,2‰.
Öryggisbelti í hópbifreiðum
Ekki er heimilt að veita undanþágu frá
notkun öryggis- og verndarbúnaðar í hóp-
bifreiðum í almenningsakstri í dreifbýli á
vegum þar sem heimilt er að aka hraðar en
80 km á klst.
Akstur í hringtorgum
Sett eru sérstök ákvæði um akstur í
hringtorgum. Þannig er lögfest að öku-
maður í ytri hring skal veita þeim sem ekur
í innri hring forgang út úr torginu. Þá skal
ökumaður í hringtorgi, sem skipt
er í tvær akreinar, velja hægri
akrein (ytri hring), ætli hann að
aka út úr hringtorginu á fyrstu
gatnamótum.
Bannað að leggja bílum í botn-
langagötu
Í lögunum er sérstaklega áréttað
að ekki megi leggja í snúningssvæði í botn-
langagötum.
Hjólreiðamaður skal gefa hljóðmerki
Í lögunum er kveðið á um að hjólreiða-
maður skal gefa hljóðmerki þegar hann
nálgast gangandi vegfarendur ef ætla má
að þeir verði hans ekki varir.
Framhaldsskólar
Í umferðarlögunum er nú sérstaklega
kveðið á um það að umferðarfræðsla skuli
fara fram í framhaldsskólum. Ráðherra sem
fer með fræðslumál ákveður að fenginni
umsögn Samgöngustofu nánari tilhögun
fræðslu og sveitarstjórnum ber að fræða
almenning um þær sérreglur er gilda á
hverjum stað.
Af þessum fáu punktum má sjá að það
eru allmargar þarfar breytingar sem nú
komast inn í lögin. Margar aðrar breytingar
mætti hér kynna en best að að skoða lögin
í heild sinni. Lögin er að finna á heimasíðu
Alþingis. Umferðarlög nr. 77/2019.
Bestu jólakveðjur
Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson
Ökukennari – 820 1616
Umferðarlög
– breytingar um áramótin
Næsta blað kemur út:
9. jaNúar
Efni og auglýsingar
skulu berast fyrir
kl. 12, mánudaginn
6. janúar.
Leikfiminámskeið veL sótt
M
yn
d/
Ra
gg
iÓ
la
Leikfimi fyrir 67 ára og eldri heldur áfram að slá
í gegn. Hér má sjá glæsilegan hóp eftir 12 vikna
námskeið ásamt þjálfurunum Höllu Karen og Bertu.