Fréttablaðið


Fréttablaðið - 14.09.2015, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 14.09.2015, Qupperneq 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 1 4 . t ö l u b l a ð 1 5 . á r g a n g u r M á n u d a g u r 1 4 . s e p t e M b e r 2 0 1 5 Fréttablaðið í dag skoðun Ensk stjórnmál og áhrif þeirra hér. 12-13 sport Breiðabliksstúlkur fengu Íslandsbikarinn afhentan. 14-16 Menning Líf og fjör í Skíris- skógi. 22-24 lÍfið Leikur í nýrri herferð. 28-30 plús 2 sérblöð l fólk l  fasteignir *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 Sími 512 4900 landmark.is Á sprettinum við Sæbraut Margir nota göngustíginn meðfram sjónum við Sæbraut til hvers konar útiveru. Hér má sjá ungan mann skokka fram hjá listaverkinu Vörðunni eftir Jóhann Eyfells. Hinum megin við sundið má svo sjá Kjalarnesið. Fréttablaðið/Pjetur efnahagsMál Vinnumarkaðsrann- sókn Vinnumálastofnunar spáir enn frekari samdrætti í atvinnuleysi á næsta ári og að atvinnuleysi á árs- grundvelli verði um 2,7 prósent. Þá spáir stofnunin því að vöxtur verði í innflutningi á erlendu vinnuafli. Hagvöxtur jókst um 5,2 prósent á fyrstu sex mánuðum ársins, verð- bólga eykst, Seðlabankinn hefur í tví- gang hækkað stýrivexti og auk þess boðar ríkisstjórnin skattalækkanir og afnáms tolla á sérvöru. Þórólfur Matthíasson, prófessor við hagfræði- deild Háskóla Íslands, segir margt benda til þenslumyndunar. „Það eru alls konar merki sem benda til þess að slakinn í efnahags- lífinu sé búinn og farið er að ganga á hann,“ segir Þórólfur. Hann segir að þó sé ekki hægt að fullyrða að ástandið á vinnumark- aðnum sé orðið álíka og fyrir hrun. „Við búum enn við fjármagnshöft þannig að við höfum ekki sama inn- flæði fjármagns eins og við höfðum fyrir hrun. Að því leyti er ástandið ólíkt.“ Hann segir að stjórnvöld verði að beita sér í meira mæli samhliða Seðlabankanum við að passa upp á að hér skapist ekki of mikil þensla. „Samtök atvinnulífsins hafa þegar bent á að óvarlegt er að fara út í þær skattalækkanir sem hafa verið boð- aðar. Það þarf að samþætta fjármála- pólitíkina og peningamálapólitíkina,“ segir Þórólfur og bendir á að það sé varhugavert að velta allri ábyrgð vegna þenslumyndunar yfir á Seðla- bankann en það komi til með að valda vaxtahækkunum. „Og þeir [vextirnir] eru nú nógu háir fyrir af ýmsum ástæðum. Það væri æskilegra að beita fjárlögunum í meira mæli til að draga úr skattalækkunum og frestunum á framkvæmdum og þess háttar.“ Bjarni Benediktsson virðist ekki sömu skoðunar en hann telur ríkis- sjóð ekki standa í þensluhvetjandi aðgerðum og telur höfrungahlaup- ið á vinnumarkaði ekki til bóta. – sa, srs / sjá síðu 4 Óábyrgt er að velta ábyrgð á Seðlabanka Margir þættir í efnahagslífinu benda til þenslumyndunar. Prófessor í hagfræði telur mikilvægt að beita fjárlögum í meira mæli til að berjast gegn þenslumynd- un. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur ríkissjóð ekki ýta undir þenslu. ✿ Menntun atvinnulausra G ru nn sk ól am en nt un Fr am ha ld ss kó la m en nt un H ás kó la m en nt un 60 50 40 30 20 10 % ❚ október 2008 ❚ júlí 2015 Það þarf að sam- þætta fjármála- pólitíkina og peningamála- pólitíkina“ Þórólfur Matthíasson bandarÍkin Skógareldar geisa enn á vesturströnd Bandaríkjanna og þurftu þúsundir Bandaríkja- manna að flýja heimili sín í gær vegna skógarelda norður af borginni San Francisco. Eldarnir  höfðu í gær  brennt  rúma fjörutíu þúsund hektara af ræktarlandi,  auk skóla, verslana og 81 heimilis til grunna. Fimm þúsund slökkviliðsmenn voru á svæðinu að reyna að ráða við aðstæður í gærdag. Jerry Brown, ríkisstjóri Kaliforníu, sem San Francisco tilheyrir, hefur lýst yfir neyðarástandi. Miklir skógareldar hafa geisað á vesturströnd Bandaríkjanna undan- farið vegna þurrkatímabils undan- farinna ára sem eru með þeim verstu í manna minnum. Kalifornía hefur varið hundruðum milljóna bandaríkjadala í að berjast við eldana. Þar af rúmlega 200 millj- ónum, andvirði 25 milljarða íslenskra króna, í júlímánuði einum. – þea Skógareldar eyðileggja tugi heimila Eldhaf gleypti bifreiðar og byggingar í Kaliforníu í gær. NordicPhotos/AFP

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.