Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 6

Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 6
Nicotinell, lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Hætta skal alfarið reykingum meðan á meðferð með Nicotinell stendur. Upphafsskammtur skal ákvarðaður út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Verði vart við aukaverkanir þegar hærri styrkleiki er notaður skal íhuga að skipta yfir í lægri styrkleika. Meðferðarlengd er einstaklingsbundinn. Samtímis neysla á súrum drykkjum, eins og t.d. kaffi og sódavatni, getur minnkað frásog nikótíns í munni. Forðast skal þessa drykki í 15 mínútur fyrir notkun lyfjatyggigúmmís. Tyggja skal eitt stykki Nicotinell lyfjatyggigúmmí við reykingaþörf. Venjuleg notkun er 8-12 stykki á sólarhring, þó ekki fleiri en 15 stykki af 4 mg lyfjatyggigúmmíi og 25 stykki af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Vegna eiginleika lyfjatyggigúmmís sem lyfjaforms getur nikótínþéttni í blóði verið mismunandi á milli einstaklinga. Því skal miða tíðni skammta við einstaklingsþörf, innan uppgefinna hámarksskammta. Tyggja skal eitt lyfjatyggigúmmí þar til finnst sterkt bragð. Lyfjatyggigúmmíið skal því næst hvíla á milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal byrja að tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mínútur. Í flestum tilfellum skal meðferðin standa í a.m.k. 3 mánuði. Eftir 3 mánuði skal draga smám saman úr notkun. Venjulega er ekki mælt með notkun Nicotinell lyfjatyggigúmmís lengur en í eitt ár. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Þeir sem reykja ekki og þeir sem hafa ofnæmi fyrir einhverju innihaldsefnanna eiga ekki að nota Nicotinell. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota Nicotinell ef þú: ert þunguð, með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi. Einstaklingar undir 18 ára aldri mega ekki nota Nicotinell nema að læknisráði. Nikótín sem er gleypt getur valdið versnun einkenna hjá sjúklingum sem eru með bólgu í vélinda, munni eða koki, magabólgu eða magasár. Einstaklingum með gervitennur, eiga við vandamál í liðamótum kjálka og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform en lyfjatyggigúmmí. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfjatyggigúmmíið. Athuga ber að lyfjatyggigúmmíið og munnsogstöflurnar innihalda natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321) sem getur valdið staðbundinni ertingu slímhúðar en sumar bragðtegundir innihalda að auki sorbitól (E420), maltitól (E965) eða aspartam (E 951) sem ekki allir mega taka. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfis hafi: Novartis Consumer Health S.A. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ ® Ertu að hætta að reykja? Veistu hvaða bragðtegund hentar þér? Lyfjaauglýsing Fæst í 6 bragðtegundum! NICOTINELL LYFJATYGGIGÚMMÍ Nicotinell-6-bragdtegundir-5x10 copy.pdf 1 12/08/15 09:40 Palestínufólk hreinsar upp brak í Al-Aqsa-moskunni í gamla bæjarhlutanum í Jerúsalem í gær eftir átök sem þar brutust út milli hópa Palestínumanna og ísraelskrar öryggislögreglu. Kveikjan var mótmæli vegna ákvörðunar Moshe Yaalon, varnarmálaráðherra Ísraels, í síðustu viku um að neita ákveðnum hópum um aðgang að mosku- svæðinu. NordicPhotos/AFP StjórnSýSla Gert er ráð fyrir að fjár- heimildir til ríkissaksóknara lækki um 31,8 milljónir króna að raun- gildi í fjárlagafrumvarpi næsta árs. Lögð er til 50 milljóna króna lækkun vegna verkefna sem færast frá ríkissaksóknara til nýs embættis héraðssaksóknara með breyttri skipan ákæruvalds. Í öðru lagi er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi sem lýtur að eflingu embættisins með tveimur nýjum stöðugildum, meðal annars vegna eftirlits með rann- sóknum og meðferð ákæruvalds, eftirlits með hlustunum og sérstök- um rannsóknaraðferðum, vinnslu tölfræðiupplýsinga ákæruvaldsins, menntunar og þjálfunar ákærenda og alþjóðlegra samskipta. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissak- sóknari segir að önnur af tveimur meginforsendum með stofnun embættis héraðssaksóknara hafi verið að efla embætti ríkissak- sóknara. „Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrslunni að það væri varhugavert að skera niður,“ segir Sigríður. Í umræddri skýrslu gagnrýnir Ríkisendurskoðun að á árunum 2009 til 2015 hafi sérstakur sak- sóknari fengið fimmfalt hærri upphæð af fjárlögum en ríkissak- sóknari, eða 5,5 milljarða á móti 1,1 milljarði. Nánast öll sakamál í landinu séu á könnu ríkissaksókn- ara, auk þess sem embættið gegni umfangsmiklu eftirlits- og sam- ræmingarhlutverki. Sigríður Friðjónsdóttir segir að Fjárheimildir skornar niður um 32 milljónir Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari segir að ráðning tveggja nýrra sak- sóknara myndi kosta 26 milljónir. Fréttablaðið/Pjetur Ríkisendurskoðun var búin að skoða málin hjá okkur og komst að þeirri niðurstöðu í skýrsl- unni að það væri varhuga- vert að skera niður. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari lögreglumál Lögregla á landsbyggð- inni telur sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegu öryggisstigi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu grein- ingardeildar ríkislögreglustjóra um skipulagða glæpastarfsemi. Þá segir einnig í skýrslunni að lögreglu hafi verið sniðinn þröngur stakkur undanfarin ár. „Verði svo áfram er sú áhætta fyrir hendi að umfang skipulagðrar brotastarfsemi aukist án viðspyrnu samfélagsins.“ Almennt telur lögregla sig ekki færa um að halda uppi ásættanlegri frum- kvæðislöggæslu. Sú aðstaða heftir möguleika lögreglu á upplýsingaöflun um starfsemi skipulagðra brotahópa. Lögregla telur að á höfuðborgar- svæðinu starfi á bilinu fimm til tíu skipulagðir glæpahópar, en telur sig ekki geta dregið úr umfangi þeirra á meðan staðan helst eins. Þá kemur einnig fram í skýrslunni að vísbendingar séu um að man- sal sé stundað á kampavínsklúbb- um í Reykjavík. Í skýrslunni segir að of litlar upplýsingar séu um hvort erlendar stúlkur sem þar starfa séu fluttar til lands nauðugar eða ekki. „Þær eru jafnan ófúsar til sam- starfs við lögreglu sem torveldar rannsóknir,“ segir í skýrslunni.  – þea Geta ekki tryggt ásættanlegt öryggisstig Ríkissaksóknari fær 32 milljónum minna á fjárlög- um næsta árs en í fyrra. Ástæðan er flutningur verk- efna frá saksóknara til héraðssaksóknara. Embættið fær þó mörg ný verkefni við breytingarnar. með tilkomu héraðssaksóknara- embættisins muni stór hluti af verkefnum frá ríkissaksóknara fara til nýja embættisins. Á móti komi að mörg ný verkefni bætist við. Til dæmis í formi kærumála sem verða mörg hundruð. Hún býst til dæmis við því að stór hluti þeirra kyn ferðis brotamála sem héraðs- saksóknari kemur til með að fella niður verði kærður til ríkissak- sóknara. „Það er mjög mikil vinna í þeim málum.“ Þá bendir Sigríður á að gert sé ráð fyrir því í fjárlögunum að 20 millj- óna framlag verði nýtt til þess að ráða í tvö ný stöðugildi. „En málið er það að tveir starfsmenn kosta 26 milljónir,“ segir hún og vonast til að þarna hafi bara orðið reiknivilla sem verði leiðrétt á meðan fjárlaga- frumvarpið er í meðförum þingsins. jonhakon@frettabladid.is Möguleg reiknivilla: Í fjárlögum næsta árs er gert ráð fyrir 20 milljóna króna framlagi til að ráða í tvö ný stöðugildi hjá ríkis- sáttasemjara. Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari bendir hins vegar á að ráðning tveggja nýrra saksóknara myndi kosta 26 milljónir króna. 1 4 . S e p t e m b e r 2 0 1 5 m á n u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð Hreinsa til eftir átök gærdagsins 

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.