Fréttablaðið - 14.09.2015, Blaðsíða 11
Hagkvæm
bílafjármögnun
fyrir viðskiptavini
Með reiknivélinni á arionbanki.is getur
þú skoðað greiðslubyrði og hvaða
fjármögnunarkostir henta þér.
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
1
5
-0
9
7
2
Alþingi Stefnt er að því að fjölga stöðu-
gildum sálfræðinga í íslenskri heilsu-
gæslu um átta á næsta ári. Stöðu-
gildi sálfræðinga á öllu landinu eru
nú fimmtán en þessi fjölgun er sögð
liður í því að efla þjónustu heilsugæslu
á landinu og bæta aðgengi að henni.
Samkvæmt fjárlagafrumvarpi næsta
árs er samtals gert ráð fyrir að verja
tæpum 69 milljónum króna til þess að
ráða sálfræðinga til starfa. Fjárframlög
til heilbrigðisstofnana Vesturlands,
Norðurlands, Austurlands og Suður-
lands verða samtals aukin um 34,4
milljónir vegna þessa og aðrar 34,4
milljónir fara til heilsugæslunnar á
höfuðborgarsvæðinu.
Einn sálfræðingur ætti því að vera
ráðinn á hverja af stofnununum
fjórum á landsbyggðinni og fjórir á
höfuðborgar svæðinu. Að því er segir
í frétt á vef velferðarráðuneytisins er
áætlað að eitt stöðugildi sálfræðings
þurfi á hverja níu þúsund íbúa, miðað
við breska átakið „Improving Access to
Psychological Therapies“. Það þýðir að
þörf sé á samtals 36,6 stöðugildum hér
á landi en eftir þessa breytingu verða
stöðugildin samt sem áður aðeins 23
á landsvísu.
Haft er eftir Kristjáni Þór Júlíussyni
heilbrigðisráðherra að hann vilji áfram
fjölga sálfræðingum til samræmis við
þessi viðmið og fjölga þannig um fjórtán
stöðugildi til viðbótar árin 2017 og 2018.
„Það hefur lengi verið vitað að
umtalsverður hluti fólks sem leitar til
heilsugæslunnar glímir við vandamál
þar sem menntun og þekking sálfræð-
inga gæti komið að góðum notum, eins
og kvíða, þunglyndi, svefnvandamál og
fleira mætti telja,“ er haft eftir Kristjáni.
„Með þessu móti eflum við heilsugæsl-
una og sníðum þjónustu hennar betur
að þörfum notenda.“ – bá
Til heilsugæslustöðva landsins sækir
fólk með margvísleg vandamál.
Fréttablaðið/GVA
Stöðugildum sálfræðinga hjá heilsugæslunni fjölgað um átta
SVeitArStjórnArmál Tillaga fulltrúa
S-lista í bæjarstjórn Hveragerðis um
að láta meta varðveislugildi gróður-
húsa í bænum var felld af meirihlut-
anum.
Samkvæmt tillögunni átti matið
að verða grundvöllur verndunar ein-
stakra gróðurhúsa í Hveragerði.
Segir að þegar mest var hafi verið
um 50 þúsund fermetrar af gróður-
húsum í bænum en í lok árs 2010
hafi þau verið 24 þúsund fermetrar
og þeim hafi fækkað meira síðan.
„Gróðurhúsin hafa verið hluti af
Hveragerði frá upphafi byggðar árið
1929 og eru þar af leiðandi órjúfan-
legur hluti af ímynd bæjarins og eitt
meginsérkenni hans ásamt hvera-
svæðinu í miðju bæjarins,“ sagði í
tillögunni.
Meirihluti Sjálfstæðisflokks sagði
að endurskoðun aðalskipulags bæj-
arins væri hafin og að rétt væri að
varðveislugildi gróðurhúsa, eins og
annarra mannvirkja í bæjarfélaginu,
yrði skoðað. – gar
Vilja vernda
gróðurhúsin
sem einkenni
Hveragerðis
Gróðurhúsum í Hveragerði fækkar.
Fréttablaðið/Pjetur
SlyS Björgunarsveitir voru kallaður út
í tvígang á laugardagskvöld.
Í fyrra útkallinu sóttu björgunar-
sveitir frá Blönduósi og Skagaströnd
mann sem hafði fótbrotnað við neðri
brúna yfir Laxá í Refasveit.
Bera þurfti manninn dágóðan
spöl þangað sem sjúkrabíll beið þess
að flytja hann undir læknishendur.
Verkið gekk vel, að því er fram kemur
í tilkynningu Landsbjargar, og var
manninum komið fljótt og örugg-
lega í sjúkrabíl rétt fyrir klukkan tíu
um kvöldið.
Síðar sama kvöld aðstoðuðu sveitir
á Austurlandi göngumann sem hafði
hringt í Neyðarlínuna rétt eftir mið-
nætti og óskað eftir aðstoð þar sem
hann væri örmagna.
Maðurinn, sem var staddur í
grennd við Hjaltastaðakirkju á Hér-
aði, var sóttur á fjórhjóli sem flutti
hann að bíl björgunarsveitarinnar
sem beið í Dölum. Þaðan var farið
með hann að Hjaltastað þar sem
sjúkrabíll beið hans. – gj
Einn var
fótbrotinn og
annar örmagna
Aðstoða þurfti ferðafólk á Norður- og
Austurlandi um helgina. Mynd/Stöð 2
Það hefur lengi
verið vitað að um-
talsverður hluti fólks sem
leitar til heilsugæslunnar
glímir við vandamál þar sem
menntun og þekk-
ing sálfræðinga
gæti komið að
góðum notum.
Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra
F r é t t i r ∙ F r é t t A B l A ð i ð 11m á n U D A g U r 1 4 . S e p t e m B e r 2 0 1 5