Fréttablaðið - 14.09.2015, Síða 12
SKOÐUN
Eigum til á lager hinar vinsælu Robland sambyggðu
vélar á góðum verðum.
Grunnverð 1.189.834 bjóðum 15% afslátt á vélum
og aukahlutum framm að páskum.
Fullt að flottum vörum á góðu verði fyrir iðnaðinn og handverkið.
Smiðshöfða 12 110 Reykjavík S: 586 8000
Smiðshöfða 12, 110 Reykjavík • S: 5868000 • www.roggi.is
Vélasýning
17. 18. og 19. september frá kl. 10-17
Sýndar verða vélar frá Robland og allt það sem við höfum upp á að
bjóða í þjónustu við tréiðnaðinn.
Starfsmenn frá Robland verksmiðjunni verða á staðnum.
Kaffiá könnunni
Hnökr-
arnir felast í
stjórnarhátt-
um þeirra
sem hundsa
vilja almenn-
ings nema á
fjögurra ára
fresti.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hitti líkast til naglann á höfuðið í vikunni þegar hann sagði Pírata vera jaðarflokk. Flokk sem nýtur fylgist vegna þess að almenningur hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórnmálum. Efalítið er mikið til í þessu. En hins vegar verður
að setja stórt spurningamerki við það að setja Pírata þar
með undir hatt óskyldra framboða víða um Evrópu og for-
setaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum. Það gæti
Pírötum hafa sárnað en þeir svara þá fyrir það ef þeir mega
vera að.
En við hin getum horft út í jaðarinn og reynt að átta
okkur á því hvað það er sem laðar fylgi almennings þangað
um þessar mundir og hvers vegna gengur upp að skil-
greina Pírata sem jaðarflokk. Það sem felst í því að tilheyra
jaðrinum er nefnilega fyrst og fremst valdaleysi. Bæði
einstaklingar sem og samfélagshópar geta tilheyrt jaðr-
inum. Þekktir jaðarhópar í samtímanum eru til að mynda
öryrkjar, útigangsfólk, aldraðir, atvinnulausir, innflytj-
endur og svo mætti áfram telja upp ýmsa valdalausa eða
að minnsta kosti valdalitla minnihlutahópa. Konur hafa
líka búið við það að tilheyra jaðrinum sem valdalaus hópur
með öllu og upp úr slíku valdaleysi, slíkri jaðarsetningu,
spratt einmitt Kvennaframboðið á sínum tíma. Það breytti
miklu og vann stóra sigra þó enn séu mörg óunnin verkin í
þeim efnum.
Þar sem fólk hefur misst alla trú á hefðbundnum stjórn-
málum, eins og Sigmundur Davíð bendir á, þá leitar það
annað. Það leitar einmitt til valdalauss hóps sem tilheyrir
jaðrinum og er því engum háður. Píratar hafa nefnilega,
ólíkt fjórflokknum, engin sjáanleg tengsl við hagsmunaað-
ila og engra hagsmuna að gæta nema þá heildarhagsmuna
þjóðarinnar. Fyrir hinn almenna og langþreytta kjósanda í
íslenskum stjórnmálum hljómar það eins og draumur í dós.
Píratar hafa aldrei verið við völd og hafa því aldrei skellt
í virkjun, verksmiðju eða göng þegar korter er í kosningar
og það finnst kjósendum líkast til nokkuð aðlaðandi. Málið
er að Píratar eru, eins og svo stór hluti fólksins í landinu,
nánast með öllu valdalausir nema á fjögurra ára fresti og
það er óviðunandi ástand. Því í lýðræðisríki vill lýðurinn
ráða. Það ætti að segja sig sjálft en gerir það þó greinilega
ekki því það eru nefnilega, eins og Sigmundur Davíð bendir
á, hnökrar á lýðræðinu sem við búum við á Íslandi.
Sigmundur Davíð virðist meta það sem svo að hnökrarn-
ir felist í vantrú almennings á hefðbundnum stjórnmálum.
Úr þessu þurfi að bæta og það standi upp á stjórnmála-
flokkana að gera það. Stjórnmálaflokkur forsætisráðherra
hefur samanlagt verið við völd á Íslandi áratugum saman
en hnökrarnir felast í vantrú almennings. Nei, það einfald-
lega gengur ekki upp.
Hnökrarnir felast í stjórnarháttum þeirra sem hundsa
vilja almennings nema á fjögurra ára fresti. Hnökrarnir
felast í þeim sem fara frekar að vilja hagsmunaaðila en vilja
almennings. Hnökrarnir liggja í kjarna valdsins en ekki
á jaðrinum hjá valdalausum lýðnum. Lýðnum sem vill
hafa meira að segja um líf sitt og samborgara sinna en er í
boði á fjögurra ára fresti með loforðum um ís fyrir alla og
ídýfu með. Því er aukið lýðræði það eina sem getur bjargað
stjórnmálunum en ekki flokkarnir sjálfir.
Smá hnökrar
Magnús
Guðmundsson
magnus@
frettabladid.is
Formaður fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, virðist vera að hita upp fyrir fjárlagagerðina með því að senda öryrkjum tóninn. Að hennar mati
eru þeir of margir og hún óttast að þeir svindli óskap-
lega mikið á kerfinu og því vill hún stórefla eftirlit með
greiðslum Tryggingastofnunar. Þessu sama fólki lofaði
Framsóknarflokkurinn kjarabótum í kosningabarátt-
unni sem ekki hefur verið staðið við nema að litlu leyti.
Hins vegar þurfa örorkulífeyrisþegar nú að borga meira
fyrir mat vegna hækkunar matarskatts og greiða hærri
húsaleiguleigu því húsaleigubætur hafa ekki hækkað
í tíð þessarar ríkisstjórnar. Þá sýnir nýleg rannsókn
að hlutfall af tekjum fólks til heilbrigðisútgjalda fer
vaxandi. Kannski er formaður fjárlaganefndar að reyna
að leiða athyglina frá þessum nöturlegu staðreyndum!
Fjöldi öryrkja
Haft er eftir formanni fjárlaganefndar að öryrkjar á
Íslandi séu miklu hærra hlutfall af vinnuaflinu en ann-
ars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er bara bull eins
og bent hefur verið á af Stefáni Ólafssyni prófessor og
stjórnarformanni Tryggingastofnunar á öðrum vett-
vangi. Í raun eru örorkulífeyrisþegar heldur færri hér í
samanburði við flest Norðurlandanna.
Hvert er vandamálið?
Langalgengustu orsakir örorku hér á landi eru vegna
geðraskana og stoðkerfissjúkdóma. Ég vil hvetja for-
mann fjárlaganefndar til nýta starfsþrek sitt til að
forgangsraða fjármunum í þágu örykja, fólks sem býr
ekki við fulla starfsorku. Í fyrsta lagi verður að hækka
örorkulífeyri því örorkulífeyrisþegar eru í mestri
áhættu allra hér á landi að búa við fátækt, í öðru lagi
þarf að hækka húsaleigubætur, í þriðja lagi verður að
auka fjárveitingar til geðheilbrigðisþjónustu svo hún
verði aðgengilegri og kosti minna, í fjórða lagi þarf
að minnka kostnað fólks við heilbrigðisþjónustu og
sjúkraþjálfun, í fimmta lagi þarf að veita meira fé til
vinnuverndar og í sjötta lagi þarf að opna aftur fram-
haldsskólana fyrir fólki yfir 25 ára aldri svo allir fái
tækifæri til að mennta sig til nýrra starfa. Þetta væri
virðingarverð byrjun!
Ekki bulla um öryrkja!
Í raun eru
örorkulíf-
eyrisþegar
heldur færri
hér í saman-
burði við
flest Norður-
landanna.
Sigríður
Ingi björg
Ingadóttir
þingkona Sam-
fylkingarinnar og
formaður vel-
ferðarnefndar
Frá degi til dags
Halldór
ÚtgáFuFélag: 365 miðlar ehf. StjórnarFormaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ForStjóri: Sævar Freyr Þráinsson ÚtgeFandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis
á heimili á höfuðborga svæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871
FréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is HelgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is
menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FramleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitSHönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is
1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r
Corbyn-manían
Á laugardag varð ljóst að Jeremy
Corbyn hefði sigrað í formanns
kosningu í Verkamannaflokknum
í Bretlandi með töluverðum mun
eða um 59 prósentum atkvæða.
Ljóst er að Corbyn laðar að sér
fjöldann allan af einstaklingum
en hans stjórnmál virðast vekja
von í brjósti fólks. Margir telja
að róttæk vinstristefna Corbyns
muni ekki eiga upp á pallborðið
hjá kjósendum en skoðana
könnun Ashcrofts lávarðar frá því
um helgina sýnir fram á að um 52
prósent breskra kjósenda telja
að róttækur sósíalískur flokkur
myndi hafa góð áhrif á samfélagið.
Fólk þreytt á kerfiskörlum
Í Bandaríkjunum nýtur Bernie
Sanders, frambjóðandi í forvali
Demókrata, einnig óvæntra vin
sælda. Bæði Sanders og Corbyn
lýsa sjálfum sér sem demókrat
ískum sósíalistum eða jafn
aðarmönnum. Margar kannanir í
Bandaríkjunum sýna fram á það
að stór hluti almennings þar
sé í raun sammála sósíalískum
stefnumálum Sanders. Hér heima
bólar hins vegar lítið á sósíalísku
byltingunni líkt og í Bretlandi og
Bandaríkjunum. Samfylking og Vg
ríða ekki feitum hesti í skoðana
könnunum, kannski af því að þeir
séu taldir of miklir kerfisflokkar.
Corbyn og Sanders eru almennt
taldir andkerfisframbjóðendur,
en hér nýtur andkerfisflokkur
Pírata umtalsverðs fylgis.
stefanrafn@frettabladid.is