Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 53

Fréttablaðið - 14.09.2015, Side 53
Pabbi Ariönu Grande hefur verið að gera það gott en hann er forstjóri stærðarinnar hönnunarfyrirtækis í Flórída í Bandaríkj- unum. Það hefur alltaf verið nóg til á þeirra heimili. Báðir for- eldrar Eds Sheeran hafa notið velgengni sem listamenn en þau reka saman listaráð- gjafarfyrirtæki í London. Því er ljóst að Ed Sheeran hefur aldrei verið á flæðiskeri staddur. Pabbi Adams Levine stofnaði fata- verslunina M.Fredric sem er vel þekkt í Bandaríkj- unum. Adam ólst upp í flottum einkaskólum áður en hann gerði það gott sem söngvari Maroon 5. Þessar stjörnur hafa aldrei þurft að hafa áhyggjur af peningum þar sem foreldrar þeirra gerðu það gott áður en þau urðu fræg. Þrátt fyrir að þau hefðu það gott sem börn þá var metnaðurinn enn til staðar til þess að elta sinn eigin draum og gera hann að veruleika. Faðir Taylor Swift hefur verið að raka að sér seðlum í gegnum tíðina sem fjárfestir. Taylor ólst upp í risastóru húsi og foreldrar hennar lögðu fram mikið fé við stofnun plötufyrirtækis hennar þegar hún var að hefja feril sinn. Robin Thicke er eins og margir vita sonur Alans Thicke sem er einn ástsælasti leikari Kanada. Móðir hans er sápuóperuleikkonan Gloria Loring. Fæddust með silfurskeið í munni Söngkonan Jordin Sparks er dóttir ruðn- ingsfótboltamannsins Phillippe Sparks sem spilaði með New York Giants og Dallas Cowboys í NFL-deild- inni. Mamma hennar er frumkvöðull sem hefur náð langt með verkefnum sínum. 1 4 . s e p t e m b e r 2 0 1 5 m Á N U D A G U r28 l í f i ð ∙ f r É t t A b l A ð i ðLífið

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.