Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 1
FRÉTTIR
SJÁLFSTÆÐUR STÍLL Anna Maggý hefur mikinn áhuga á fólki, stíliseringu, myndlist, ljósmyndun og alls kyns skemmtilegum hlut-
um. Hún var í fjarnámi á síðasta ári í Verzlunarskóla Íslands ásamt því að vinna sjálfstætt í ýmsum verkefnum. MYND/KATRÍN BRAGAGRÆNI PELSINN Í MESTU UPPÁHALDISVARTUR STÍLL Uppáhaldsflík Överð fl
TískudrottningMary krónprinsessa í Danmörku þykir ein glæsilegasta kona Evrópu.
SÍÐA 4
ÚtskriftarsýningNíu nemendur útskrifast úr fatahönnun frá LHÍ og sýna afrakstur vinnu sinnar í
Hörpu.
SÍÐA 2
TÆKIFÆRISGJAFIR
Laugaveg i 178 - S ím i : 568 9955
www.tk.is
- mikið af frábærum tilboðum
10% afslátturMei taranámFIMMTUDAGUR 23. APRÍL 2015
Law Without Walls
Lagadeild Háskólans á
Bifröst á í samstarfi við
Harvard og Stanford. SÍÐA 4
Fyrir leiðtoga
MS-MLM námið forysta og
stjórnun hefur slegið í gegn
á Bifröst. SÍÐA 3
Einstakt nám
Háskólinn á Bifröst býður
upp á eina nám sinnar teg-
undar á Íslandi. SÍÐA 2
SUMARGRILL
FIMMTUDAGUR 23
. APRÍL 2015
Kynningarblað MS,
N1, Járn og gler o
g SS
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl-júní 2014
Fimmtudagur
24
3 SÉRBLÖÐ
Sumargrill | Meistaranám á Bifröst |
Fólk
Sími: 512 5000
23. apríl 2015
94. tölublað 15. árgangur
SPORT Fjölnir líklegast af
liðunum í fallbaráttunni til
að enda ofar í töflunni. 50
Opið 13–18 í dag
Sjá bls. 14 og 15
Gleðilegt
sumar
LIFÐU
í NÚLLINU! 365.isSími 1817
Til hvers að flækja hlutina?
FJÁRMÁL Ljóst er að endurtekin
vandamál vegna vatnsleka í Vaðla-
heiðargöngum munu tefja verk-
ið svo mánuðum skiptir með til-
heyrandi kostnaði. Fyrri dæmi
um áþekkan vanda í gangagerð á
Íslandi benda til að sá kostnaður
muni hlaupa á hundruðum milljóna
ef ekki milljörðum.
„Það er ljóst að það eru komn-
ar verulegar tafir. Kostnaður mun
aukast, en við vitum ekki á þessum
tímapunkti hversu mikill nákvæm-
lega. Það væri skot út í myrkrið
að nefna tölu á þessu stigi máls-
ins. Allar tafir eru líka áhyggju-
efni hvað varðar rekstur ganganna;
að það dragist að við fáum tekjur
af göngunum. Það átti að afhenda
göngin í desember 2016 og ef við
missum ekki ferðamannasumarið á
eftir þá erum við í skaplegri málum.
Það er mikið í húfi að leysa þennan
vanda,“ segir Pétur Þór Jónasson,
stjórnarformaður Vaðlaheiðarganga
hf., og bætir við að í dag og á morg-
un muni menn setjast yfir hvernig
best sé að halda verkinu áfram.
Í niðurstöðum greininga IFS
greiningar fyrir fjármálaráðuneyt-
ið á forsendum Vaðlaheiðarganga
frá 2012 segir að félagið standi ekki
nægilega styrkum fótum hvað varð-
ar fjármögnun. „Fjárhagslegt svig-
rúm félagsins til að standa af sér
neikvæða fjárhagslega atburði, s.s.
vegna hærri stofnkostnaðar eða tafa
á framkvæmdatíma er því mjög tak-
markað.“ Þar segir einnig að ekki
liggi fyrir hver bera eigi fjárhags-
lega áhættu verksins en allar líkur
séu á að það verði lánveitandinn –
ríkið.
Spurður um ályktanir IFS grein-
ingar og stöðu Vaðlaheiðarganga
hf., segir Pétur ljóst að staðan kalli
á hærri lánveitingu en liggur fyrir
í dag.
Hreinn Haraldsson vegamála-
stjóri segir svo marga óvissuþætti
uppi varðandi framkvæmdina nú
að óábyrgt sé að setja á það verð-
miða. Hann hafi ekki forsendur til
þess, enda hafi Vegagerðin ekki
beina aðkomu að verkinu lengur.
Aðspurður telur hann hins vegar
enga ástæðu til að halda að tafir
og kostnaður við Vaðlaheiðargöng
verði minni en við Héðinsfjarðar-
göng þar sem vatnselgur olli því að
verkið fór 17% fram úr kostnaðar-
áætlun. - shá
Lekinn mun kosta milljarða
Vandamál við gerð Vaðlaheiðarganga vegna vatnselgs hafa þegar tafið verkið um nokkra mánuði. Ekki vitað
hvað nýr leki þýðir. Kostnaður vart minni en í Héðinsfjarðargöngum þar sem hann fór 17% fram úr áætlun.
● Gert var ráð fyrir að framkvæmdum yrði lokið við Vaðlaheiðargöng í árslok
2016, gangagröftur kláraðist í september 2015 og annar frágangur tæki um
15 mánuði.
● Kostnaðaráætlun við göngin mun vera í kringum 11 milljarða króna.
● Fjármálaráðuneytið fjármagnar verkefnið. Ríkið tekur sérstakt lán og endur-
lánar Vaðlaheiðargöngum ehf. en göngin eru ekki á samgönguáætlun.
● Tafir vegna heitavatnslekans í göngunum er þegar metinn fimm mánuðir, en
óvíst er hvað lekinn sem kom upp á laugardaginn þýðir.
● Verklok Héðinsfjarðarganga töfðust um ár, en göngin voru vígð í byrjun
október 2010.
● Uppreiknuð upphafleg áætlun var 13,9 milljarðar króna en heildar kostnaður
16,3 milljarðar.
Þykir ljóst að 5 mánuðir séu tapaðir
DIMMITERAÐ Hópar uppáklæddra ungmenna kvöddu kennara við Menntaskólann í Reykjavík í gær, á síðasta skóladegi
vetrarins. Viðeigandi tími fyrir lok kennslu, enda sumardagurinn fyrsti í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
MENNING Fjórir stórir
kvennakórar syngja saman í
Hörpu í dag. 34
EFNAHAGSMÁL Verðbólgan gæti
orðið um 7 prósent þrátt fyrir
að peningastefnunefnd hækkaði
stýrivexti í 10 prósent, ef kröfur
launþega um 30 prósenta launa-
hækkanir í þriggja ára samningi
yrðu samþykktar.
Þetta kemur fram í grein sem
Þórarinn G. Pétursson, aðalhag-
fræðingur Seðlabanka Íslands,
skrifar í Fréttablaðið í dag.
„Þótt nokkur óvissa sé um vöxt
framleiðni á spá-
tímanum er ljóst
að svo mikl-
ar launahækk-
anir eru langt
umfram það sem
raunhæft er að
gera ráð fyrir að
framleiðnivöxt-
ur standi undir.
Kostnaðarþrýst-
ingur af þeim mun því aukast
mikið og einhver hluti hans mun
koma fram í hækkun verðlags og
þar með aukinni verðbólgu,“ segir
hann.
Þórarinn segist í lýsingum
sínum horfa fram hjá mögulegum
áhrifum mikilla launahækkana
á stöðu opinberra fjármála og á
áhættuálag á innlendar fjáreign-
ir og gengi krónunnar, t.d. í sam-
hengi við áætlun um losun fjár-
magnshafta. - jhh / sjá síðu 24
Aðalhagfræðingur SÍ segir að miklar launahækkanir leiði til vaxtahækkana:
Varar við miklum hækkunum
ÞÓRARINN G.
PÉTURSSON
HEILBRIGÐISMÁL „Áhættusamt
og getur valdið vefjaskemmdum
sem svo leiða til að varirnar verði
afmyndaðar, eða annarra ófyrir-
sjáanlegra afleiðinga,“ segir Guð-
mundur Már Stefánsson lýta-
læknir um nýtt
æði sem virð-
ist hafa gripið
um sig á meðal
ungra kvenna.
Ungu kon-
urnar keppast
við sjúga plast-
flöskur til að
búa til loft-
tæmi sem aftur
þrengir að vörum þeirra með
þeim afleiðingum að þær bólgna
og stækka umtalsvert. Guð-
mundur segir konurnar virðast
alls ómeðvitaðar um mögulegar
afleiðingar þessara heimagerðu
lýtaaðgerða, sem geti verið alvar-
legar.
- ga / sjá síðu 54
Heimagerðar varastækkanir:
Hættulegt að
sjúga flöskur
LÍFIÐ Seventís tískan fær
uppreisn æru. Allir í útvíðar
og gallaefni. 42
SKEMMDAR
VARIR
SKOÐUN Þorvaldur Gylfason
skrifar um erlendar umsagnir
um nýja stjórnarskrá. 23
Skuldir heimila lækka
Frá upphafi fjármálaáfallsins hafa
skuldir heimilanna, sem hlutfall af
landsframleiðslu, aldrei lækkað meira
en á síðasta ári. Seðlabankinn kynnti
í gær rit um fjármálastöðugleika. 18
Veitingamenn slást Ráðist var á
eiganda veitingastaðarins Ali Baba
fyrir utan stað hans í miðbæ Reykja-
víkur í gær. Hann ætlar að kæra fimm
menn vegna árásarinnar. 2
Kemst ekki af geðdeildinni Ungur
maður hefur búið á Kleppi í tvö ár
eftir að meðferð hans lauk þar sem
búsetuúrræði skortir fyrir geðfatlaða.
Fleiri eru í svipaðri stöðu. 4
Aurum-málið heim í hérað
Hæstiréttur féllst í gær á að ómerkja
héraðsdóm í Aurum-málinu svokallaða
vegna ættartengsla og ummæla með-
dómanda í málinu í fjölmiðlum. 6
Milljónir þurfa hæli Sérfræðingur
Sameinuðu þjóðanna segir að á næstu
fimm árum þurfi auðugri ríki heims að
taka við milljón sýrlenskum flótta-
mönnum. Forsætisráðherra Ástralíu
ráðleggur Evrópulöndum hins vegar að
snúa flóttamannaskipum við. 6