Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 66

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 66
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 42 Magnús Emilsson Löggiltur fasteignasali. Nýkomið í einkasölu gott nýlegt 25 fm. sumarhús við Laugaland/Landssveit á 15 hektara góðu landi Hallstúns. Tilvalin eign fyrir hestamenn eða skógræktarfólk. Frábær staðsetning. Verð 15,9 millj. Hraunhamar kynnir nýkomið í einkasölu mjög fallegt sumarhús 64,5 fm. á einni hæð, (byggður 1992). Stór sólpall- ur í kringum bústaðinn, heitur pottur. Glæsilegt kjarrivaxið eignarland tæpur hektari. Hitaveita. Frábær staðsetning í Vaðneslandi Grímsnesi. Myndir á netinu. Verð 19,5 millj. Höfum fengið í einkasölu nýbýlið Lynghóll við Selfoss 30 hektara land. Afstúkað í 4 beitahólf með rennandi vatni. Frábær staðsetning og útsýni. Góðar reiðleiðir. Lynghóll er við þjóðveg 1 sami afleggjari og Hjálmholt í Flóa. Sökklar af 80 fm. sumarhúsi. Rafmagn komið og kalt vatn, hitaveita á staðnum. Verð 18,9 millj. Hallstún við Laugaland - Sumarhús auk 15 hektara Sumarhús í Vaðnesi Lynghóll - Nýbýli við Selfoss 1 Vanalega er ég hrifnari af haust- og vetrartískunni en af sumartískunni, einfaldlega því hún hentar betur veðurfarinu hérna. Í sumar er hún hins vegar óvenju fjölbreytt. Gallaefnin koma sterk inn í ólíkum myndum, rúskinn, hvítur alklæðnaður, stutt- ar buxur með víðum skálmum, síð og flæðandi pils, hattar og klútar. Á sumrin verður allt aðeins létt- ara og bjartara, stígvélin víkja fyrir opnum skóm, berum leggjum og ullarkápunni er skipt út fyrir gallajakka eða léttari frakka. 2 Ein stærsta tískubóla sumars-ins, og vonandi nær hún lengra inn í árið, eru útvíðar buxur. Ég er mjög hrifin af „70’s glam rock“ sem tröllríður tískunni í ár. Hún tónar vel við skandinavíska ein- faldleikann sem hefur ráðið ríkj- um og eru þessir tveir stílar góð blanda í sumarfataskápinn. 3 Útvíðar gallabuxur, hvítir strigaskór og rúskinnsjakki/ kápa. 4 Hvítt er litur sumarsins en blái liturinn slæðist líka með. 5 Klútar, þunnir. Munstraðir sem og einlitir. Hattarnir eru líka vinsælir, með stóru barði og hin svokallaða „sjóaraderhúfa“ er líka að koma sterk inn. 6 Það eru fullt af tískutrendum sem gera tilkall til titilsins trend sumarsins. Hvítir striga- skór og einfaldir sandalar í anda Birkenstock halda áfram en við það bætist kögur, smekkbuxur, víðar gallabuxur, bert á milli … ég gæti haldið lengi áfram. Hlakka til að sjá hvaða trend verður í fyrsta sæti þegar líða tekur á sumarið. Útvíðar buxur og rúskinnsjakkar Álfrún Pálsdóttir, ritstjóri Glamour. 1 70’s áhrifin eru mjög áberandi. Flare og palazzo-buxur, kögur, rúskinn, heklaðar flíkur og auð- vitað fullt af blómamunstri. Galla- efnið er líka að koma sterkt inn í alls konar útgáfum. Gallajakkar, gallabuxur, gallakjólar, skokkar og skyrtur. 70’s áhrifin, bland í poka með 90’s og minimal tísku. 2 Gallajakkinn virðist vera að koma með sterkt kombakk. 3 Efst á mínum óskalista fyrir sumarið er nýr gallajakki, loose-fit boyfriend gallabuxur og falleg hvít skyrta eða nýr, ferskur t-shirt. 4 Mildir og fallegir tónar virð-ast vera vinsælir. Fölbleikur og aquamarine blár, ljós khaki og army grænn líka. 5 Bakpokar, töskur í lit og prenti, sailor-hattar og blóma- kransar fyrir Secret Solstice. 6 Mér finnst hvítir strigaskór vera must fyrir hvert vor. Ég hugsa að Adidas superstar og Stan Smith-skórnir verði vinsælir. Er ansi hrædd um að Birkenstock haldi velli. Verð að viðurkenna að ég og Birkenstock eigum ekki saman. Kögur og hvítir strigaskór Hildur Ragnarsdóttir, eigandi verslunarinnar Einveru og bloggari á Trendnet. 1 Það er rosalegur 70’s fílingur í gangi og pínu svona bóhem/ vintage blær yfir tískunni. Við sjáum víðar buxur aftur eftir gott hlé. Stígvél, skyrtur, rúllu- kragabolir, rúskinn og munstur sem við höfum ekki séð í svolítinn tíma eru að koma aftur. Ég elska þennan 70’s fíling, það er allt svo áreynslulaust, þægilegt og brjál- æðislega flott. Ponsjó, kimonóar, kögur, samfestingar og síðkjólar. Já, takk! 2 Skyrtur, bæði einlitar, tein-óttar og í alls konar munstr- um og efnum, víðar buxur og litrík munstur í bæði kjólum, bolum og samfestingum. 3 Mér finnst möst að eiga sam-festing, síðan kjól og flotta töffaralega skyrtu, helst í herra- legu sniði, og fallega kápu. 4 Blár, hvítur og pastellitir eins og púðurbleikur, brúnir/kamel tónar eru líka að læða sér inn og eru flottir með til dæmis dökk- bláu. Röndótt, teinótt, köflótt og svo alls konar flott litrík mynstur með smá „vintage“ blæ. 5 Það er líka retro blær yfir fylgihlutum, bæði sólgleraug- um og skarti. Hringlaga sólgler- augu og síð hálsmen í hippalegum fíling. Eins finnst mér nauðsynlegt að eiga fallegan klút í flottum lit en þeir setja oft punktinn yfir i-ið. 6 Já, víðar buxur. Það tekur okkur smá tíma að melta það, en það er klárlega það sem koma skal. Seventís og samfestingar Andrea Magnúsdóttir, fatahönnuður og eigandi Andrea boutique 1. Hvernig myndir þú lýsa tískunni í sumar? 2. Hvað er að koma nýtt inn í sumar? 3. Hvað er nauðsynlegt að eiga? 4. Hvaða litir verða allsráðandi í sumar? 5. Hvaða fylgihlutir verða vinsælir í sumar? 6. Í fyrra voru það hvítu strigaskórnir og Birkenstock; er eitthvert álíka trend í uppsiglingu? Gallaefni, skyrtur og seventís buxur Nú þegar sumardagurinn fyrsti er genginn í garð er tímabært að huga að sum- artískunni. Fréttablaðið fékk þrjá tískusérfræðinga til þess að færa okkur í sannleikann um hvað verði móðins í sólinni í sumar. LÍFIÐ 23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.