Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 38

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 38
KYNNING − AUGLÝSINGSumargrill FIMMTUDAGUR 23. APRÍL 20156 Ávefsíðunni gottimatinn.is er að finna fjöldann allan af gómsætum og girnileg- um grilluppskriftum sem gaman er að prófa. Á síðunni er sér- stakur flokkur fyrir sumarleg- ar uppskriftir þar sem finna má rétti eins og fyllt grillbrauð með camembert, grilluð fyllt laxa- stykki með ferskum jurtum og gráðaosti, alls kyns ljúffenga ham- borgara, sumar leg salöt og fleira til. Bara lesturinn á þessum upp- skriftum nægir til að koma manni í sumar skap og því ekki seinna vænna að kíkja í heimsókn og velja sér einhvern rétt til að prófa. Á síðunni er jafnframt haldið úti stórskemmtilegu og fjölbreyttu matarbloggi sem er kjörið að kíkja á til að fá innblástur og góðar hug- myndir. Við erum nokkuð viss um að það er spennandi grill sumar fram undan hjá þeim og því til- valið að fylgjast vel með – hvernig sem viðrar. Gleðilegt grillsumar með Gott í matinn Dagatalið segir að sumarið sé komið og þótt veðurguðirnir virðist ekki alltaf vera á sama máli er um að gera að reyna að líta björtum augum á tilveruna, setja upp sólgleraugun og byrja að grilla. Það verður bara að hafa það þó að þú þurfir að halda á regnhlíf eða klæðast úlpu á meðan því grillmatur er svo góður að það er þess virði hvernig sem viðrar. Grilluð paprika með kirsuberjatómötum Það er mjög gott að grilla papriku. Hún verður sæt og góð. Hér er aðferð þar sem paprikan er skorin í helm- inga og fyllt með tómötum og kryddi. Grillaða paprikan hentar einstaklega vel með grilluðu kjöti. 3 rauðar paprikur 1 pakki kirsuberjatómatar 2 msk. smátt skorin fersk basilíka 2 hvítlauksrif, smátt söxuð ólífuolía salt og pipar Skerið paprikuna til helminga og fjarlægið kjarnann. Skerið tómatana í tvennt og setjið í skál með basilíku, hvítlauk og olíu. Blandið vel saman. Bragðbætið með salti og pipar. Setjið paprikuna á grillið með sárið niður og grillið í nokkrar mín- útur. Fyllið hana því næst með tóm- atablöndunni og setjið aftur á grillið í um það bil fimm mínútur. Gott er að nota svokallað „indirekte“ en þá er slökkt á miðvarmanum og matur- inn eldast hægar. Chilli-kartöflur Þessar kartöflur eru einstaklega góðar og passa vel með grilluðu kjöti. Ef ekki er grill við höndina má gera þetta í ofni. 12 litlar kartöflur 3 msk. ólífuolía ¼ tsk. chilli-duft ½ tsk. paprikuduft 2 tsk. nýmalaður pipar Þvoið kartöflurnar vel og forsjóð- ið í 15 mínútur. Best er að setja þær á álpappír sem hefur verið útbúinn eins og bakki, það er brett upp á hlið- arnar. Blandið saman olíu og kryddi. Veltið kartöflunum upp úr blönd- unni þegar þær hafa verið forsoðnar. Setjið á álbakkann og grillið í u.þ.b. 15 mínútur. Snúið kartöflunum á meðan þær eru að grillast. Grilluð lárpera með mangó og chilli Hér er hollt og gott meðlæti sem passar vel með kjúklingi eða svína- kjöti. 4 lárperur 1 þroskað mangó, skorið í litla bita 1 rauður chilli-pipar, mjög smátt skorinn safi úr 1 límónu 1 msk. ólífuolía 3 msk. ferskt kóríander Skerið lárperuna til helminga. Takið steininn úr. Leggið lárperu- helmingana á heitt grillið með sárið niður. Grillið í smástund. Blandið mangó, chilli-pipar, lím- ónusafa, olíu og kóríander saman í skál. Setjið blöndu í hverja lárperu og setjið aftur á grillið. Stillið grillið á indirekte og grillið í 3-4 mínútur. Þegar grillað er á indirekte er matur- inn á minnst heita partinum á grill- inu. Grillaður aspas Ferskur aspas er ekta sumarmat- ur. Hann pass- ar vel með öllum grilluðum mat. 16 grænir, ferskir aspas 4 msk. ólífuolía safi úr einni sítrónu 1 tsk. salt nýmalaður pipar Skerið neðsta hlutann af aspasin- um, þ.e. 1 cm, þar sem hann er harð- astur. Setjið ólífuolíu, sítrónusafa, salt og pipar í skál. Veltið aspasinum upp úr blöndunni. Leggið á heitt grill og eldið í 3-4 mínútur þar til hann hefur fengið fallegan grilllit. Dreypið smávegis af sítrónuolíunni yfir þegar hann er kominn á disk. Grillaður maís Að grilla ferskan maís er bæði ein- falt og gott. Hægt er að borða hann heilan eða skera hann niður eftir að hann hefur verið grillaður. 4 maískólfar, ferskir 150 g smjör 1 límóna, safi og börkur 1 rauður chilli-pipar, fræhreinsaður og smátt skorinn 2 msk. ferskt kórí ander, smátt skorið salt Fjarlægið blöðin utan af maísn- um. Penslið hann með olíu áður en hann er settur á grillið. Grillið á meðalhita í 15-20 mínútur eða þar til hann er orðinn mjúkur og gullinn á lit. Snúið nokkrum sinnum á meðan. Ef maísinn hefur verið soðinn fyrst þarf hann styttri tíma á grillinu. Hrærið saman smjör, límónubörk, límónu- safa og chilli-pipar. Berið maísinn fram með kryddsmjörinu og salti. Grillað meðlæti gerir matinn enn betri Það er svo skemmtilegt að taka fram grillið á vorin og prófa sig áfram með nýjungar í matargerðinni. Hér eru nokkrar uppskriftir að girnilegu meðlæti með kjöti eða fiski sem hægt er að gera á grillinu. Grænmeti er sérstaklega gott þegar það hefur verið grillað. Hægt er að grilla nánast allt grænmeti. Grillaður aspas getur verið forréttur eða meðlæti með góðum fiski, til dæmis grilluðum laxi. Lárpera er einstaklega holl og góð. Hana er hægt að grilla. Grillaðar kartöflur með chilli-pipar passa einstaklega vel með kjöti. Paprika er einstaklega góð þegar hún hefur verið grilluð. Hægt er að grilla hana eina og sér eða fylla hana með tómötum. Uppskriftin fylgir hér. Það er eftirvænting í loftinu þegar grilltímabilið hefst. Það er svo gaman að grilla.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.