Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 42

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 42
23. APRÍL 2015 FIMMTUDAGUR4 ● Meistaranám á Bifröst Laganám á Bifröst veitir sömu réttindi að loknu meistaraprófi og laganám í öðrum háskólum á Íslandi. Megináhersla er lögð á nám í kjarnagreinum lögfræðinnar ásamt þeim greinum viðskiptafræðinnar sem tengjast rekstri og fjármálum. Námið er sérsniðið að þörfum nem- enda sem lokið hafa grunnnámi í almennri lögfræði eða viðskipta- lögfræði og vilja hasla sér völl á hefðbundnum starfsvettvangi lög- fræðinga. Markmið ML-náms í lögfræði er að veita nemendum trausta, fræðilega þekkingu á sviði lög- fræði með áherslu á þjálfun fræði- legra og hagnýtra þátta sem snúa að lögmannsstörfum og almennum ráðgjafar- og lögfræðistörfum. Möguleikar viðskiptalögfræð- inga að loknu námi eru margvís- legir og er námið góður undirbún- ingur fyrir krefjandi störf í at- vinnulífinu. Flestir kjósa að ljúka ML-gráðu í lögfræði og uppfylla nemendur að henni lokinni almenn menntunarskilyrði til að gegna störfum dómara og málflytjenda. LÖGFRÆÐINÁMIÐ Á BIFRÖST HEFUR NÝST MÉR TIL FULLS Ingvar Christiansen er útskrifað- ur lögfræðingur frá Háskólanum á Bifröst en starfar núna hjá Lands- virkjun. „Lögfræðinámið á Bifröst hefur nýst til fulls og reynst mér mjög hagnýtt og gagnlegt í störf- um mínum. Hvort sem um er að ræða þá fræðilegu þekkingu sem nemendur öðlast eða færni við að leysa krefjandi verkefni eða fram- komuþjálfun og mikil mannleg samskipti, þá eru þetta allt þætt- ir sem gagnast Bifrestingum í at- vinnulífinu.“ Ingvar starfar sem lögmaður og lögfræðilegur ráðgjafi hjá Lands- virkjun og segir að starfsnám hafi verið lykillinn að því starfi. „Hluta af ML-náminu á Bifröst var hægt að taka sem starfsnám. Ég valdist í það verkefni að vera starfsnemi hjá Landsvirkjun. Í kjölfarið var mér boðið sumarstarf hjá fyrir tækinu og svo koll af kolli. Ég er ekkert einsdæmi þegar kemur að því að Bi- frestingar fái framtíðarstörf í kjöl- far starfsnáms og því vil ég hvetja alla Bifrestinga sem hafa tök á því að nýta sér starfsnám þar sem það er í boði.“ TÍMAMÓT Í ÍSLENSKRI RÉTTARSÖGU Guðfinnur Stefánsson útskrifað- ist frá Háskólanum á Bifröst með ML-gráðu í lögfræði og var nýlega settur til að gegna embætti héraðs- dómara við Héraðsdóm Reykja- víkur. Guðfinnur er fyrsti dómar- inn við íslenskan dómstól sem ekki er útskrifaður frá Háskóla Íslands. „Það er mikið ánægjuefni að lög- fræðingur frá Háskólanum á Bif- röst skuli ná þessum áfanga. Það var einmitt Háskólinn á Bifröst sem reið á vaðið og hóf að veita HÍ öfluga samkeppni í laganámi árið 2001. Við lítum á þessi tímamót sem staðfestingu á gæðum námsins sem hér er boðið upp á og vitnis burð um það öfluga starf sem unnið er á lög- fræðisviði Háskólans,“ segir Helga Kristín Auðunsdóttir, sviðsstjóri lögfræðisviðs Háskólans á Bifröst. LAW WITHOUT WALLS Lögfræðisvið Háskólans á Bif- röst er með í alþjóðlegu samstarfi bestu lagadeilda í heimi sem geng- ur undir nafninu Law Without Walls. Markmið þess er að bregð- ast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði og umbylta þekkt- um aðferðum við lögfræðikennslu. Verkefnið miðar að því að nemend- ur fái víðari sýn á fræðin og nýti menntun sína í auknum mæli til ný- sköpunar. Auk Háskólans á Bifröst taka meðal annars þátt virtir skólar á borð við Harvard og Stanford og á hverju ári tilnefnir Bifröst nokkra nemendur til þátttöku í verkefninu. ML í lögfræði – Lögfræðingar með nýja sýn Ingvar Christiansen Guðfinnur Stefánsson Lögfræðisvið Háskólans á Bifröst á í alþjóðlegu samstarfi bestu lagadeilda í heimi sem gengur undir nafninu Law With- out Walls. Markmið þess er að bregðast við breyttri stöðu lögfræðinga á atvinnumarkaði og umbylta þekktum aðferðum við lög- fræðikennslu. Kynning á meistaranámi Háskólans á Bifröst Dagskrá: Kl. 16.00 Menningarstjórnun MA Kl. 16.15 Alþjóðleg stjórnmálahagfræði MA Kl. 16.30 Forysta og stjórnun MS / MLM Kl. 16.45 Alþjóðaviðskipti MS / MIB Kl. 17.00 Lögfræði ML - hvar sem þú ert og hvert sem þú stefnir Föstudaginn 24. apríl kl. 16 að Hverfisgötu 4-6. Umsóknarfrestur er til 15. maí Til viðbótar við kjarnagreinar í lögfræði læra útskrifaðir nemendur frá Bifröst ýmislegt annað sem er ekki kennt annarsstaðar, t.d. að geta lesið ársreikninga og þekkt ýmis lykilhugtök í rekstri fyrirtækja

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.