Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 72

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 72
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| LÍFIÐ | 48 BAKÞANKAR Frosta Logasonar Það eina sem við getum gert er að biðja til guðs og vonast eftir kraftaverki. Cissy Houston, amma Bobbi Kristina Brown Útvarp Saga hefur lengi vel verið í uppáhaldi hjá mér. Þar talar rödd þjóðarinnar, í símatíma stöðvarinnar, undir styrkri leiðsögn þáttastjórnand- ans sem þorir á meðan aðrir þegja. Ég fullyrði að í þessari viku hafi hlust- endur náð alveg nýjum hæðum í upp- byggilegum siðferðisboðskap og náungakærleik. Þvílík og önnur eins samstaða um mannréttindi og fleiri kristin gildi er vand- fundin. UMRÆÐA um svokallaða hinseginfræðslu í Hafnar- firði hefur verið áberandi og hafa áhangendur stöðvarinnar sýnt aðdáunarverða samstöðu í því máli. Út með hommaskapinn og inn með kristnifræðsluna er meginstefið í þættinum Línan er laus. En þótt ótrúlegt megi virðast þá virðast þess- ar skoðanir hlustenda útvarps Sögu ekki eiga upp á pallborðið hjá öðrum Íslendingum. Það er í rauninni mjög einkennilegt. Var það ekki alveg kýr- skýrt hjá Frelsaranum frá Nasaret að samkynhneigð væri viðurstyggð? Varla er íslenska þjóðkirkjan, sem nýtur sérstaks stuðnings ríkis og er varin af stjórnarskrá landsins, að fara með fleipur í þessu máli. Í TILLÖGU sem bæjarstjórn Hafnar- fjarðar samþykkti í síðustu viku segir meðal annars að hinsegin ungmenni upplifi skort á upplýsingum, umræðu og fyrirmyndum og eiga í erfiðleikum með að þróa jákvæða sjálfsmynd. Að fræðslan geti gert þeim auðveldara að takast á við þær tilfinningar sem tengjast kynhneigð þeirra og kynvit- und. Auk þess geti hinseginfræðsla verið mikilvægur liður í að útrýma fordómum og uppræta hatursfulla orð- ræðu gegn hinsegin einstaklingum. ÞIÐ afsakið. Ég er ekki viss um að okkar kristna samfélag kæri sig um slíkt trúboð og innrætingu af þessum toga í blessuð börnin. Hlustendur Útvarps Sögu telja skaðlegt að inn- ræta ungum börnum málefni sem þau hafa ekki þroska til að skilja. Lítil börn eru nefnilega viðkvæmur gróður sem verður að fá að vaxa og dafna í friði. Að demba yfir þau kennslu um samkynhneigð er slæmt á meðan boð- skapur Gídeonfélagsins er hins vegar frábær. JÁ, góðir landsmenn. Skrúfan er svo sannarlega laus. Skrúfan er laus Bobbi Kristina Brown fannst meðvit- undar laus í baðkari á heimili sínu þann 31. janúar síðastliðinn. Henni hefur verið haldið sofandi í öndunarvél síðan í febrúar og var mjög tvísýnt um ástand hennar á tímabili. Nú hefur Bobbi Kristina verið tekin úr öndunarvél, en hún sýnir engin viðbrögð, ef marka má yfirlýsingu frá ömmu henn- ar, Cissy Houston, á mánudag. Fréttir af ástandi hennar eru þó enn umdeildar, þar sem faðir hennar, Bobby Brown, og amma hennar virðast ekki vera á sama máli. „Við hittum læknana hennar til þess að fá útskýringu á ástandi hennar. Henni er ekki haldið sofandi lengur, en hún sýnir engin viðbrögð önnur en að anda sjálf. Það eina sem við getum gert er að biðja til guðs og vonast eftir kraftaverki,“ sagði Houston. Lögfræðingur fjölskyldunnar tók undir þetta í yfirlýsingunni. „Læknarnir segja að hún muni lifa, en að líf hennar og lífs- gæði muni aldrei verða samt aftur.“ Faðir Bobbi Kristina, Bobby Brown, til- kynnti hins vegar á tónleikum sínum á mánudag að dóttir hans væri á batavegi. „Hún er vöknuð og hún horfði á mig,“ sagði hann við fögnuð áhorfenda. Lögreglan rannsakar málið sem saka- mál. Kærasti Bobbi Kristina, Nick Gord- on, var einn þeirra sem komu að henni í baðkarinu, en fjölskyldan hefur meinað honum að koma og heimsækja Bobbi. Bobbi Kristina heiladauð Dóttir Whitney Huston mun aldrei ná sér eft ir að hún missti meðvitund í janúar. ALDREI SÖM AFTUR Bobbi Kristina Brown mun ekki verða söm aftur. KRINGLUNNI SPARBÍÓ AKUREYRI KEFLAVÍK EGILSHÖLL CHICAGO SUN-TIMES ÁLFABAKKA TOTAL FILM AVENGERS 2 3D 2, 5, 7, 8, 10(P), 11 MALL COP 2 4, 6, 8 ÁSTRÍKUR 2D 2, 4 - ÍSL TAL FAST & FURIOUS 7 10 LOKSINS HEIM 2D 1:50 - ÍSL TAL Tilboð í bíó. Gildir á allar sýningar merktar með rauðu. Save the Children á Íslandi

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.