Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 62

Fréttablaðið - 23.04.2015, Side 62
23. apríl 2015 FIMMTUDAGUR| MENNING bíó | 38 Láttu draumagarðinn verða að veruleika Pantaðu landslagsráðgjöf í dag! Hringhellu 2 221 Hafnarfjörður Hrísmýri 8 800 Selfoss Malarhöfða 10 110 Reykjavík Berghólabraut 9 230 Reykjanesbær Smiðjuvegi 870 Vík Sími 4 400 400 www.steypustodin.is Allar hellur Steypustöðvarinnar eru framleiddar samkvæmt viðurkenndum stöðlum. Hafðu samband og láttu sérfræðinga okkar aðstoða þig við að finna réttu lausnina. 4 400 400 Halla Pétursdóttir, landslagsarkitekt FILA, hjálpar þér við að skipuleggja draumagarðinn þinn. Pantaðu tíma og fáðu nánari upplýsingar hjá söludeild Steypustöðvarinnar í síma bíóFRéTTIRAFMælIsbARN DAGsINs FRUMsýNINGAR 7,6/10 9,3/10 53 ára George lopez, leikari og grínisti Þekktastur fyrir: The George Lopez Show bláa stálið aftur í bíó Zoolander 2 er væntanleg í kvik- myndahús á næsta ári. Nánar tiltekið þann 12. janúar. Mun Ben Stiller leika aðalhlutverk líkt og áður, leikstýra og framleiða ræmuna. Leikaravalið er ekki enn komið á kristaltært en ætla má að margir bíði með öndina í háls- inum eftir frekari fréttum, sem og að sjá Bláa stálið aftur á hvíta tjaldinu. Leikstjórn: Lee Toland Krieger Leikarar: Blake Lively, Michiel Huisman, Harrison Ford, Amanda Crew, Richard Harmon, Ellen Burstyn, Anjali Jay, Kathy Baker, Lynda Boyd The Age of Adaline Drama Leikstjórn: Joss Whedon Leikarar: Scarlett Johansson, Hayley Atwell, Chris Hemsworth, Chris Evans, Tom Hiddleston, Idris Elba, Aaron Taylor-Johnson, Stan Lee, Cobie Smulders The Avengers: Age of Ultron spennumynd Dreifingarréttur kvikmyndar Gríms Hákonarsonar, Hrúta, eða Rams, eins nafnið útleggst á ensku, hefur verið seldur. Þ yk i r það sæta töluverð­ um tíðindum en myndin var nýlega tilnefnd til verðlauna í Un Certain Reg­ ard keppninni og er því í hópi kvikmynda í Cannes Official Selection í ár. Flokkurinn Un Certain Regard er til þess gerð­ ur að gera kvikmyndum þar sem frumleiki og hugrekki er í fyrir­ rúmi hátt undir höfði. Í því samhengi er meðal annars átt við styrki til dreifingar á kvik­ myndinni í Frakklandi. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, er að vonum alsæll með stöðu mála. „ARP Sélection er eitt stærsta og virtasta dreifingarfyrirtæki Frakklands svo þetta er afar gleði­ legt,“ segir Grímar Aðspurður um hvað svona sala hafi í för með sér segir Grímar að það séu gríðarleg forréttindi að vera í þessari stöðu fyrir hátíðina, sem er ein sú stærsta sinnar teg­ undar þegar kemur að uppskeru­ hátíðum kvikmyndabransans. „Það er býsna heppilegt að hafa þessa aðila með sér í liði þegar við mætum til keppni, og getur hjálp­ að okkar stöðu heilmikið,“ útskýrir Grímar. Sala dreifingarréttar hefur því mögulega veruleg áhrif á sýnileika þegar kemur að stóru stundinni, og skiptir hann býsna miklu máli. „Allar þær fréttir sem hafa skot­ ið upp kollinum hafa komið mér á óvart,“ segir Grímar og bætir hóg­ vær við: „Við vissum að við værum með góða mynd í höndunum en áttum satt best að segja ekki von á því að komast í Official Selection.“ Kvikmyndin Hrútar mun keppa til verðlauna þann 21. maí næst­ komandi og mun stórleikkonan Isa­ bella Rossellini, forseti dómnefnd­ ar, veita verðlaunin við hátíðlega athöfn. Því ber að halda til haga að á meðal þekktra leikstjóra sem hafa sýnt myndir sínar í Un Cer­ tain Regard eru kanónurnar Gus Van Sant, Sofia Coppola og Steve McQueen. gudrun@frettabladid.is Frakkar hafa nú þegar keypt dreif- ingarrétt á hinum íslensku Hrútum Kvikmyndin Hrútar keppir á Cannes í maí. Grímar Jónsson, framleiðandi myndarinnar, segir söluna góðs vita áður en haldið verður út. HRúTARNIR Sigurður Sigurjónsson og Theodór Júlíusson leika fúllynda bræður sem þurfa að snúa bökum saman á ögurstund. FRéTTABLAðIð/BRyNJAR SNæR Official selections í fjögur skipti GRíMAR JóNssON Kvikmyndin er sú fjórða sem ratar í Official Selections á Cannes sem runnin er undan rifjum íslensks leikstjóra. Hún er hins vegar aðeins önnur í röðinni sem er alíslensk. Árið 1993 Sódóma Reykjavík eftir Óskar Jónasson Árið 2003 Stormviðri eftir Sólveigu Anspach (unnin í samvinnu við Frakka) Árið 2005 Voksne Mannesker eftir Dag Kára (unnin í samvinnu við Dani) Kertastjakinn Enn bætist í leikarahóp Beauty and the Beast, sem er orðinn ansi vel skipaður nú þegar. Ewan McGregor var nefnilega rétt í þessu að semja við framleiðendur og mun fara með hlutverk Lumiere, eða kertastjakans. Tökur hefjast 18. maí næstkomandi og er myndin væntanleg í kvik- myndahús í febrúar 2017.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.