Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 16
Reykjavíkurborg setur sér það
markmið að verða kolefnishlutlaus
borg árið 2040, samkvæmt drögum
að uppfærðri loftslagsstefnu. Horft
er til Parísarsamkomulagsins í
loftslagsmálum um framkvæmd.
Þessu metnaðarfulla markmiði
fylgja miklar breytingar, ekki síst
í samgöngum sem er helsta matar-
holan til að ná árangri, samkvæmt
stefnunni.
Drögin voru til umræðu í borg-
arstjórn á miðvikudag, en þau
eru unnin í þverpólitískri sátt en
stýrihópinn sem vann að málinu
skipuðu oddvitar allra flokka í
borgarstjórn undir formennsku
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra
auk aðkomu fulltrúa umhverfis-
og skipulagsráðs og embættis- og
starfsmanna borgarinnar.
Stefnan sem nú er sett fram er í
tveimur hlutum; lýtur að samfé-
laginu í Reykjavíkurborg, íbúum
og atvinnulífi annars vegar, og hins
vegar sérstaklega að rekstri Reykja-
víkurborgar – bílaflota, vinnustaða
borgarinnar og skráningu upp-
lýsinga. Stefnt er að kolefnishlut-
leysi í báðum tilfellum – báðum
hlutum stefnunnar fylgir aðgerða-
listi til ársins 2020. Í anda Parísar-
samkomulagsins er gert ráð fyrir
endurskoðun aðgerða á fimm ára
fresti. Árangur verður mældur á
tveggja ára fresti miðað við stöðuna
árið 2015.
Markmiðið sem sett er nú um
að Reykjavíkurborg verði kolefnis-
hlutlaus á sér nokkurn aðdraganda.
Loftslagsstefna Reykjavíkurborgar
var fyrst mótuð árið 2009 og var
borgin fyrsta sveitarfélag á Íslandi
sem setti sér slíka stefnu. Mark-
miðið var að draga úr losun um 35
prósent fyrir árið 2020 og um 73
prósent fyrir árið 2050.
Fyrir liggur, ólíkt borgarsam-
félögum víða annars staðar, að allt
rafmagn og öll húshitun Reykjavík-
urborgar er fengin með sjálfbærri
grænni orku. Þess vegna er lögð
sérstök áhersla á samgönguþáttinn
í drögunum – sem er stærsta áskor-
un borgarinnar. Helstu áskoranir
sem eru nefndar eru losun metans
frá úrgangi og losun gróðurhúsa-
lofttegunda vegna flugstarfsemi.
Stefna um kolefnishlutleysi felur í
sér áfram að megináherslan verður
á að draga úr losun – en það var
megináherslan í stefnunni sem
borgin setti sér árið 2009. Ólíkt því
sem nú er voru engin áform um að
binda þá losun sem ekki verður
hægt að draga úr. Til að svara því,
í stefnu sem gerir ráð fyrir kolefnis-
hlutleysi, þarf því að binda kolefni
með skógrækt, ræktun votlendis og
kolefnisbindingu í jörð.
Fréttablaðið fjallaði á dögunum
um mikilvægi þéttbýlis í ljósi lofts-
lagsbaráttunnar. Vel á þriðja hund-
rað borgir, sem finna má í öllum
heimsálfum, með um 440 milljónir
íbúa hafa sett sér loftslagsmarkmið.
Það er þar – hjá sveitar félögum,
sem sóknarfærin gætu helst legið
við að ná þeim markmiðum sem
þjóðir heims hafa sett sér og birtast
í skuldbindingum þeirra í nýjum
loftslagssamningi Sameinuðu
þjóðanna.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
segir að það hafi verið hans tilfinn-
ing í umræðunum í París að borgir
séu ekki síður hluti af lausninni en
vandanum í loftslagsmálum.
„Þessar tillögur taka mjög mið af
því. Skipulagsmál og samgöngumál-
in eru lykilatriði, auk góðrar sam-
vinnu við atvinnulífið og íbúana.
Við höfum í þessari vinnu stuðst við
þekkingu sérfræðinga innanlands
og horft til þeirrar stefnu, mark-
miða og aðgerða sem framsæknar
borgir hafa verið að setja fram í
aðdraganda og eftir Parísarfund-
inn,“ segir Dagur.
Kolefnishlutlaus Reykjavík árið 2040
Drög að uppfærðri loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar liggja fyrir. Markmiðin eru metnaðarfull og stefnan unnin í þverpólitísku
samstarfi. Fjölbreytt aðgerðaáætlun til ársins 2020 er þegar á borðinu. Samgöngur verður að endurhugsa allt frá grunni.
Samgöngumál er það sem þarf að einbeita sér að næstu áratugina til að ná metnaðarfullum markmiðum loftslagsstefnunnar. Fréttablaðið/Vilhelm
Róttækra aðgerða er þörf*
Samgöngur og orkunotkun
l Hlutdeild bílaumferðar verði 58%
árið 2030, almenningssamgangna
12% og gangandi og hjólandi 30%.
l Bílaumferð og almennings-
samgöngur verði laus við losun
gróðurhúsalofttegunda árið 2040.
l Reykjavíkurborg beiti sér fyrir
eflingu almenningssamgangna
með hraðvögnum eða léttlestum,
svokallaðri Borgarlínu, í samvinnu
við önnur sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu og samgönguyfir-
völd.
landnotkun
l 90% nýrra íbúða verða innan þétt-
býlismarka til að efla nærþjónustu
og draga úr ferðaþörf.
l Unnin verði áætlun sem miðar að
fækkun bensínstöðva. Markmiðið
verði að dælur fyrir jarðefnaelds-
neyti innan borgarmarkanna verði
50% færri árið 2030 og verði að
mestu horfnar árið 2040.
l Gerð verður fýsileikakönnun fyrir
vindmyllugarð innan borgarmark-
anna í samvinnu við Orkuveitu
Reykjavíkur.
rekstur borgarinnar
l Grænar áherslur verði ekki val
heldur skylda í öllum rekstri
borgarinnar. Öll svið og starfsstað-
ir borgarinnar taki þátt í grænum
skrefum borgarinnar eigi síðar en í
árslok 2016.
l Árið 2025 munu 100% bílaflota
Reykjavíkurborgar nota orkugjafa
sem er laus við losun gróðurhúsa-
lofttegunda.
*Fjölmargt á aðgerðalista uppfærðrar
loftslagsstefnu vekur athygli – annað
er kunnuglegra. Hér fylgja aðeins
nokkur dæmi af aðgerðalista sem til-
tekur 39 aðgerðir, misumfangsmiklar.
Við höfum í þessari
vinnu stuðst við
þekkingu sérfræðinga
innanlands og horft til
þeirrar stefnu, markmiða og
aðgerða sem framsæknar
borgir hafa verið að setja
fram í aðdraganda og eftir
Parísarfundinn.
Dagur B. Eggertsson,
borgarstjóri
Svavar
Hávarðsson
svavar@frettabladid.is
Samgöngumál Blöndulína 1, sem
er hluti af byggðalínu Landsnets,
sló út í rúmar þrjár klukkustundir
síðastliðinn sunnudag vegna þess
að tré í Þórdísarlundi, sem stendur
undir línunni slóst í hana og við
það varð skammhlaup.
„Sýnir glögglega þörfina á betri
tengingu og sterkari byggðalínu,"
segir Steinunn Þorsteinsdóttir,
upplýsingafulltrúi Landsnets.
Útleysing línunnar, sem liggur
milli virkjunar í Blöndu og spenni-
stöðvar við Laxárvatn í Húnavatns-
sýslu, olli því að byggðalínan var
aftengd og því raforkukerfið allt
rekið á tveimur eyjum. Norðurland
og Austurland í einni eyju og Suð-
vesturland í annarri eyju.
„Miklar tíðnisveiflur urðu á
Suðvesturlandi sem urðu til þess
að Ísal, Norðurál og Elkem ásamt
skerðanlegum notendum á Vest-
fjörðum leystu út hluta af sínu
álagi. Engar tilkynningar um
skemmdir á búnaði hafa borist í
kjölfar truflunarinnar," segir Stein-
unn.
Þessi útleysing sýnir, að mati
Steinunnar, hversu mikil þörf sé á
að endurbyggja byggðalínuna og
efla raforkuflutningskerfið um allt
land.
„Hún er allt of veik borið saman
við þær einingar sem tengjast
henni, þ.e. bæði álag og framleiðslu.
Eðlilegt er að gera kröfu til þess að
hringtengingar þoli truflun á einni
einingu en byggðalínan þolir illa
truflanir eins og staðan er í dag og
ekki er hægt að tryggja nægjanlegt
afhendingaröryggi,“ segir Steinunn.
Byggðalínan er þrjátíu ára gömul
en undirbúningur að lagningu henn-
ar hófst á fyrri hluta áttunda áragur-
ins og lauk verkefninu 1984. – sa
Tré í skógarlundi rakst í byggðalínu og olli skammhlaupi
brýnt er að efla enn frekar flutningskerfi raforku. Fréttablaðið/Vilhelm
Engar tilkynningar
um skemmdir á
búnaði hafa borist í kjölfar
truflunarinn-
ar.
Steinunn Þorsteins-
dóttir, upplýsinga-
fulltrúi Landsnets
Rúmlega þrjátíu ár eru
liðin frá því að lagningu
byggðalínunnar lauk.
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I m m T u D a g u R16 F R é T T I R ∙ F R é T T a B l a ð I ð