Fréttablaðið - 23.06.2016, Page 18

Fréttablaðið - 23.06.2016, Page 18
„Þetta er tvíbent, það væri vissulega heppilegra að sjá hærra þátttöku­ hlutfall í útboðinu, en ef maður lítur á hvað þessir stóru eigendur hafa tjáð sig um, þá var ekki mikillar þátttöku að vænta. Aðalatriðið finnst mér þó það að hægt sé að taka næstu skref við losun fjármagnshafta þrátt fyrir þetta þátttökuhlutfall,“ segir Hrafn Steinarsson, sérfræðingur hjá grein­ ingardeild Arion banka, um niður­ stöðu aflandskrónatútboðs Seðla­ banka Íslands. Í nýafstöðnu útboði nam fjárhæð samþykktra tilboða rúmlega 72 milljörðum króna af tæplega 178 milljörðum króna sem boðnar voru í útboðinu. „Þetta eru auðvitað von­ brigði, maður hefði viljað sjá að við værum að ná að losa fleiri af lands­ krónur í gegnum þetta útboð, það er bæði lagaleg óvissa og svo er ljóst að það mun kosta okkur verulegan pening að halda í þennan stóra vara­ gjaldeyrisforða á meðan,“ segir Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efna­ hagssviðs Samtaka atvinnulífsins. Gjaldeyrisforði Seðlabanka Íslands minnkar um rúmlega 47 milljarða í kjölfar útboðsins. Seðla­ bankinn býðst til að kaupa á útboðs­ genginu 190 krónur á hverja evru aflandskrónaeignir sem ekki voru seldar í útboðinu. Ásdís tekur undir með Hrafni Steinarssyni að niðurstaðan muni ekki hafa áhrif á losun hafta. „Það er búið að girða fyrir þessa af lands­ krónaeigendur og það lá alltaf fyrir að þó svo að þátttakan yrði ekki mikil myndi þetta ekki hafa áhrif á frekari losun hafta á innlenda aðila. En auðvitað hefði verið besti kost­ urinn að hafa betri þátttöku og við hefðum verið búin að leysa þennan vanda.“ Ásdís telur ólíklegt að annað útboð verði haldið. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær sagði Bjarni afnám hafta tvímæla­ laust á áætlun og sagði að það mætti líta á það sem eins konar yfirlýsingu um töluverða trú á íslensku efna­ hagslífi inn í framtíðina að nokkrir stórir aðilar sitji eftir. Næstu skref við afnám hafta snúa að innlenda markaðnum. „Eigendur aflandskrónaeigna eru sennilega aft­ astir í röðinni og það mun bara koma að þeim seinna meir,“ segir Hrafn Steinarsson. saeunn@frettabladid.is 365.is Sími 1817 NÝTT Á STÖÐ 2 MARAÞON HORFÐU Á HEILU ÞÁTTARAÐIRNAR ÞEGAR ÞÉR HENTAR © 2016 H om e B ox O ffice, Inc. A ll rights reserved. H BO ® and all related program s are the property of H om e Box O ffice, Inc. STÖÐ 2 MARAÞON FYLGIR VÖLDUM SJÓNVARPSPÖKKUM 365. EINNIG ALLA VIRKA DAGA Á STÖÐ 3 KL. 19:25 Afnám hafta ennþá á áætlun Þrátt fyrir dræma þátttöku í aflandskrónaútboði Íslands er afnám fjármagnshafta á áætlun. Forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins segir þó kostnaðarsamt að halda úti stórum gjaldeyrisvaraforða. Efnahagsmál Ofhitnun hagkerfis­ ins er einn helsti áhættuþátturinn sem Ísland stendur frammi fyrir að mati sendinefndar Alþjóðagjald­ eyrissjóðsins (AGS). Sjóðurinn sendi í gær frá sér reglubundna úttekt á efnahagsástandinu hér. „Horfurnar eru jákvæðar. Vöxtur eykst á þessu ári og er búist við að hann verði meiri en 4,5 prósent,“ segir í tilkynningu AGS. Hagvöxtur ársins er sagður drifinn áfram af inn­ lendri eftirspurn og hröðum upp­ gangi ferðaþjónustunnar. „Líklega hægir svo á vextinum í framhaldinu þegar taka að bíta aðgerðir til að slá á of mikla eftirspurn og verðbólgu­ þrýsting.“ Bent er á að verðbólgu, sem var 1,7 prósent í maí, hafi verið haldið í skefjum af lækkandi verði innflutningsvara og styrkingu krónunnar. „Vegna mikilla launa­ hækkana nýverið er því hins vegar spáð að verðbólga fari yfir 2,5 pró­ senta markið síðar á þessu ári og nái hámarki á næsta ári áður en við tekur hægfara hjöðnun hennar.“ Viðbúið er sagt að aukinn launa­ kostnaður komi til með að hamla samkeppnishæfni þegar fram líða stundir um leið og stöðugt dragi úr afgangi af viðskiptum við útlönd. „Þessi þróun, sé henni ekki haldið í skefjum með stjórn efnahagsmála, gæti leitt til ofhitnunar hagkerfisins. Þar er hættan mest fyrir Ísland.“ – óká AGS varar við hættu á ofhitnun hagkerfisins Viðskipti 4,5% hagvöxtur verður á árinu gangi spár eftir. Frá fundi sendinefndar AGS í apríl síðastliðnum. FréttAblAðið/Pjetur bjarni benediktsson fjármálaráðherra segir afnám fjármagnshafta alveg tvímæla- laust á áætlun. FréttAblAðið/GVA Óleiðréttur kynbundinn launamunur félagsmanna aðildarfélaga BHM sem starfa hjá ríkinu var óbreyttur milli áranna 2014 og 2015, eða 8,5 prósent, að því er rauntölur úr launakerfi ríkis­ ins sýna, segir í tilkynningu. Þetta eru aðrar niðurstöður en í nýrri könnun BHM. Rauntölurnar eru aðrar en niður­ stöður nýrrar könnunar BHM, þar sem tæp fjörutíu prósent félags­ manna tóku þátt, en þar kom fram að óleiðréttur launamunur ríkisstarfs­ manna hefði farið úr 14 prósentum í 16 prósent milli áranna 2014 og 2015. Fjármála­ og efnahagsráðuneytið birtir ársfjórðungslega upplýsingar úr launakerfi ríkisins um meðallaun starfsmanna ríkisins, greint eftir heildarsamtökum opinberra starfs­ manna, stéttarfélögum og kyni. Þar má sjá hvernig launamunur kynjanna hefur þróast. Þess ber að geta að þar hefur ekki verið leiðrétt fyrir áhrifa­ þáttum eins og starfsaldri, menntun og ábyrgð. – sg Segja launamun óbreyttan 8,5% mældist óleiðréttur kynbundinn launamunur. Það mun kosta okkur verulegan pening að halda í þennan stóra varagjaldeyrisforða á meðan. Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 f I m m T U D a g U R18 f R é T T I R ∙ f R é T T a B l a ð I ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.