Fréttablaðið - 23.06.2016, Page 22
Breska þingkonan Jo Cox var myrt í hroðalegri árás 16. júní síðastliðinn og nokkrum
dögum fyrr féll fjöldi fólks í skelfi
legri skotárás í Orlando. Við hrökkv
um við, fellum jafnvel tár, og hristum
hausinn yfir grimmd og ósanngirni.
Í kjölfar hræðilegra atburða er
vissulega mannlegt að reyna að
finna einfaldar skýringar og ástæð
ur. Í örvæntingu er leitast við að
sýna fram á að árásarmennirnir hafi
ekki verið eins og fólk er flest, í von
um að flest séum við í lagi og flest
séum við óhult. Ofbeldismennirnir
séu hryðjuverkamenn eða einfarar
með geðsjúkdóm. Það væri ábyggi
lega hægt að finna aðra samnefnara.
Kannski ganga þeir allir í svipuðum
sokkum.
Fátækt, kúgun, einelti, ofbeldi,
trúarofstæki, og fáfræði. Víða kvelj
ast hrjáðar sálir eftir að hafa horft
upp á stríðsátök frá barnæsku. Víða
leynast svangir munnar og buguð
börn, sem horfa árum saman upp
á að öðrum gangi betur í lífsbarátt
unni, séu hressir, eigi góða vini,
útskrifist úr virtum skólum eða
eigi foreldra sem elska þá. Skiljan
lega eru margir reiðir í veröldinni,
og hafa ástæðu til. Flestir lifa með
sársaukanum, en eðli málsins sam
kvæmt fara einhverjir út af sporinu.
Fólk með geðræn vandamál er
alla jafna friðsælt og sama má segja
um flesta múslima, flesta græn
eygða, og flesta arkitekta.
Skortur á umburðarlyndi
Samnefnarinn er ekki ein trúar
brögð, og heldur ekki geðræn
vandamál. Samnefnarinn er hatur
og ástæður þess að manneskjur hata
eru fjölmargar. Fólk getur hatað þá
sem eru öðruvísi; játa aðra trú, hafa
aðra kynhneigð, eða líta öðruvísi
út. Stundum er það hræðsla við
hið ókunnuga. Alltaf er skortur á
umburðarlyndi og samkennd. Við
erum öll eins í grunninn og á það
ættum við að einblína.
Hatur, skotárásir, hryðjuverk
og ofbeldi er ekki nýtt af nálinni.
Það kom ekki með netinu, komm
entakerfum og myndum í beinni
af fórnarlömbum voðaverka. Við
sjáum bara allt fyrr núna; erum
vitni. Það að eitthvað hafi alltaf
verið til er heldur engin afsökun.
Þvert á móti. Nú höfum við fleiri
tækifæri til að láta raddir okkar
heyrast og ættum að nýta þau vel.
Við berum öll ábyrgð á að útrýma
hatursumræðu eins og unnt er. Hún
á ekkert skylt við málfrelsi eða eðli
leg skoðanaskipti. Það verður sjálf
sagt alltaf erfitt að dæma um hvar
mörkin liggja, en svona getur þetta
allavega ekki gengið lengur. Núna
neita öfgasinnaðir þjóðernissinnar í
Bretlandi t.d. að bera nokkra ábyrgð
á morðinu á Jo Cox. Þó þeir hafi ekki
haldið á vopninu bera þeir vissulega
ábyrgð á stöðugum hatursáróðri
og hvatningu til aðgerða. Orð hafa
afleiðingar og þeim fylgir ábyrgð.
Okkur ber skylda til að afgreiða
ekki þá sem fremja voðaverk ýmist
sem skrímsli eða samtök sem séu
bara svona vond. Þjóðfélagsum
ræða og allt umhverfi hefur áhrif á
hvernig fólk hugsar. Ofsatrú, hatur
á samkynhneigðum, rasismi, öfga
full þjóðernishyggja, og kvenhatur
verður ekki til í tómarúmi.
Jo Cox barðist ötullega fyrir
bættum heimi og nú ber okkur að
bera boðskapinn áfram. Brendan,
eiginmaður hennar, sagði að tvennt
hefði hún viljað núna. Í fyrsta lagi að
börnin þeirra tvö yrðu umvafin ást,
og í öðru lagi að við sameinuðumst
öll gegn hatrinu sem drap hana.
Hatur fylgir ekki regluverki, kyn
þætti, eða trú. Það er eitrað.
Samnefnarinn er hatur
Sigríður
Pétursdóttir
dagskrár-
gerðarmaður
Á dögunum skrifuðu undirrituð og Björn Þorsteinsson, rektor Landbúnaðarháskóla
Íslands (LBHÍ) á Hvanneyri, undir
tvo samninga um verkefni sem eru
hluti af sóknaráætlun Íslands í lofts
lagsmálum. Annar samningurinn
snýr að því að fá yfirlit og upplýsing
ar um losun gróðurhúsalofttegunda
og bindingu koldíoxíðs í gróðri og
jarðvegi. Hinn samningurinn lýtur
að útreikningum á kolefnislosun í
landbúnaði. Upplýsingar og gögn
frá þessum verkefnum munu gagnast
við gerð vegvísis, þar sem stefna og
markmið um að útfæra minnkun í
losun frá landbúnaði er mótuð í sam
vinnu við Bændasamtökin.
Það skiptir miklu máli að bæta
tölulegar upplýsingar varðandi
þátt landbúnaðar og landnotkunar
í kolefnislosun og bindingu hér á
landi. Samningarnir við LBHÍ eru
þýðingarmikið skref í því að auka
vísindaþekkingu innan skólans á
þessu sviði um leið og þeir styrkja
þessa mikilvægu stoð í stefnu
Íslands í loftslagsmálum.
Samvinna
Sóknaráætlun ríkisstjórnarinnar í
loftslagsmálum er til þriggja ára og
samanstendur af 16 fjölbreyttum
verkefnum sem unnin verða í sam
starfi við atvinnulífið og stofnanir.
Ekki hefur áður verið lagt jafn mikið
fé til sérstakra aðgerða í loftslags
málum hérlendis. Sóknaráætlunin
miðar að því að virkja atvinnulíf og
stofnanir því loftslagsmál tengjast
nær öllum atvinnugreinum. Því þarf
samstillt átak til að takast á við þær
áskoranir sem eru samfara þeim auk
þess sem loftslagsmál hafa gríðarleg
áhrif á efnahagslífið.
Mikilvægt er að allir beri ábyrgð
í loftlagsmálum, en mikil vakning
hefur orðið í samfélaginu um að
finna raunhæfar lausnir. Til að vel
megi takast og standa undir vænt
ingum þeirra kynslóða sem á eftir
okkur koma þarf því að örva og
virkja samfélagið, fyrirtæki sem og
einstaklinga til þátttöku og aukinn
ar vitundar. Sóknaráætlunin tekur
mið af þess konar samvinnu og má
nefna eflingu innviða fyrir rafbíla
á landsvísu, átak gegn matarsóun,
vegvísi í sjávarútvegi, endurheimt
votlendis og loftslagsvænan land
búnað.
Kolefnisútreikningar
Landbúnaður og landnotkun hefur
vissulega áhrif á losun gróðurhúsa
lofttegunda en þar eru jafnframt
tækifæri til að binda koldíoxíð úr
andrúmslofti með skógrækt, land
græðslu og fleiri aðgerðum. Nauð
synlegt er að fá betri kortlagningu
og útreikninga á hvernig losunin
dreifist innan geirans og hvar tæki
færi í bindingu liggja svo markmið
og áætlanir um samdrátt í losun nái
fram að ganga.
Bestu vörslumenn landsins
Bændur gegna miklu hlutverki
varðandi endurheimt landgæða
og hafa verið ötulir talsmenn þess
að græða landið frá fjöru til fjalla.
Ríkisstjórnin hefur veitt aukið fjár
magn til skógræktar, landgræðslu
og endurheimtar votlendis. Fyrr
í vor setti ég af stað verkefni um
endurheimt votlendis í samræmi
við sóknaráætlun í loftslagsmálum
og fól Landgræðslu ríkisins fram
kvæmdina. Verkefnin verða unnin í
náinni samvinnu við landeigendur
en margir sjá aukna möguleika
fyrir svæði sem ekki eru nýtt til
búskapar og geta með endurheimt
haft aukið útivistargildi, m.a. í fjöl
breyttara fuglalífi og fiskgengd.
Þá er skógrækt viðurkennd
mót vægisaðgerð gegn uppsöfnun
gróðurhúsalofttegunda í andrúms
loftinu. Margir bændur eiga land
sem ekki nýtist við búskapinn og
gæti hentað vel til skógræktar.
Með skógræktaráætlun skapast
möguleikar á nýrri skógarauðlind
og sjálfbærni í nýtingu lands sam
hliða bættri ímynd.
Minna kolefnisfótspor
Fram undan eru áskoranir í lofts
lagsmálum sem þarf að mæta
með breyttu og jákvæðu hugar
fari. Fjöldi þeirra 175 ríkja sem
skrifuðu undir Parísarsamkomu
lagið styrkir okkur í þeirri trú að
þjóðir heims hafi tekið ákvörðun
um að hefjast handa við að sporna
gegn loftslagsbreytingum. Tillaga
um fullgildingu samningsins af
Íslands hálfu verður lögð fram á
Alþingi að loknu sumarfríi – efndir
munu fylgja orðum. Markmiðum
Íslands verður fylgt eftir, kolefnis
fótsporið þarf að minnka og mun
stefna Íslands í loftslagsmálum
leiða okkur að loftslagsvænum
lausnum og nýsköpun.
Loftslagsvænn landbúnaður
Sigrún
Magnúsdóttir
umhverfis-
og auðlinda-
ráðherra
Sóknaráætlun
ríkisstjórnar-
innar í lofts-
lagsmálum er til þriggja ára
og samanstendur af 16
fjölbreyttum verkefnum sem
unnin verða í samstarfi við
atvinnulífið og stofnanir.
Fólk getur
hatað þá sem
eru öðruvísi;
játa aðra trú, hafa aðra
kynhneigð, eða líta öðruvísi
út. Stundum er það hræðsla
við hið ókunnuga. Alltaf er
skortur á umburðarlyndi og
samkennd. Við erum öll eins
í grunninn og á það ættum
við að einblína.
Tjáningarfrelsið er ein af mikilvægustu stoðum hvers lýðræðissamfélags og skulu ein
staklingar almennt vera frjálsir til að
tjá skoðanir sínar á opinberum vett
vangi. Í umræðum undanfarinna
missera hefur sú röksemdafærsla
verið áberandi að takmörkun á
opinberri tjáningu fordóma feli í sér
ólögmæta þöggunartilburði. Þessa
hefur t.a.m. orðið vart í umræðum
á samfélagsmiðlum um flóttafólk,
fjölbreytni samfélaga, innflytjendur,
múslima o.s.frv. Einstaklingar sem
halda uppi slíkum málflutningi
benda oftar en ekki á stjórnarskrár
varinn rétt sinn til að hafa skoðanir
og tjá þær.
Vissulega er það svo að í 73. grein
stjórnarskrár Íslands kemur fram að
hver maður eigi rétt á að láta í ljós
hugsanir sínar, en ákvæðið heldur
áfram og segir þar jafnframt: „en
ábyrgjast verður hann þær fyrir
dómi“. Í framhaldinu greinir frá
því að tjáningarfrelsinu megi setja
skorður með lögum „í þágu alls
herjarreglu eða öryggis ríkisins, til
verndar heilsu eða siðgæði manna
eða vegna réttinda eða mannorðs
annarra, enda teljist þær nauðsyn
legar og samrýmist lýðræðishefð
um“. Sé til viðbótar litið til greinar
233a í almennum hegningarlögum
þá greinir þar frá því að: „Hver sem
opinberlega hæðist að, rógber,
smánar eða ógnar manni eða hópi
manna með ummælum eða annars
konar tjáningu, svo sem með mynd
um eða táknum, vegna þjóðernis,
litarháttar, kynþáttar, trúarbragða,
kynhneigðar eða kynvitundar, eða
breiðir slíkt út, skal sæta sektum eða
fangelsi allt að 2 árum.“ Í þessu sam
hengi má geta þess að grein 233a
kom inn í almenn hegningarlög
hérlendis eftir að Ísland varð aðili
að samningi Sameinuðu þjóðanna
um afnám alls kynþáttamisréttis
árið 1973. Bann ákvæðisins við til
tekinni tjáningu grundvallast þar af
leiðandi á því að kynþáttafordómar
eigi ekki að líðast í lýðræðissam
félagi.
Það er því ljóst að bæði sam
kvæmt stjórnarskrá Íslands og
almennum hegningarlögum er
heimilt að setja tjáningarfrelsinu
skorður til að vernda mikilvæg
réttindi annarra. Frelsi eins til að
tjá sig er, samkvæmt því sem þar
kemur fram, ekki hafið yfir rétt
minnihlutahópa til að þurfa ekki
að þola hatursfulla tjáningu. Hér eru
skorður á tjáningarfrelsinu settar til
að vernda hagsmuni tiltekinna ein
staklinga og gengið er út frá því að
ákveðin tjáning, eins og tjáning for
dóma, brjóti gegn réttindum þeirra.
Hluti af grunnstoðum lýðræðis
Réttur einstaklinga til að þurfa ekki
að umbera fordómafulla tjáningu
er hluti af grunnstoðum lýðræðis.
Fái sá réttur að standa óáreittur þá
eykur það líkurnar á frjálsri aðkomu
allra þjóðfélagsþegna að samfé
laginu. Um leið spornar það gegn
jaðarsetningu og þöggun minni
hlutahópa. Þá er jafnframt talið að
takmörkun á tjáningu fordóma í
garð minnihlutahópa sporni gegn
ofbeldi gagnvart þeim einstakling
um og hópum sem gjarnan verða
fyrir slíkum fordómum. Takmörkun
tjáningar fordóma er þannig bæði
beitt til að vernda réttindi einstak
linga en ekki síður til að vernda
almannahagsmuni þar sem að tján
ing fordóma grefur undan samstöðu
í samfélaginu.
Lýðræðis og mannréttindaskrif
stofa (ODIHR) Öryggis og sam
vinnustofnunar Evrópu (OSCE)
hefur í gegnum tíðina lagt mikla
áherslu á að lögreglan sinni haturs
glæpum. Afstaða stofnunarinnar
er sú að einmitt í lýðræðislegum
tilgangi sé mikilvægt að sporna
gegn hatursfullri tjáningu. Það sé
nauðsynlegt til að koma í veg fyrir
jaðarsetningu fólks, samfélags
lega ósamstöðu og ofbeldisbrot.
Vísað er til alvarlegra sálfræðilegra
afleiðinga af hatursglæpum og eru
sumir fræðimenn jafnvel farnir að
tala um hatursglæpi í því tilliti sem
heilsufarslegt vandamál. Evrópu
nefnd gegn kynþáttamismunun og
umburðarleysi (ECRI) hefur sömu
leiðis lagt áherslu á að lögreglan hafi
jákvæðar skyldur til að hlúa að fjöl
breytni samfélagsins, t.d. með því að
taka á ofbeldi og tjáningu sem á rót
sína að rekja til fordóma. Reyndin
er sú að alls staðar á meginlandi Evr
ópu er lögreglan að leggja áherslu
á að sporna gegn hatursglæpum
og hatursfullri tjáningu og undir
strikar jafnframt að hatursáróður
í garð minnihlutahópa nýtur ekki
tjáningarfrelsisverndar mannrétt
indasáttmála Evrópu.
Lögreglu ber að vinna gegn hat
ursáróðri í því skyni að vernda
jafnt einstaklings og almannahags
muni. Þá fyrst og fremst með því
að horfa til réttinda einstaklinga,
sem tilheyra minnihlutahópum,
til að þurfa ekki að þola hatursfulla
tjáningu, sem beinist gegn þjóð
erni þeirra, litarhætti, kynþætti,
trúarbrögðum, kynhneigð og/eða
kynvitund. Það er einfaldlega laga
leg skylda lögreglu og ákæruvalds
samkvæmt grein 233a almennra
hegningarlaga að bregðast við opin
berri tjáningu af þeim toga. Þá með
rannsókn og jafnvel saksókn, en að
endingu er það í hvívetna hlutverk
dómstóla að skera úr um lögmæti
tjáningar sem sakamál kann að
fjalla um.
Takmörkun tjáningar til
verndar lýðræði í samfélaginu
Réttur einstaklinga til að
þurfa ekki að umbera for-
dómafulla tjáningu er hluti
af grunnstoðum lýðræðis. Fái
sá réttur að standa óáreitt-
ur þá eykur það líkurnar á
frjálsri aðkomu allra þjóð-
félagsþegna að samfélaginu.
Eyrún
Eyþórsdóttir
lögreglufulltrúi
hatursglæpa
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R22 s k o ð U n ∙ F R É T T A B L A ð I ð