Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 38

Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 38
Stjarna bandarísku leikkonunn- ar ungu Elle Fanning skín skær- ar með hverju árinu. Kvikmyndin The Neon Demon þar sem hún fer með aðalhlutverkið verður frum- sýnd í Bandaríkjunum  á morg- un. Þar leikur hún unga konu sem kemur til Los Angeles til að verða fyrirsæta. Elle sjálf er orðin nokk- urs konar uppáhald tískuiðnaðar- ins. Hún hefur ekki aðeins starf- að sem fyrirsæta fyrir þekkt vöru- merki eins og Miu Miu og Marc by Marc Jacobs heldur hefur hún vart slegið feilnótu í klæðavali, hvort heldur sem er á rauða dreglin- um eða á förnum vegi. Hvort sem hún skartar Chanel-kvöldkjól eða gallabuxum og bol þykir hún vera bæði fáguð og töff eins og sjá má af þessum myndum. Elle í hvítum blúndukjól úr siffoni ásamt leikstjóra myndarinnar The Neon Demon, Nicolas Winding Refn, í Róm á dögunum. NORDICPHOTOs/GETTY Óaðfinnanlegur stíll Stíll leikkonunnar Elle Fanning þykir vera klassískur en um leið smart. Frá því hún steig fyrst fram í sviðsljósið hefur hún varla gert mistök í fatavali. Bæði dökkklædd og dökkhærð sem er ekki mjög algeng sjón. Elle vakti hrif ningu í þessum ævi ntýra- lega kjól frá Z uhair Murad á kvik mynda- hátíðinni í Ca nnes. Elle litrík og ljómandi í stíl sjöunda áratugarins. Falleg og frískleg í bláum kjól frá Prada. Í rauðum kjól frá Lanvin sem sækir innblástur í þriðja áratuginn og á háhæluðum skóm frá Christian Louboutin við. Elle vakti mikla athygli þegar hún mætti í gegnsæjum síðkjól frá Elie saab á rauða dregilinn við forsýninguThe Neon Demon í London. 40% SUMARSPRENGJA afsláttur af öllum vörum 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R8 F ó l k ∙ k y n n I n G A R b l A ð ∙ T í s k A

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.