Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 45

Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 45
EM 2016 í Frakklandi í gær E-riðill Ítalía - Írland 0-1 0-1 Robbie Brady (85.) Svíþjóð - Belgía 0-1 0-1 Radja Nainggolan (84.). Lokastaðan í E-riðlinum: Ítalía 6 (+2), Belgía 6 (+2), Írland 4 (-2), Svíþjóð 1 (-2). F-riðill Ísland - Austurríki 2-1 1-0 Jón Daði Böðvarsson (18.), 1-1 Aless- andro Schöpf (60.), 2-1 Arnór Ingvi Trausta- son (90.+4). Ungverjaland - Portúgal 3-3 1-0 Zoltán Gera (19.), 1-1 Nani (42.), 2-1 Balázs Dzsudzsák (47.), 2-2 Cristiano Ro- naldo (50.), 3-2 Balázs Dzsudzsák (55.) 3-3 Cristiano Ronaldo (62.). Lokastaðan í F-riðlinum: Ungverjaland 5 (+2), Ísland 5 (+1), Portúgal 3 (0), Austurríki 1 (-3). Bestu liðin í þriðja sæti Slóvakía (B-riðill) 4 stig (Markatala 3-3) Írland (E-riðill) 4 stig (2-4) Portúgal (F-riðill) 3 stig (4-4) Norður-Írland (C-riðill) 3 stig (2-2) --------- Þessi komust ekki áfram ------------ Tyrkland (D-riðill) 3 stig (2-4) Albaína (A-riðill) 3 stig (1-3) Í dag 17.30 Stjarnan - ÍBV Sport 19.05 KR - ÍA Sport 22.00 Sumarmessan Sport 18.00 Stjarnan - ÍBV Stjörnuv. 19.15 KR - ÍA KR-völlur http://www.seeklogo.net Laugardagur 25. júní 13.00 Sviss - Pólland 16.00 Wales - Norður-Írland 19.00 Króatía - Portúgal Sunnudagur 26. júní 13.00 Frakkland - Írland 16.00 Þýskaland - Slóvakía 19.00 Ungverjaland - Belgía Mánudagur 27. júní 16.00 Ítalía - Spánn 19.00 England - Ísland EM 16 liða Fótbolti Arnór Ingvi Traustason innsiglaði sigur íslenska liðsins á Austurríki í gær með marki í upp- bótartíma. Eftir orrahríð að marki íslenska liðsins afgreiddu okkar menn þetta með skyndisókn sem Arnór batt endahnútinn á. „Ég sá boltann frekar seint í net- inu en að sjá boltann inni var alveg ótrúlegt. Maður er enn þá með hroll eftir þetta allt saman,“ sagði Arnór Ingvi við Fréttablaðið eftir leikinn. „Þetta er það stærsta sem Ísland hefur gert núna í knattspyrnu. Við erum enn að skrifa söguna og áfram leyfum við okkur að dreyma. Við erum líka að leyfa þjóðinni að dreyma aðeins lengur.“ Tölfræði Arnórs Ingva með lands- liðinu er svakaleg en hann hefur svo sannarlega nýtt spiltíma sinn með liðinu síðan hann kom inn í það eftir undankeppnina. Markið í gær var hans fjórða í átta leikjum með Íslandi. „Ég hef alveg trú á sjálfum mér og veit hvað ég get. Ef ég fæ einhverjar mínútur reyni ég að nýta þær eins vel og ég get. Mér finnst ég nýta minn spiltíma vel. Þetta féll fyrir okkur í dag sem er frábært,“ sagði Arnór Ingvi sem hlakkar auðvitað til að mæta Englandi í 16 liða úrslit- unum. „Það verður frábært að mæta Englandi en það sem er mikil- vægt er að fá tvo aukadaga til að hvíla. Það er mikil- vægt fyrir þá stráka sem hafa spilað. Nú verðum við að setja lappirnar á jörðina og fara að einbeita okkur að Eng- landi,“ sagði Arnór Ingvi Traustason. – tom Arnór: Leyfum þjóðinni að dreyma aðeins lengur Við erum enn að skrifa söguna og áfram leyfum við okkur að dreyma. Arnór Ingvi Traustason Runólfur Gunnlaugsson Löggiltur fasteignasali 892 7798 runolfur@hofdi.is Kjartan Hallgeirsson Löggiltur fasteignasali 824 9093 kjartan@eignamidlun.is Magnús Leópoldsson Löggiltur fasteignasali 550 3000 | 892 6000 magnus@fasteignamidstodin.is Ólafur Finnbogason Löggiltur fasteignasali 822 2307 olafur@miklaborg.is FRÁBÆRT TÆKIFÆRI Í FERÐAÞJÓNUSTU 99 íbúðir til sölu á Bifröst Til sölu eru 99 íbúðir að Hamragörðum 1 og við Sjónarhól á Bifröst sem seldar verða í einu lagi til sama aðila, auk möguleika á að kaupa rekstrarfélag Hótels Bifrastar. Bifrastarsvæðið er vel staðsett og umkringt friðsælli og fallegri náttúru í vaxandi ferðaþjónustuhéraði. Hótel- reksturinn er í góðri sátt við Háskólann á Bifröst og er m.a. í samstarfi við skólann um ráðstefnuhald. Nánari upplýsingar um eignirnar veita neðangreindar fasteignasölur. 51 íbúð Hamragarðar 1 48 íbúðir Sjónarhóll í allar áttir Stutt við háskólann Samvinna Hótels Bifrastar Rekstur náttúra Friðsæl 2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F i M M t U D A G U R 33s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð Stjarna gærdagsins á http://www.seeklogo.net Robbie Brady, leikmaður Norwich City, tryggði Írum 1-0 sigur á Ítölum og sæti í sextán liða úrslitunum þegar hann skoraði sigurmarkið á 84. mínútu. Brady skallaði boltann framhjá Salvatore Sirigu, vara- markverði Ítala, eftir fyrirgjöf frá Wes Hoolahan. Það kom á síðustu stundu og þegar stefndi í það að Írarnir væru á leiðinni heim. Írland náði þökk sé þessu marki Bradys að vera ein af fjórum þjóðum sem komust áfram með bestan árangur úr 3. sætinu en hinar eru Slóvakía, Portúgal og Norður-Írland. Írar voru þar með fjórða besta árangurinn en Tyrkir og Albanir eru því á leiðinni heim. Brady þurfti að sætta sig við að falla úr ensku úrvals- deildinni með Norwich City í vetur en hann mun aldrei gleyma þessu marki sínu í gær. EM 2016

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.