Fréttablaðið - 23.06.2016, Síða 48
Innilegar þakkir fyrir auðsýndan
hlýhug og vinsemd við andlát og útför
Kristjönu Jónatansdóttur
frá Nípá.
Sérstakar þakkir færum við
starfsfólkinu á Hvammi Húsavík fyrir
einstaka hlýju og góða umönnun.
Friðbjörn Jónatansson og aðstandendur.
Innilegar þakkir til allra, sem sýndu
okkur samúð, hlýhug og vináttu við
andlát og útför hjartkærs eiginmanns
míns, föður, afa og langafa,
Sigurðar Jóelssonar
kennara,
Fögrubrekku 38, Kópavogi,
sem lést 20. maí á Hjúkrunarheimilinu
Sunnuhlíð, Kópavogi.
Sérstakar þakkir fær Karlakórinn Fóstbræður, stjórnandi
hans Árni Harðarson og Þorgeir Andrésson einsöngvari
fyrir yndislegan söng, sem gerði útförina einstaka.
Guð blessi ykkur öll.
Jóna Sveinsdóttir
Edda Björk Sigurðardóttir
Arndís Jóna Vigfúsdóttir Hafþór Már Hjartarson
Steina Dögg Vigfúsdóttir Steinn Anton Kastbjerg
Sigurður Jóel Vigfússon Halla Björk Vigfúsdóttir
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Anna Lísa Einarsdóttir
Sandholt
lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi
í Hafnarfirði 13. júní síðastliðinn.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Jóhanna Bertha Sandholt Hallur Kristjánsson
Hjörtur Sandholt Árdís Jónasdóttir
Kolbrún Jónsdóttir Sandholt Sigurður Axelsson
Jón Arnar Sandholt Linda María
Friðriksdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Guðrún Jónasdóttir
(Dúna)
Trönuhjalla 13, Kópavogi,
sem lést 18. júní verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju fimmtudaginn 30. júní kl. 15.
Steinar Júlíusson
Jónas Þór Steinarsson Þórey Morthens
Ragna Steinarsdóttir Þorsteinn G. Þórhallsson
Júlíus Steinarsson Sigrún Guðmundsdóttir
Eyvindur Steinarsson
Gunnar Kristinn Steinarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskuleg móðir okkar og amma,
Aðalbjörg Gunnlaugsdóttir
lést á Landspítalanum í Fossvogi
16. júní sl.
Útförin mun fara fram í kyrrþey að ósk
hinnar látnu.
Sólveig Róbertsdóttir
Unnur Óskarsdóttir
Þrúður Óskarsdóttir
Snædís Lilja Ingadóttir, Aðalbjörn Unnar
Jóhannsson, Andrea Eir Almqvist og Daniel
Hugo Almqvist
Innilegar þakkir þeim sem sýndu
okkur hlýhug og alúð við andlát
og útför elskulega föður okkar,
tengdaföður, afa, langafa og bróður,
Guðvarðar Elíassonar
Strikinu 3,
Hjúkrunarheimilinu Ísafold.
Þökkum starfsfólki Sólvangsvegi 1, heimahjúkrunar
Hafnarfjarðar og starfsfólki Ísafoldar fyrir alúð og hlýju
við umönnun í veikindum hans. Einnig fá Kiwanis-félagar
í Eldborg þakkir.
Hulda Guðvarðardóttir Björn Guðmundsson
Elías Guðvarðarson Eva Bracola
Ívar Már Arnbjörnsson Camilla Andersson
Elva Elíasdóttir
Hulda Fríða Björnsdóttir Jóhannes H. Hauksson
Sigrún Elíasdóttir
Hanna Elíasdóttir Ingvar Sveinsson
langafabörn og aðrir aðstandendur.
Knattspyrnufélagið Mjöðmin spilar í Gulldeildinni og er „íþróttastolt 101 Reykja-víkur“. Í liðinu hefur gegnum
tíðina spilað rjóminn af lista- og menn-
ingarliði miðbæjarins. Í kvöld heldur
liðið upp á viðburðinn Bjúddarann á
skemmtistaðnum Húrra í Naustunum,
en það er ákaflega viðeigandi samastað-
ur fyrir skemmtun skipulagða af þessu
„hipstera“-liði enda þeirra helsta afdrep
í miðbænum.
Á Bjúddarann er sjálfsögðu opið
fyrir almenning enda eru ansi margir
liðsmenn Mjaðmarinnar starfandi
skemmtikraftar og því tilvalið að sam-
eina liðsskemmtunina og eitt allsherjar
dansiball. Meðal þeirra listamanna
sem spila eða hafa spilað með liðinu á
einhverjum tímapunkti má nefna sem
dæmi DJ Margeir, Arnór Dan úr Agent
Fresco og Sturlu Atlas. Búningur liðsins
var hannaður af engum öðrum en Guð-
mundi Jörundssyni.
„Bjúddarinn er í rauninni uppskeru-
hátíð Mjaðmarinnar. Þar er sýnt brot
af því besta úr því starfi sem hefur átt
sér stað hjá leikmönnunum fyrir utan
við stórkostlegan árangur liðsins. Við
unnum náttúrulega B-deildina í Gull-
deildinni, það náttúrulega vita það
allir. Við erum að sýna hina hliðina líka.
Þetta er allsherjar tónlistar- og listahá-
tíð. Þetta er í grunninn styrktarhátíð
fyrir félagsgjöldum og þátttökugjöldum
í knattspyrnudeildum víðsvegar um
heiminn. Ég er búinn að spila þrjú tíma-
bil með Mjöðminni. Mjöðmin hefur
gegnum árin verið svona tónlistar- og
listatengt fótboltalið. Mikið grasrótar-
indí-dót sem hefur komið upp úr þessu
fótboltaliði,“ segir Jóhann Kristófer
Stefánsson. leikmaður Mjaðmarinnar
og einn af 101 Boys, hljómsveitinni hans
Sturlu Atlas sem mun troða
upp á Bjúddaranum.
Ásamt Sturlu Atlas munu
koma fram Högni Egilsson,
best þekktur sem Högni í
Hjaltalín, Gunnar Ragnarsson
sem hefur gert garðinn frægan
í hljómsveitinni Grísalappalísu
– en hann er sagður til alls lík-
legur – Hilmar Guðjónsson leikari
mun kynna herlegheitin og síðan
verður DJ Margeir á svæðinu til að
þeyta skífum í hvert sinn sem þess
þarf, en þó er líklegt að aðrir liðs-
menn Mjaðmarinnar verði tilbúnir
til að stökkva á spilarana.
Verðið mun vera 1.500 krónur við
dyr og allur ágóðinn rennur eins og
áður segir í starf liðsins sem, að minnsta
kosti að sögn Jóhanns, fer fram um allan
heim. stefanthor@frettabladid.is
Stolt 101 Reykjavíkur
heldur uppskeruhátíð
Uppskeruveisla knattspyrnufélagsins Mjaðmarinnar, Bjúddarinn, verður haldin í kvöld
á skemmtistaðnum Húrra. Þar munu koma fram hinir ýmsu listamenn úr miðbænum.
Jóhann Kristófer Stefánsson hefur spilað með Mjöðminni í
heil þrjú tímabil og hann mun ásamt Sturlu Atlas og hinum
meðlimum 101 Boys troða upp á Bjúddaranum í kvöld.
FréttABlAðið/HAnnA
168 f.Kr. Rómverjar sigra Makedóníumenn í orrustunni við Pydna.
1372 Englendingar bíða ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og
Kastilíumanna í orrustunni við La Rochelle.
1636 Herstjóraveldið í Japan bannar allar ferðir Japana til og frá
landinu. Bannið gildir til ársins 1853.
1939 Hitamet er sett á Teigarhorni í Berufirði: Mesti mældur hiti á
Íslandi frá upphafi mælinga, 30,5°C.
1941 Þýskaland hefur innrás í Sovétríkin.
1977 Hópferðabíll veltur í Biskupstungum og liggur við stórslysi.
Í bílnum eru 46 farþegar af skemmtiferðaskipi og meiðast margir
þeirra en enginn alvarlega.
1991 Á Snæfellsjökli falla hjón niður í alldjúpa sprungu en er
bjargað.
Merkisatburðir
Mjöðmin hefur gegnum árin verið
svona tónlistar- og listatengt fótbolta-
lið. Mikið grasrótar-indí-dót sem hefur komið
upp úr þessu fótboltaliði.
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R36 T í M A M ó T ∙ F R É T T A B L A ð I ð
tíMaMót