Fréttablaðið - 23.06.2016, Side 52
Mig er búið að dreyma um það lengi að mynda alla Jökuldælinga og gera
sýningu úr því. Í huganum var það
kannski minna mál en það var í
raun. Samt voru langflestir til í það,“
segir Ragnhildur Aðalsteinsdóttir,
blaðamaður og ljósmyndari, sem
hefur sett upp ljósmyndasýninguna
Bændur á Jökuldal í ferðaþjónustu-
stöðinni Á hreindýraslóðum, sem er
veitingastaður, gisting og gallerí að
Skjöldólfsstöðum á Jökuldal.
„Ég byrjaði fyrir ári, í sauðburði, þá
var ég í viku, tók síðan tvo mánuði
í verkefnið í fyrrasumar, fór í réttir
í fyrrahaust og var svo í eina viku
núna í vetur. Ég er með rúmlega sex-
tíu myndir á sýningunni, þær eru frá
öllum bæjum og af flestum einstak-
lingum sveitarinnar, bæði börnum
og fullorðnum.“
Ragnhildur kveðst líka hafa
myndað þá sem eru hættir búskap,
nefnir Ragnar og Birnu á Hákonar-
stöðum sem dæmi. „Sumir Jökul-
dælingar eru að vinna á Egilsstöðum
með búskapnum, aðrir eru fluttir
þangað vegna aldurs og ég er ekki
að búa neitt til, þetta eru allt sannar
sögur. Sumar myndirnar eru úr fjár-
húsum og hesthúsum en ég tók líka
myndir inni í kaffi og af konum að
prjóna. Reyndi að hafa efnið sem
fjölbreyttast,“ segir hún og tekur
fram að myndirnar séu prentaðar
hjá Héraðsprenti á Egilsstöðum.
Ragnhildur ólst upp á Vaðbrekku
í Hrafnkelsdal, þar býr nú bróður-
sonur hennar, Aðalsteinn Sigurðs-
son. „Ég er Jökuldælingur því Hrafn-
kelsdalur gengur inn úr Jökuldal og
telst til sömu sveitar,“ segir hún og
kveðst hafa haft áhuga á ljósmyndun
frá því hún var tíu ára og fékk fyrstu
myndavélina.
Sérstaklega aðhyllist hún heim-
ildaljósmyndun og hana hafi hún
meðal annars lært úti í Kanada.
Ragnhildur er nú blaðamaður á
Vikunni og ljósmyndari í lausa-
mennsku og var með tvær myndir úr
Jökuldælaseríunni á sýningu Blaða-
mannafélagsins í Gerðarsafni í vor.
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ
auglýsir lausar stöður
Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á
aldrinum 2-5 ára og eru aldursblöndun á öllum deildum.
Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta
og nýta náttúruleg gæði.
Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og
íþróttamiðstöðina Lágafell.
Auglýst eru laus eftrfarandi störf:
• Staða leikskólakennara í deildarstjórn.
Hæfnikröfur:
- Leikskólakennaramenntun
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og metnaður
- Lausnamiðuð hugsun og færni til að koma hugmyndum
í framkvæmd
• Staða matráðs (75% - 100% starf )
Hæfnikröfur:
- Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir
börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum
Manneldisráðs.
- Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup
og vörustjórnun.
- Færni sem nýtist í starfi og reynsla af störfum
í mötuneyti
Laun eru greidd í samræmi við kjarasamning Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2014.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri
störf skulu berast á netfangið hulduberg@mos.is.
Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans
www.hulduberg.is.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Þuríður Stefáns-
dóttir og aðstoðarleikskólastjóri Guðrún Viktorsdóttir
síma 5868170 og 8670727.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um störfin.
Leikskólinn Hulduberg í Mosfellsbæ
auglýsir lausar stöður
Hulduberg er sex deilda leikskóli. Þar eru um 140 börn á
aldrinum 2-5 ára og eru aldursblöndun á öllum deildum.
Áherslur í starfi leikskólans er umhverfismennt og að njóta
og nýta náttúruleg gæði.
Leikskólinn Hulduberg er staðsettur við Lágafellsskóla og
íþróttamiðstöðina Lágafell.
Auglýst eru laus eftrfarandi störf:
• Staða leikskólakennara í deildarstjórn.
Hæfnikröfur:
- Leikskólakennaramenntun
- Góð hæfni í mannlegum samskiptum
- Jákvæðni og metnaður
- Lausnamiðuð hugsun og færni til að koma hugmyndum
í framkvæmd
• Staða matráðs (75% - 100% starf )
Hæfnikröfur:
- Þekking á gerð matseðla og samsetningu fæðis fyrir
börn frá 18 mánaða aldri til 6 ára samkvæmt viðmiðum
Manneldisráðs.
- Frumkvæðni og skipulagshæfni við innkaup
og vörustjórnun.
- Færni sem nýtist í starfi og reynsla af störfum
í mötuneyti
Laun eru greidd í samræmi við kjarasamning Sambands
íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélaga.
Umsóknarfrestur er til 4. janúar 2014.
Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og/eða fyrri
störf skulu berast á netfangið hulduberg@mos.is.
Upplýsingar um leikskólann má finna á heimasíðu skólans
www.hulduberg.is.
Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Þuríður Stefáns-
dóttir og aðstoðarleikskólastjóri Guðrún Viktorsdóttir
síma 5868170 og 8670727.
Fólk af báðum kynjum er hvatt til að sækja um störfin.
Tilkynning
frá Yfir jörstjórn
Mo fellsbæjar
Kjörstaður vegna forsetakjörs sem fram fer þann
25. júní 2016 er í Lágafellsskóla við Lækjarhlíð og
stendur kjörfundur kl. 9 - 22. Kjósendur eru minntir
á að koma með persónuskilríki á kjörstað.
Aðset r yfirkjörstjórnar á kjördag v rður á sama stað,
sími 525-9200.
Mosfellsbæ 20. júní 2016.
Yfi kjörstjórn Mosfellsbæjar
Þ rbjörg I. Jónsdóttir formaður
Haraldur Sigurðsson
Valur Oddsson
Sannar sögur á sýningu
um Jökuldælinga
Lífsreynsla, umhyggja, íhygli og rósemd birtast í andlitum
Jökuldælinga sem Ragnhildur Aðalsteinsdóttir hefur myndað.
Sýning hennar, Bændur á Jökuldal, er á Skjöldólfsstöðum.
1. Lilja Óladóttir, Guðný
Halla Sóllilja og Hallur
Gunnarsson spjalla
við heimalningana í
Sænautaseli. 2. Páll
Pálsson er sjálfmennt-
aður fræðimaður sem
unir sér hvergi betur
en á æskuheimilinu
Aðalbóli. 3. Linda Björg
Kjartansdóttir í Teigaseli
og maður hennar, Jón
Björgvin Vernharðsson,
ásamt dætrum sínum
tveimur, Heiðdísi Jöklu
og Snærúnu Hrefnu. 4.
Feðgarnir Jón Helgason á
Refshöfða og Helgi Hrafn
Jónsson í vélaskemm-
unni. MyndiR/RAGnHiLduR
„Ég dvaldi hjá gömlum sveitungum og
fangaði augnablikin í daglegu lífi þeirra,“
segir Ragnhildur. FRÉTTABLAðið/ViLHeLM
1 2
3 4
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
2 3 . j ú n í 2 0 1 6 F I M M T U D A G U R40 M e n n I n G ∙ F R É T T A B L A ð I ð
menning